Innlent

Kæra synjun á náttúrulaug

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Fontana á Laugarvatni.
Fontana á Laugarvatni. vísir/pjetur
Fontana ehf. á Laugarvatni hefur kært ákvörðun Heilbrigðisnefndar Suðurlands um að synja fyrirtækinu um leyfi til að skilgreina eina laug á svæðinu sem „baðstað í náttúrunni“.

Ósk Fontana var synjað í apríl. Heilbrigðisnefndin vísaði í reglugerðir um sund- og baðstaði og um baðstaði í náttúrunni.

„Verið er að blanda saman rekstri sund- og baðstaðar annars vegar og náttúrulaugar hins vegar,“ sagði heilbrigðisnefndin sem óskaði eftir að nefnd á vegum Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga flýtti störfum sínum „þannig að heilbrigðisnefndir víðsvegar um landið geti tekið samræmda afstöðu til slíkra starfsleyfisveitinga“.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×