Ríkisstjórnin nýtur mest stuðnings karla og eldra fólks Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2016 20:45 Ríkisstjórnin nýtur meira fylgis meðal karla og þeirra sem eldri eru en meðal kvenna og yngri kynslóðarinnar samkvæmt nýrri könnun fréttastofu 365. Þá er stuðningur við ríkisstjórnina minnstur í Reykjavík. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta ekki viðunandi fylgi við ríkisstjórn. Í könnun sem 365 miðlar gerðu í gær og fyrradag var spurt um stuðning við ríkisstjórnina. Hann hefur lítið breyst frá könnun 365 í maí en nú segjast 36 prósent styðja ríkisstjórnina en 64 prósent segjast ekki gera það. Stuðningurinn er á pari við samanlagðan stuðning við stjórnarflokkana samkvæmt sömu könnun og birt var í Fréttablaðinu í gær.Stuðningur við ríkisstjórnina skipt niður eftir aldri.VísirBjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta ófullnægjandi stuðning fyrir ríkisstjórn. „En við höfum svo sem séð þessar tölur í talsvert langan tíma. Nú þurfa kjósendur að fara að horfa í auknum mæli inn á næsta kjörtímabil. Við munum tala fyrir því að það þurfi að vera sterk kjölfesta í slíkri ríkisstjórn. Að ríkisstjórnir með færri flokkum séu sterkari sögulega en þær sem séu með fleiri flokka,“ segir Bjarni. Karlmenn eru töluvert hliðhollari ríkisstjórninni en konur, en 42 prósent karla styðja ríkisstjórnina en einungis 30 prósent kvenna.Stuðningur við ríkisstjórnina skipt eftir kynum.Vísir„Ég er ekki ánægður með það. Ég vil sjá jafnan stuðning. Mér finnst engin ástæða á grundvelli þeirra stefnumála sem við berjumst fyrir að það sé þannig. Við höfum líka mjög öflugar konur í okkar flokki sem eiga að njóta hylli og stuðnings,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarflokkarnir ákváðu í vor að boða til kosninga tæpu ári áður en kjörtímabilið er á enda eftir áfallið sem stjórnin varð fyrir vegna upplýsinga í Panamaskjölunum sem leiddu til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr embætti forsætisráðherra. Er það ósk þín að stjórnarflokkarnir geti haldið áfram samstarfi sínu að loknum kosningum? „Ég get vel séð fyrir mér framhald á þeirri stjórnarstefnu sem fylgt hefur verið. En við ætlum að leggja þessi mál í dóm kjósenda ekki satt og það getur ýmislegt gerst í kosningum,“ segir Bjarni. Allt frá árinu 2007 hafi ýmis stjórnarmynstur litið dagsins ljós.Stuðningur við ríkisstjórnina skipt eftir landshlutum.VísirEn ríkisstjórnin nýtur misjafns fylgis eftir kjördæmum. Fylgið er minnst í Reykjavík, þar sem það er 27 prósent en mest í Norðvesturkjördæmi þar sem það er 49 prósent. Í Kraganum, Norðaustur- og Suðurkjördæmi segjast síðan 41 prósent styðja ríkisstjórnina. Þá er marktækur munur á aldurshópum því 33 prósent kjósenda undir 49 ára aldri styðja stjórnina en 40 prósent þeirra sem eru fimmtugir eða eldi. Útlit er fyrir að tíu stjórnmálahreyfingar verði í framboði og ef þær ná allar fulltrúum á þing segir Bjarni að það geti flækt stjórnarmyndunarviðræður. „Já, ég hef áhyggjur af því að það geti komið út úr því veikari ríkisstjórn. Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að það þurfi kjölfestu í stjórnmálin og við viljum verða sú kjölfesta á næsta kjörtímabili,“ segir Bjarni Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Ríkisstjórnin nýtur meira fylgis meðal karla og þeirra sem eldri eru en meðal kvenna og yngri kynslóðarinnar samkvæmt nýrri könnun fréttastofu 365. Þá er stuðningur við ríkisstjórnina minnstur í Reykjavík. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta ekki viðunandi fylgi við ríkisstjórn. Í könnun sem 365 miðlar gerðu í gær og fyrradag var spurt um stuðning við ríkisstjórnina. Hann hefur lítið breyst frá könnun 365 í maí en nú segjast 36 prósent styðja ríkisstjórnina en 64 prósent segjast ekki gera það. Stuðningurinn er á pari við samanlagðan stuðning við stjórnarflokkana samkvæmt sömu könnun og birt var í Fréttablaðinu í gær.Stuðningur við ríkisstjórnina skipt niður eftir aldri.VísirBjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta ófullnægjandi stuðning fyrir ríkisstjórn. „En við höfum svo sem séð þessar tölur í talsvert langan tíma. Nú þurfa kjósendur að fara að horfa í auknum mæli inn á næsta kjörtímabil. Við munum tala fyrir því að það þurfi að vera sterk kjölfesta í slíkri ríkisstjórn. Að ríkisstjórnir með færri flokkum séu sterkari sögulega en þær sem séu með fleiri flokka,“ segir Bjarni. Karlmenn eru töluvert hliðhollari ríkisstjórninni en konur, en 42 prósent karla styðja ríkisstjórnina en einungis 30 prósent kvenna.Stuðningur við ríkisstjórnina skipt eftir kynum.Vísir„Ég er ekki ánægður með það. Ég vil sjá jafnan stuðning. Mér finnst engin ástæða á grundvelli þeirra stefnumála sem við berjumst fyrir að það sé þannig. Við höfum líka mjög öflugar konur í okkar flokki sem eiga að njóta hylli og stuðnings,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarflokkarnir ákváðu í vor að boða til kosninga tæpu ári áður en kjörtímabilið er á enda eftir áfallið sem stjórnin varð fyrir vegna upplýsinga í Panamaskjölunum sem leiddu til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr embætti forsætisráðherra. Er það ósk þín að stjórnarflokkarnir geti haldið áfram samstarfi sínu að loknum kosningum? „Ég get vel séð fyrir mér framhald á þeirri stjórnarstefnu sem fylgt hefur verið. En við ætlum að leggja þessi mál í dóm kjósenda ekki satt og það getur ýmislegt gerst í kosningum,“ segir Bjarni. Allt frá árinu 2007 hafi ýmis stjórnarmynstur litið dagsins ljós.Stuðningur við ríkisstjórnina skipt eftir landshlutum.VísirEn ríkisstjórnin nýtur misjafns fylgis eftir kjördæmum. Fylgið er minnst í Reykjavík, þar sem það er 27 prósent en mest í Norðvesturkjördæmi þar sem það er 49 prósent. Í Kraganum, Norðaustur- og Suðurkjördæmi segjast síðan 41 prósent styðja ríkisstjórnina. Þá er marktækur munur á aldurshópum því 33 prósent kjósenda undir 49 ára aldri styðja stjórnina en 40 prósent þeirra sem eru fimmtugir eða eldi. Útlit er fyrir að tíu stjórnmálahreyfingar verði í framboði og ef þær ná allar fulltrúum á þing segir Bjarni að það geti flækt stjórnarmyndunarviðræður. „Já, ég hef áhyggjur af því að það geti komið út úr því veikari ríkisstjórn. Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að það þurfi kjölfestu í stjórnmálin og við viljum verða sú kjölfesta á næsta kjörtímabili,“ segir Bjarni
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira