Bandarískir ferðamenn sagðir sækja til Íslands öryggisins vegna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. september 2016 11:15 Ferðum bandarískra ferðamanna til Frakklands hefur fækkað. Vísir/Vilhelm/Getty Frakkland hefur löngum verið vinsælasti áfangastaður bandarískra ferðamanna en eftir hryðjuverkaárásirnar þar í landi á síðasta ári hafa bandarískir ferðamenn í auknum mæli beint ferðum sínum á staði sem taldir eru vera öruggir. Ísland er sagt vera eitt af þeim löndum sem hagnist á því. „Ísland er sjóðandi heitt,“ segir Jack S. Ezon, framkvæmdastjóri bandarískrar ferðaskrifstofu. „Fólk telur það vera öruggan stað vegna þess að það er svo fjarri skarkala alheimsins.“ Fjallað er ítarlega um ferðahegðun bandarískra ferðamanna á vef New York Times þar sem kemur fram að Frakkland sé ekki lengur vinsælasti áfangastaður Bandaríkjamanna eftir hryðjuverkaárásirnar á síðasta ári. Þeir beini ferðum sínum nú til annarra Evrópulanda sem teljist öruggari. Ber þar helst að nefna Ítalíu, Spán og Írland og þá séu Norðurlöndin að koma sterk inn.Sjá einnig:Bókunum fækkar vegna hryðjuverka í Evrópu„Heilt yfir hefur áhuginn á norðurslóðunum, til Noregs og Íslands, haldið áfram að aukast,“ segir Barbara Banks hjá ferðaskrifstofunni Wilderness Travel sem sérhæfir sig í norðurljósaferðum. „Það gæti verið vegna þess að ferðamenn óttast hryðjuverkaógnina en það gæti einnig verið vegna þess að fólk er að uppgötva þessa áfangastaði.“ Mikil aukning hefur verið á komu bandarískra ferðamanna til landsins undanfarin ár í takt við aukinn ferðamannastraum hingað til landsins. Talið er að aukið framboð flugferða hafi mikil áhrif en Bandaríkjamenn stoppa oft á Íslandi á leið sinni yfir hafið til Evrópu. Samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu koma nífalt fleiri ferðamann frá Bandaríkjunum til landsins í ár en árið 2010. Voru þeir um 107 þúsund á fyrstu fimm mánuðum ársins. Ferðamennska á Íslandi Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Bókunum fækkar vegna hryðjuverka í Evrópu Ferðabókunum til landa á borð við Tyrkland og Frakkland, sem hafa lent í hryðjuverkaárásum á síðastliðnu ári, fer verulega fækkandi. 30. ágúst 2016 07:00 Hryðjuverk fæla ferðamenn á aðrar slóðir Hryðjuverkin í Evrópu síðustu misseri hafa haft töluverð áhrif á ferðamennsku í álfunni. Mun færri hafa heimsótt bæði París og Brussel í sumar, en þrátt fyrir það sýna ferðamenn vaxandi áhuga á því að heimsækja hverfið sem kallað hefur verið útungunarstöð hryðjuverkamanna í Evrópu. 23. ágúst 2016 20:00 Mikil fækkun ferðamanna í París Ferðamenn voru um einni milljón færri á fyrri hluta þessa árs, samanborið við sama tímabil í fyrra. 23. ágúst 2016 13:14 Ísland enn á ný friðsælasta ríki heimsins Ísland hefur verið efst á lista Institute for Economics and Peace yfir friðsælustu ríki heims frá árinu 2011. 9. júní 2016 10:35 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Frakkland hefur löngum verið vinsælasti áfangastaður bandarískra ferðamanna en eftir hryðjuverkaárásirnar þar í landi á síðasta ári hafa bandarískir ferðamenn í auknum mæli beint ferðum sínum á staði sem taldir eru vera öruggir. Ísland er sagt vera eitt af þeim löndum sem hagnist á því. „Ísland er sjóðandi heitt,“ segir Jack S. Ezon, framkvæmdastjóri bandarískrar ferðaskrifstofu. „Fólk telur það vera öruggan stað vegna þess að það er svo fjarri skarkala alheimsins.