Grennti sig um sautján kíló fyrir hlutverkið Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 3. september 2016 09:00 Pétur grennti sig um sautján kíló fyrir hlutverk sitt sem Andri. Fréttablaðið/Eyþór/Stilla „Á þessum tíma var ég 78 kíló og búinn að vera að buffa mig upp í ræktinni. Mér fannst það kannski ekki alveg virka fyrir þessa týpu og svo sagði Anton leikstjóri við mig: „Ég vil að þú missir 17 kíló fyrir þetta hlutverk.“ Ég fór bara í það,“ segir leikarinn Pétur Óskar Sigurðsson sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Grimmd. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er fyrrnefndur Anton Sigurðsson. Pétur segir að eftir að þeir Anton hafi sest saman niður, rætt karakterinn og sett saman forsögu hans hafi í raun ekki komið mikið annan til greina en að losa sig við vöðvamassann sem hann hafði eytt undanförnum mánuðum í að byggja upp. „Það finnast sem sagt tvær stelpur myrtar uppî í Heiðmörk og Andri, sem ég leik flækist inn í það og svo er það bara „down the rabbit hole“.“ Rannsóknarlögreglumennirnir Edda Davíðsdóttir, sem leikin er af Margréti Vilhjálmsdóttur, og Jóhannes Schram, leikinn af Sveini Ólafi Gunnarssyni, eru kölluð til að rannsaka málið. Í einbeittri rannsókn og leit að sökudólgnum fléttast saman nokkrar sögur og erfið rannsóknin flækist en frekar. Myndin verður frumsýnd þann 21. október næstkomandi.Pétur er að vonum spenntur fyrir frumsýningunni en hann hefur bara séð nokkrar klippur úr myndinni til þessa. Vísir/EyþórPétur ráðfærði sig við lækninn og söngvara hljómsveitarinnar Diktu, Hauk Heiðar Hauksson, um þyngdartapið og segist aðallega hafa fókuserað á andlegu hliðina, það hafi nefnilega ekki reynst sérlega erfitt fyrir hann að skafa af sér kílóin. „Ég fór bara á hlaupabrettið og skíðavélina. Byrjaði rólega og setti mér svo markmið að brenna einhverju ákveðnu á dag. Svo fór ég bara að minnka matinn hægt og rólega og var farinn að borða bara kínóa, salat og hnetur í öll mál og enga próteinsjeika.“ Pétur er nú búinn að þyngja sig aftur, enda fílaði hann sig ekki sérlega vel í rúmum sextíu kílóum en þótti það samt nauðsynlegt fyrir hlutverkið. „Allar hreyfingar verða öðruvísi þegar maður er svona léttur og það þurfti að vera þarna.“ Hann tekur þó ekki fyrir það að hann myndi fara í viðlíka aðgerðir fyrir annað hlutverk svo lengi sem það bætti einhverju við hlutverkið og myndi jafnvel bæta á sig 17 kílóum ef svo bæri undir. Líkt og gefur að skilja hafði kílóamissirinn töluverð áhrif á útlit Péturs og breyttust andlitsdrættir hans töluvert auk útlits líkamanns. Hann segir vini og fjölskyldu þó hafa verið meðvitaða um hvers vegna og hvernig hann væri að grenna sig, það hafi aðallega verið fólkið í ræktinni sem veitti honum athygli. „Það var helst kannski fólkið í World Class sem maður sá að hugsaði svona: Já, þessi gaur er kominn í eitthvert rugl.“ Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr myndinni Grimmd.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 3. september. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sjáðu fyrstu stikluna úr Grimmd Kvikmyndin Grimmd verður frumsýnd þann 21. október en með aðalhlutverk í myndinni fara þau Margrét Vilhjálmsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. 31. ágúst 2016 13:30 Grimmd frumsýnd í október: Tvær ungar stelpur hverfa sporlaust af leikvelli í Árbænum Kvikmyndin Grimmd verður frumsýnd þann 21. október en með aðalhlutverk í myndinni fara þau Margrét Vilhjálmsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. 23. ágúst 2016 15:34 Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni Sjá meira
