Innlent

Grímsvatnahlaup í Gígjukvísl

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Brúin yfir Skeiðará skemmdist mikið og brúin yfir Gígjukvísl sópaðist burt í hlaupinu 1996.
Brúin yfir Skeiðará skemmdist mikið og brúin yfir Gígjukvísl sópaðist burt í hlaupinu 1996. Fréttablaðið/ÞÖK
Lítið Grímsvatnahlaup er hafið í Gígjukvísl. Hlaupið er þó þó eitt það minnsta sem sést hefur að því fram kemur á heimasíðu Veðurstofunnar. Þar er bent á að brennisteinsvetni berst með hlaupvatninu þegar það kemur undan jökli.

Styrkur þess mjög nálægt útfalli árinnar, sem er við jökuljaðar, getur orðið svo mikill að það skaði slímhúð í augum og öndunarvegi. Hlaupið er ekki talið skapa hættu fyrir mannvirki og umferð á Skeiðarársandi. 

Vatnshæðin er komin í 65 sentimetra skv. upplýsingum á vef Veðurstofunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×