Innlent

Lítið jökulhlaup hafið úr Grímsvötnum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Brúin yfir Skeiðará skemmdist mikið og brúin yfir Gígjukvísl sópaðist burt í hlaupinu 1996.
Brúin yfir Skeiðará skemmdist mikið og brúin yfir Gígjukvísl sópaðist burt í hlaupinu 1996. Fréttablaðið/ÞÖK
Jökulhlaup er hafið úr Grímsvötnum og rennur það í Gígjukvísl. Að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands eru allar líkur á því að hlaupið verði lítið en ekki var mikið vatn í Grímsvötnum.

Brennisteinslykt gæti fundist á svæðinu en ekki er talið að hætta stafi af hlaupinu.

Einnig er mikið jökulvatn í Bláfjallakvísl sem rennur frá norðurhluta Mýrdalsjökuls. Ferðafólk er hvatt til að gæta varúðar og sýna aðgát þar sem vöð yfir ánna gætu verið varahugaverð.

Stutt er síðan lítið Grímsvatnahlaup hófst í Gígjukvísl en það gerðist einnig árið 2015 en var það eitt minnsta hlaup sem sést hefur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×