“ Fjallað er ítarlega um ferðahegðun bandarískra ferðamanna á vef New York Times þar sem kemur fram að Frakkland sé ekki lengur vinsælasti áfangastaður Bandaríkjamanna eftir hryðjuverkaárásirnar á síðasta ári. Þeir beini ferðum sínum nú til annarra Evrópulanda sem teljist öruggari. Ber þar helst að nefna Ítalíu, Spán og Írland og þá séu Norðurlöndin að koma sterk inn.Sjá einnig:Bókunum fækkar vegna hryðjuverka í Evrópu„Heilt yfir hefur áhuginn á norðurslóðunum, til Noregs og Íslands, haldið áfram að aukast,“ segir Barbara Banks hjá ferðaskrifstofunni Wilderness Travel sem sérhæfir sig í norðurljósaferðum. „Það gæti verið vegna þess að ferðamenn óttast hryðjuverkaógnina en það gæti einnig verið vegna þess að fólk er að uppgötva þessa áfangastaði.“ Mikil aukning hefur verið á komu bandarískra ferðamanna til landsins undanfarin ár í takt við aukinn ferðamannastraum hingað til landsins. Talið er að aukið framboð flugferða hafi mikil áhrif en Bandaríkjamenn stoppa oft á Íslandi á leið sinni yfir hafið til Evrópu. Samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu koma nífalt fleiri ferðamann frá Bandaríkjunum til landsins í ár en árið 2010. Voru þeir um 107 þúsund á fyrstu fimm mánuðum ársins.
Ferðamennska á Íslandi Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Bókunum fækkar vegna hryðjuverka í Evrópu Ferðabókunum til landa á borð við Tyrkland og Frakkland, sem hafa lent í hryðjuverkaárásum á síðastliðnu ári, fer verulega fækkandi. 30. ágúst 2016 07:00 Hryðjuverk fæla ferðamenn á aðrar slóðir Hryðjuverkin í Evrópu síðustu misseri hafa haft töluverð áhrif á ferðamennsku í álfunni. Mun færri hafa heimsótt bæði París og Brussel í sumar, en þrátt fyrir það sýna ferðamenn vaxandi áhuga á því að heimsækja hverfið sem kallað hefur verið útungunarstöð hryðjuverkamanna í Evrópu. 23. ágúst 2016 20:00 Mikil fækkun ferðamanna í París Ferðamenn voru um einni milljón færri á fyrri hluta þessa árs, samanborið við sama tímabil í fyrra. 23. ágúst 2016 13:14 Ísland enn á ný friðsælasta ríki heimsins Ísland hefur verið efst á lista Institute for Economics and Peace yfir friðsælustu ríki heims frá árinu 2011. 9. júní 2016 10:35 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Bókunum fækkar vegna hryðjuverka í Evrópu Ferðabókunum til landa á borð við Tyrkland og Frakkland, sem hafa lent í hryðjuverkaárásum á síðastliðnu ári, fer verulega fækkandi. 30. ágúst 2016 07:00
Hryðjuverk fæla ferðamenn á aðrar slóðir Hryðjuverkin í Evrópu síðustu misseri hafa haft töluverð áhrif á ferðamennsku í álfunni. Mun færri hafa heimsótt bæði París og Brussel í sumar, en þrátt fyrir það sýna ferðamenn vaxandi áhuga á því að heimsækja hverfið sem kallað hefur verið útungunarstöð hryðjuverkamanna í Evrópu. 23. ágúst 2016 20:00
Mikil fækkun ferðamanna í París Ferðamenn voru um einni milljón færri á fyrri hluta þessa árs, samanborið við sama tímabil í fyrra. 23. ágúst 2016 13:14
Ísland enn á ný friðsælasta ríki heimsins Ísland hefur verið efst á lista Institute for Economics and Peace yfir friðsælustu ríki heims frá árinu 2011. 9. júní 2016 10:35