Framboðsfrestur til þátttöku í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík rann út klukkan 19 í kvöld. Alls eru tólf í framboði. Kosið verður í átta sæti og gildir flokksvalið fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin.
Þrír þingmenn keppast um fyrsta sætið en þau eru þau Helgi Hjörvar, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Össur Skarphéðinsson og þá sækist Valgerður Bjarnadóttir eftir fyrsta til öðru sæti.
Eftirtaldir gefa kost á sér:
Auður Alfa Ólafsdóttir í 3.-4. sæti
Eva Baldursdóttir í 2.-3. sæti
Gunnar Alexander Ólafsson í 3.-4. sæti
Helgi Hjörvar í 1. sæti
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir í 3. sæti
Magnús Már Guðmundsson í 3.-4. sæti
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir í 1. sæti
Sigurður Hólm Gunnarsson í 2.-3. sæti
Steinunn Ýr Einarsdóttir í 3.-4. sæti
Valgerður Bjarnadóttir í 1.-2. sæti
Þórarinn Snorri Sigurgeirsson í 4.-6. sæti
Össur Skarphéðinsson í 1. Sæti
Raðað verður á lista í báðum kjördæmum með aðferðum paralista. Þá verður tryggt að í einu af þremur efstu sætum í báðum kjördæmum verði einn einstaklingur 35 ára eða yngri, að því er segir í tilkynningu frá Samfylkingunni.
Tólf í framboði í flokksvali Samfylkingarinnar
sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
