Grennti sig um sautján kíló fyrir hlutverkið Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 3. september 2016 09:00 Pétur grennti sig um sautján kíló fyrir hlutverk sitt sem Andri. Fréttablaðið/Eyþór/Stilla „Á þessum tíma var ég 78 kíló og búinn að vera að buffa mig upp í ræktinni. Mér fannst það kannski ekki alveg virka fyrir þessa týpu og svo sagði Anton leikstjóri við mig: „Ég vil að þú missir 17 kíló fyrir þetta hlutverk.“ Ég fór bara í það,“ segir leikarinn Pétur Óskar Sigurðsson sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Grimmd. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er fyrrnefndur Anton Sigurðsson. Pétur segir að eftir að þeir Anton hafi sest saman niður, rætt karakterinn og sett saman forsögu hans hafi í raun ekki komið mikið annan til greina en að losa sig við vöðvamassann sem hann hafði eytt undanförnum mánuðum í að byggja upp. „Það finnast sem sagt tvær stelpur myrtar uppî í Heiðmörk og Andri, sem ég leik flækist inn í það og svo er það bara „down the rabbit hole“.“ Rannsóknarlögreglumennirnir Edda Davíðsdóttir, sem leikin er af Margréti Vilhjálmsdóttur, og Jóhannes Schram, leikinn af Sveini Ólafi Gunnarssyni, eru kölluð til að rannsaka málið. Í einbeittri rannsókn og leit að sökudólgnum fléttast saman nokkrar sögur og erfið rannsóknin flækist en frekar. Myndin verður frumsýnd þann 21. október næstkomandi.Pétur er að vonum spenntur fyrir frumsýningunni en hann hefur bara séð nokkrar klippur úr myndinni til þessa. Vísir/EyþórPétur ráðfærði sig við lækninn og söngvara hljómsveitarinnar Diktu, Hauk Heiðar Hauksson, um þyngdartapið og segist aðallega hafa fókuserað á andlegu hliðina, það hafi nefnilega ekki reynst sérlega erfitt fyrir hann að skafa af sér kílóin. „Ég fór bara á hlaupabrettið og skíðavélina. Byrjaði rólega og setti mér svo markmið að brenna einhverju ákveðnu á dag. Svo fór ég bara að minnka matinn hægt og rólega og var farinn að borða bara kínóa, salat og hnetur í öll mál og enga próteinsjeika.“ Pétur er nú búinn að þyngja sig aftur, enda fílaði hann sig ekki sérlega vel í rúmum sextíu kílóum en þótti það samt nauðsynlegt fyrir hlutverkið. „Allar hreyfingar verða öðruvísi þegar maður er svona léttur og það þurfti að vera þarna.“ Hann tekur þó ekki fyrir það að hann myndi fara í viðlíka aðgerðir fyrir annað hlutverk svo lengi sem það bætti einhverju við hlutverkið og myndi jafnvel bæta á sig 17 kílóum ef svo bæri undir. Líkt og gefur að skilja hafði kílóamissirinn töluverð áhrif á útlit Péturs og breyttust andlitsdrættir hans töluvert auk útlits líkamanns. Hann segir vini og fjölskyldu þó hafa verið meðvitaða um hvers vegna og hvernig hann væri að grenna sig, það hafi aðallega verið fólkið í ræktinni sem veitti honum athygli. „Það var helst kannski fólkið í World Class sem maður sá að hugsaði svona: Já, þessi gaur er kominn í eitthvert rugl.“ Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr myndinni Grimmd.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 3. september. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sjáðu fyrstu stikluna úr Grimmd Kvikmyndin Grimmd verður frumsýnd þann 21. október en með aðalhlutverk í myndinni fara þau Margrét Vilhjálmsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. 31. ágúst 2016 13:30 Grimmd frumsýnd í október: Tvær ungar stelpur hverfa sporlaust af leikvelli í Árbænum Kvikmyndin Grimmd verður frumsýnd þann 21. október en með aðalhlutverk í myndinni fara þau Margrét Vilhjálmsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. 23. ágúst 2016 15:34 Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira
