Lífið

Rífandi stemning og stuð í Garðpartýi Bylgjunnar og Stöðvar 2

Atli Ísleifsson skrifar
Valdimar og Amabadama voru á meðal þeirra sem komu fram í gærkvöldi.
Valdimar og Amabadama voru á meðal þeirra sem komu fram í gærkvöldi. Myndir/Daníel Þór Ágústsson
Gríðarleg stemning var í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt þar sem Bylgjan og Stöð 2 buðu til garðveislu og stórtónleika í tilefni af þrjátíu ára afmæli stöðvanna.

Viðstöðulaus tónlistarveisla stóð yfir frá 17:15 til 22:45 á  tveimur samliggjandi sviðum með risaskjá á milli.

Sjá einnig: Sjáðu stórtónleikana í Hljómskálagarðinum

Á tónleikunum spiluðu Axel Flóvent, Steinar, Sylvía, Geiri Sæm og Hunangstunglið , Friðrik Dór, Á móti sól. Valdimar, Bítlavinafélagið, Amabadama, Mezzoforte og Jón Jónsson.

Daníel Þór Ágústsson ljósmyndari fangaði stemninguna í Hljómskálagarðinum í gærkvöldi eins og sjá má á myndunum í myndasafninu að neðan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.