Sigurður Ingi undrast illmælgi í garð Framsóknarflokksins sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 2. september 2016 14:06 Sigurður Ingi ræddi málin við Snærós Sindradóttur blaðamann á Fundi fólksins í dag. Vísir/eyþór Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra undrast það hversu illa sé talað um flokk sinn, Framsóknarflokkinn, í samfélaginu. Um sé að ræða elsta flokk landsins sem hafi gert marga góða hluti. Þetta sagði hann á Fundi fólksins, lýðræðishátíð, í dag. Hann sagðist hafa verið spurður að því í viðtali á dögunum hvort honum þyki það sanngjarnt hversu illa sé talað um Framsóknarflokkinn. „Þetta er elsti flokkur landsins. Hann hefur komið mörgum af bestu málum sem hafa verið gerð hér á Íslandi, til dæmis fæðingarorlofssjóði, svo dæmi séu tekin. Af hverju er þá alltaf verið að tala svona neikvætt og niður til Framsóknarflokksins?“ sagði Sigurður. Hann sagði að inni á bloggsíðum sé oftar en ekki talað afar illa um flokkinn, og tók dæmi um síðuna „Framsóknarlaust Ísland“. Sigurður sagði, léttur í bragði, að fylgi Framsóknarflokksins sé lítið, um níu prósent, og því sé jafnvel hægt að tala um flokkinn sem minnihlutahóp. Hann spurði því hvort það yrði viðurkennt að tala með sambærilegum hætti um aðra minnihlutahópa. „Ef þú setur eitthvað annað orð inn fyrir Framsókn. [...] Hvernig myndi það hljóma? Það er um þrettán þúsund manns í þessum flokki, sem er samvinnufólk, sem er félagshyggjufólk, sem er heiðarlegt fólk, hvernig það er talað um það í þessum miðlum. Er það óeðlilegt? Já, ég held það sé óeðlilegt.“ Sigurður var jafnframt spurður út í komandi alþingiskosningar og hvort hann ætli að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hefur áður sagt að hann muni ekki bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, en dró þó heldur í land með þau orð á fundinum í dag þegar hann sagðist ekki útiloka neitt í þeim efnum. „Ég hef sagt það að ég muni ekki bjóða mig fram gegn sitjandi formanni. En ég sagði jafnframt að ég hef tekið að mér öll þau verkefni sem flokkurinn hefur falið mér,“ sagði hann. Aðspurður hvort þetta Sigmundur Davíð þurfi að hætta við formannsframboð, svo hann bjóði sig fram, sagðist hann ekki vilja ræða það í fjölmiðlum. „Okkar flokkur hefur þær aðferðir að við erum ekki að skylmast í fjölmiðlum. Í sumum flokkum hafa menn gengið dálítið langt í að ráðast hver á annan í forystu flokksins. En það gerum við ekki í Framsóknarflokknum. Við fjöllum bara um þetta á okkar vettvangi og það munum við gera.“Viðtalið við Sigurð Inga á Fundi fólksins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Það hefst þegar um fjórar klukkustundir og sautján mínútur eru liðnar af upptökunni. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Styrkti karlasamtök þvert á ráðleggingar matsnefndar Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra undrast það hversu illa sé talað um flokk sinn, Framsóknarflokkinn, í samfélaginu. Um sé að ræða elsta flokk landsins sem hafi gert marga góða hluti. Þetta sagði hann á Fundi fólksins, lýðræðishátíð, í dag. Hann sagðist hafa verið spurður að því í viðtali á dögunum hvort honum þyki það sanngjarnt hversu illa sé talað um Framsóknarflokkinn. „Þetta er elsti flokkur landsins. Hann hefur komið mörgum af bestu málum sem hafa verið gerð hér á Íslandi, til dæmis fæðingarorlofssjóði, svo dæmi séu tekin. Af hverju er þá alltaf verið að tala svona neikvætt og niður til Framsóknarflokksins?“ sagði Sigurður. Hann sagði að inni á bloggsíðum sé oftar en ekki talað afar illa um flokkinn, og tók dæmi um síðuna „Framsóknarlaust Ísland“. Sigurður sagði, léttur í bragði, að fylgi Framsóknarflokksins sé lítið, um níu prósent, og því sé jafnvel hægt að tala um flokkinn sem minnihlutahóp. Hann spurði því hvort það yrði viðurkennt að tala með sambærilegum hætti um aðra minnihlutahópa. „Ef þú setur eitthvað annað orð inn fyrir Framsókn. [...] Hvernig myndi það hljóma? Það er um þrettán þúsund manns í þessum flokki, sem er samvinnufólk, sem er félagshyggjufólk, sem er heiðarlegt fólk, hvernig það er talað um það í þessum miðlum. Er það óeðlilegt? Já, ég held það sé óeðlilegt.“ Sigurður var jafnframt spurður út í komandi alþingiskosningar og hvort hann ætli að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hefur áður sagt að hann muni ekki bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, en dró þó heldur í land með þau orð á fundinum í dag þegar hann sagðist ekki útiloka neitt í þeim efnum. „Ég hef sagt það að ég muni ekki bjóða mig fram gegn sitjandi formanni. En ég sagði jafnframt að ég hef tekið að mér öll þau verkefni sem flokkurinn hefur falið mér,“ sagði hann. Aðspurður hvort þetta Sigmundur Davíð þurfi að hætta við formannsframboð, svo hann bjóði sig fram, sagðist hann ekki vilja ræða það í fjölmiðlum. „Okkar flokkur hefur þær aðferðir að við erum ekki að skylmast í fjölmiðlum. Í sumum flokkum hafa menn gengið dálítið langt í að ráðast hver á annan í forystu flokksins. En það gerum við ekki í Framsóknarflokknum. Við fjöllum bara um þetta á okkar vettvangi og það munum við gera.“Viðtalið við Sigurð Inga á Fundi fólksins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Það hefst þegar um fjórar klukkustundir og sautján mínútur eru liðnar af upptökunni.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Styrkti karlasamtök þvert á ráðleggingar matsnefndar Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira