Fyrstu tónleikagestirnir mættir: „Búnar að bíða eftir honum í níu ár“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. september 2016 09:02 Þórey og Ragnheiður ætla að bíða í fjórtán klukkustundir eftir átrúnaðargoði sínu. Þær ætla líka að gera það á morgun. vísir/guðjón guðmundsson Fyrstu gestirnir á tónleika Justins Bieber, sem haldnir verða í kvöld, eru mættir í Kórinn í Kópavogi. Það eru þær Ragnheiður Gunnarsdóttir og Þórey Gréta Sigþórsdóttir, sem segjast vart ráða sér fyrir spenningi. „Við mættum hingað klukkan sjö og ætlum að vera hér í allan dag. Við ætlum líka að mæta klukkan sjö í fyrramálið. Við ætlum að vera fremstar, erum alveg búnar að plana þetta,“ segir Ragnheiður í samtali við Vísi. Aðspurð segir hún þær stöllur vel búnar, í tvennum buxum og þykkri úlpu. „Og Justin Bieber bol,“ segir hún. Ragnheiður og Þórey eru sextán ára og fengu þær báðar, með leyfi foreldra, frí í skólanum í dag. Ragnheiður er í Tækniskólanum og Þórey nemur í Noregi.vísir/guðjón guðmundssonEruð þið miklir aðdáendur? „Ó já. Við erum búnar að bíða eftir honum í níu ár. Alveg síðan hann byrjaði bara,“ segir Ragnheiður.En var ekkert erfitt að vakna í morgun? „Jú svolítið. En maður gerir allt fyrir Justin,“ segir hún. Þó verði líklega erfiðara að vakna í fyrramálið þar sem tónleikarnir standi fram á kvöld. Aðspurð segir Ragnheiður þær vinkonur lítið stressaðar fyrir deginum, en þær þurfa að bíða í tæpar fjórtán klukkustundir eftir að fá að sjá átrúnaðargoð sitt, sem stígur á svið í Kórnum klukkan 20.30. „Nei, við vorum smá stressaðar í morgun, en ekki lengur.“Lokaspurning. Hvert er uppáhalds Justin Bieber-lagið þitt? „Úff. Þetta er erfið spurning. Ætli ég segi ekki Boyfriend,“ svarar Ragnheiður, glöð í bragði.Ella María hafði bæst í hópinn þegar ljósmyndara bar að garði um klukkan níu.vísir/vilhelm Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Hvað þarf að hafa í huga fyrir Bieber-tónleikana? Það er að ýmsu að huga enda verður afar fjölmennt á tónleikunum. 7. september 2016 15:45 Hápunktarnir við komu Justin Bieber til landsins Fjögurra mínútna myndband sem sýnir allt það helsta sem gekk á þegar mesta poppstjarna vorra tíma steig á íslenska störð. 7. september 2016 14:30 Röðin á Dunkin Donuts: „Ég kom í útifötunum og með útilegustól en ég þurfti svo ekkert að nota þetta“ Afar fámennt var í röðinni við Dunkin' Donuts í Kringlunni í morgun en búið var að lofa fyrstu 20 viðskiptavinunum ársbirgðum af kleinuhringjum. 13. nóvember 2015 09:20 Justin Bieber mættur: Aðdáendur mættu á Reykjavíkurflugvöll til að berja goðið augum Fjöldi fólks er nú staddur á Reykjavíkurflugvelli þar sem einkaþota lenti í hádeginu en talið er að kanadíska poppgoðið Justin Bieber sé í vélinni. Bieber heldur tvenna tónleika hér á landi í vikunni, á morgun og föstudagskvöld, í Kórnum í Kópavogi. 7. september 2016 12:32 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
Fyrstu gestirnir á tónleika Justins Bieber, sem haldnir verða í kvöld, eru mættir í Kórinn í Kópavogi. Það eru þær Ragnheiður Gunnarsdóttir og Þórey Gréta Sigþórsdóttir, sem segjast vart ráða sér fyrir spenningi. „Við mættum hingað klukkan sjö og ætlum að vera hér í allan dag. Við ætlum líka að mæta klukkan sjö í fyrramálið. Við ætlum að vera fremstar, erum alveg búnar að plana þetta,“ segir Ragnheiður í samtali við Vísi. Aðspurð segir hún þær stöllur vel búnar, í tvennum buxum og þykkri úlpu. „Og Justin Bieber bol,“ segir hún. Ragnheiður og Þórey eru sextán ára og fengu þær báðar, með leyfi foreldra, frí í skólanum í dag. Ragnheiður er í Tækniskólanum og Þórey nemur í Noregi.vísir/guðjón guðmundssonEruð þið miklir aðdáendur? „Ó já. Við erum búnar að bíða eftir honum í níu ár. Alveg síðan hann byrjaði bara,“ segir Ragnheiður.En var ekkert erfitt að vakna í morgun? „Jú svolítið. En maður gerir allt fyrir Justin,“ segir hún. Þó verði líklega erfiðara að vakna í fyrramálið þar sem tónleikarnir standi fram á kvöld. Aðspurð segir Ragnheiður þær vinkonur lítið stressaðar fyrir deginum, en þær þurfa að bíða í tæpar fjórtán klukkustundir eftir að fá að sjá átrúnaðargoð sitt, sem stígur á svið í Kórnum klukkan 20.30. „Nei, við vorum smá stressaðar í morgun, en ekki lengur.“Lokaspurning. Hvert er uppáhalds Justin Bieber-lagið þitt? „Úff. Þetta er erfið spurning. Ætli ég segi ekki Boyfriend,“ svarar Ragnheiður, glöð í bragði.Ella María hafði bæst í hópinn þegar ljósmyndara bar að garði um klukkan níu.vísir/vilhelm
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Hvað þarf að hafa í huga fyrir Bieber-tónleikana? Það er að ýmsu að huga enda verður afar fjölmennt á tónleikunum. 7. september 2016 15:45 Hápunktarnir við komu Justin Bieber til landsins Fjögurra mínútna myndband sem sýnir allt það helsta sem gekk á þegar mesta poppstjarna vorra tíma steig á íslenska störð. 7. september 2016 14:30 Röðin á Dunkin Donuts: „Ég kom í útifötunum og með útilegustól en ég þurfti svo ekkert að nota þetta“ Afar fámennt var í röðinni við Dunkin' Donuts í Kringlunni í morgun en búið var að lofa fyrstu 20 viðskiptavinunum ársbirgðum af kleinuhringjum. 13. nóvember 2015 09:20 Justin Bieber mættur: Aðdáendur mættu á Reykjavíkurflugvöll til að berja goðið augum Fjöldi fólks er nú staddur á Reykjavíkurflugvelli þar sem einkaþota lenti í hádeginu en talið er að kanadíska poppgoðið Justin Bieber sé í vélinni. Bieber heldur tvenna tónleika hér á landi í vikunni, á morgun og föstudagskvöld, í Kórnum í Kópavogi. 7. september 2016 12:32 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
Hvað þarf að hafa í huga fyrir Bieber-tónleikana? Það er að ýmsu að huga enda verður afar fjölmennt á tónleikunum. 7. september 2016 15:45
Hápunktarnir við komu Justin Bieber til landsins Fjögurra mínútna myndband sem sýnir allt það helsta sem gekk á þegar mesta poppstjarna vorra tíma steig á íslenska störð. 7. september 2016 14:30
Röðin á Dunkin Donuts: „Ég kom í útifötunum og með útilegustól en ég þurfti svo ekkert að nota þetta“ Afar fámennt var í röðinni við Dunkin' Donuts í Kringlunni í morgun en búið var að lofa fyrstu 20 viðskiptavinunum ársbirgðum af kleinuhringjum. 13. nóvember 2015 09:20
Justin Bieber mættur: Aðdáendur mættu á Reykjavíkurflugvöll til að berja goðið augum Fjöldi fólks er nú staddur á Reykjavíkurflugvelli þar sem einkaþota lenti í hádeginu en talið er að kanadíska poppgoðið Justin Bieber sé í vélinni. Bieber heldur tvenna tónleika hér á landi í vikunni, á morgun og föstudagskvöld, í Kórnum í Kópavogi. 7. september 2016 12:32