„Á þessum tíma var ég 78 kíló og búinn að vera að buffa mig upp í ræktinni. Mér fannst það kannski ekki alveg virka fyrir þessa týpu og svo sagði Anton leikstjóri við mig: „Ég vil að þú missir 17 kíló fyrir þetta hlutverk.“ Ég fór bara í það,“ segir leikarinn Pétur Óskar Sigurðsson sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Grimmd. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er fyrrnefndur Anton Sigurðsson. Pétur segir að eftir að þeir Anton hafi sest saman niður, rætt karakterinn og sett saman forsögu hans hafi í raun ekki komið mikið annan til greina en að losa sig við vöðvamassann sem hann hafði eytt undanförnum mánuðum í að byggja upp. „Það finnast sem sagt tvær stelpur myrtar uppî í Heiðmörk og Andri, sem ég leik flækist inn í það og svo er það bara „down the rabbit hole“.“ Rannsóknarlögreglumennirnir Edda Davíðsdóttir, sem leikin er af Margréti Vilhjálmsdóttur, og Jóhannes Schram, leikinn af Sveini Ólafi Gunnarssyni, eru kölluð til að rannsaka málið. Í einbeittri rannsókn og leit að sökudólgnum fléttast saman nokkrar sögur og erfið rannsóknin flækist en frekar. Myndin verður frumsýnd þann 21. október næstkomandi.Pétur er að vonum spenntur fyrir frumsýningunni en hann hefur bara séð nokkrar klippur úr myndinni til þessa. Vísir/EyþórPétur ráðfærði sig við lækninn og söngvara hljómsveitarinnar Diktu, Hauk Heiðar Hauksson, um þyngdartapið og segist aðallega hafa fókuserað á andlegu hliðina, það hafi nefnilega ekki reynst sérlega erfitt fyrir hann að skafa af sér kílóin. „Ég fór bara á hlaupabrettið og skíðavélina. Byrjaði rólega og setti mér svo markmið að brenna einhverju ákveðnu á dag. Svo fór ég bara að minnka matinn hægt og rólega og var farinn að borða bara kínóa, salat og hnetur í öll mál og enga próteinsjeika.“ Pétur er nú búinn að þyngja sig aftur, enda fílaði hann sig ekki sérlega vel í rúmum sextíu kílóum en þótti það samt nauðsynlegt fyrir hlutverkið. „Allar hreyfingar verða öðruvísi þegar maður er svona léttur og það þurfti að vera þarna.“ Hann tekur þó ekki fyrir það að hann myndi fara í viðlíka aðgerðir fyrir annað hlutverk svo lengi sem það bætti einhverju við hlutverkið og myndi jafnvel bæta á sig 17 kílóum ef svo bæri undir. Líkt og gefur að skilja hafði kílóamissirinn töluverð áhrif á útlit Péturs og breyttust andlitsdrættir hans töluvert auk útlits líkamanns. Hann segir vini og fjölskyldu þó hafa verið meðvitaða um hvers vegna og hvernig hann væri að grenna sig, það hafi aðallega verið fólkið í ræktinni sem veitti honum athygli. „Það var helst kannski fólkið í World Class sem maður sá að hugsaði svona: Já, þessi gaur er kominn í eitthvert rugl.“ Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr myndinni Grimmd.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 3. september.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sjáðu fyrstu stikluna úr Grimmd Kvikmyndin Grimmd verður frumsýnd þann 21. október en með aðalhlutverk í myndinni fara þau Margrét Vilhjálmsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. 31. ágúst 2016 13:30 Grimmd frumsýnd í október: Tvær ungar stelpur hverfa sporlaust af leikvelli í Árbænum Kvikmyndin Grimmd verður frumsýnd þann 21. október en með aðalhlutverk í myndinni fara þau Margrét Vilhjálmsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. 23. ágúst 2016 15:34 Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira
Sjáðu fyrstu stikluna úr Grimmd Kvikmyndin Grimmd verður frumsýnd þann 21. október en með aðalhlutverk í myndinni fara þau Margrét Vilhjálmsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. 31. ágúst 2016 13:30
Grimmd frumsýnd í október: Tvær ungar stelpur hverfa sporlaust af leikvelli í Árbænum Kvikmyndin Grimmd verður frumsýnd þann 21. október en með aðalhlutverk í myndinni fara þau Margrét Vilhjálmsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. 23. ágúst 2016 15:34