„Á þessum tíma var ég 78 kíló og búinn að vera að buffa mig upp í ræktinni. Mér fannst það kannski ekki alveg virka fyrir þessa týpu og svo sagði Anton leikstjóri við mig: „Ég vil að þú missir 17 kíló fyrir þetta hlutverk.“ Ég fór bara í það,“ segir leikarinn Pétur Óskar Sigurðsson sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Grimmd. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er fyrrnefndur Anton Sigurðsson. Pétur segir að eftir að þeir Anton hafi sest saman niður, rætt karakterinn og sett saman forsögu hans hafi í raun ekki komið mikið annan til greina en að losa sig við vöðvamassann sem hann hafði eytt undanförnum mánuðum í að byggja upp. „Það finnast sem sagt tvær stelpur myrtar uppî í Heiðmörk og Andri, sem ég leik flækist inn í það og svo er það bara „down the rabbit hole“.“ Rannsóknarlögreglumennirnir Edda Davíðsdóttir, sem leikin er af Margréti Vilhjálmsdóttur, og Jóhannes Schram, leikinn af Sveini Ólafi Gunnarssyni, eru kölluð til að rannsaka málið. Í einbeittri rannsókn og leit að sökudólgnum fléttast saman nokkrar sögur og erfið rannsóknin flækist en frekar. Myndin verður frumsýnd þann 21. október næstkomandi.Pétur er að vonum spenntur fyrir frumsýningunni en hann hefur bara séð nokkrar klippur úr myndinni til þessa. Vísir/EyþórPétur ráðfærði sig við lækninn og söngvara hljómsveitarinnar Diktu, Hauk Heiðar Hauksson, um þyngdartapið og segist aðallega hafa fókuserað á andlegu hliðina, það hafi nefnilega ekki reynst sérlega erfitt fyrir hann að skafa af sér kílóin. „Ég fór bara á hlaupabrettið og skíðavélina. Byrjaði rólega og setti mér svo markmið að brenna einhverju ákveðnu á dag. Svo fór ég bara að minnka matinn hægt og rólega og var farinn að borða bara kínóa, salat og hnetur í öll mál og enga próteinsjeika.“ Pétur er nú búinn að þyngja sig aftur, enda fílaði hann sig ekki sérlega vel í rúmum sextíu kílóum en þótti það samt nauðsynlegt fyrir hlutverkið. „Allar hreyfingar verða öðruvísi þegar maður er svona léttur og það þurfti að vera þarna.“ Hann tekur þó ekki fyrir það að hann myndi fara í viðlíka aðgerðir fyrir annað hlutverk svo lengi sem það bætti einhverju við hlutverkið og myndi jafnvel bæta á sig 17 kílóum ef svo bæri undir. Líkt og gefur að skilja hafði kílóamissirinn töluverð áhrif á útlit Péturs og breyttust andlitsdrættir hans töluvert auk útlits líkamanns. Hann segir vini og fjölskyldu þó hafa verið meðvitaða um hvers vegna og hvernig hann væri að grenna sig, það hafi aðallega verið fólkið í ræktinni sem veitti honum athygli. „Það var helst kannski fólkið í World Class sem maður sá að hugsaði svona: Já, þessi gaur er kominn í eitthvert rugl.“ Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr myndinni Grimmd.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 3. september.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sjáðu fyrstu stikluna úr Grimmd Kvikmyndin Grimmd verður frumsýnd þann 21. október en með aðalhlutverk í myndinni fara þau Margrét Vilhjálmsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. 31. ágúst 2016 13:30 Grimmd frumsýnd í október: Tvær ungar stelpur hverfa sporlaust af leikvelli í Árbænum Kvikmyndin Grimmd verður frumsýnd þann 21. október en með aðalhlutverk í myndinni fara þau Margrét Vilhjálmsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. 23. ágúst 2016 15:34 Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni Sjá meira
Sjáðu fyrstu stikluna úr Grimmd Kvikmyndin Grimmd verður frumsýnd þann 21. október en með aðalhlutverk í myndinni fara þau Margrét Vilhjálmsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. 31. ágúst 2016 13:30
Grimmd frumsýnd í október: Tvær ungar stelpur hverfa sporlaust af leikvelli í Árbænum Kvikmyndin Grimmd verður frumsýnd þann 21. október en með aðalhlutverk í myndinni fara þau Margrét Vilhjálmsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. 23. ágúst 2016 15:34