Innlent

Lítið jökulhlaup hafið úr Grímsvötnum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Brúin yfir Skeiðará skemmdist mikið og brúin yfir Gígjukvísl sópaðist burt í hlaupinu 1996.
Brúin yfir Skeiðará skemmdist mikið og brúin yfir Gígjukvísl sópaðist burt í hlaupinu 1996. Fréttablaðið/ÞÖK

Jökulhlaup er hafið úr Grímsvötnum og rennur það í Gígjukvísl. Að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands eru allar líkur á því að hlaupið verði lítið en ekki var mikið vatn í Grímsvötnum.

Brennisteinslykt gæti fundist á svæðinu en ekki er talið að hætta stafi af hlaupinu.

Einnig er mikið jökulvatn í Bláfjallakvísl sem rennur frá norðurhluta Mýrdalsjökuls. Ferðafólk er hvatt til að gæta varúðar og sýna aðgát þar sem vöð yfir ánna gætu verið varahugaverð.

Stutt er síðan lítið Grímsvatnahlaup hófst í Gígjukvísl en það gerðist einnig árið 2015 en var það eitt minnsta hlaup sem sést hefur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.