Bjarni sakar borgina um „óbilgirni“ en aðhefst ekki vegna sölu á landspildu Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. ágúst 2016 19:58 Fjármálaráðherra segir að Reykjavíkurborg hafi sýnt mikla óbilgirni með því að hraða lokun hluta Reykjavíkurflugvallar og setja innanlandsflugið í uppnám. Hins vegar sér hann enga ástæðu til að aðhafast vegna athugasemda um að ríkið hafi ekki haft skýra lagaheimild til ráðstöfunar landspildu við suðurhluta neyðarbrautarinnar. Hjartað í vatnsmýri eru hagsmunasamtök þeirra sem vilja sjá Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri og á engum öðrum stað. Fulltrúar þessara samtaka sætta sig mjög illa við að búið sé að fjarlægja hluta flugbrautar 0624 og loka henni fyrir flugumferð. Þeir hafa nú komist að því að ríkisvaldið hafi verið í gruggugu vatni þegar það seldi borginni landspildu sunnan við flugbraut 0624 sem nefnd hefur verið „neyðarbraut“ í opinberri umræðu. Lögfræðingar fjármálaráðuneytins telja hins vegar að það hafi verið skýr lagaheimild þegar landið var selt. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki efast um það mat. Samningurinn haldi gildi sínu enda hafi afsal verið gefið út og kaupverð greitt. Bjarni segir hins vegar að borgarstjórn hafi gengið fram með mjög gagnrýniverðum hætti vegna Vatnsmýrarinnar og sett innanlandsflug í landinu í uppnám. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að menn hafi dregið of víðtækar ályktanir af dómi Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar í fjölmiðlum. Ljóst er að þjóðin muni áfram takast á um veru flugvallarins og þær íbúðir sem rísa nú á Hlíðarenda munu byggjast í skugga þessa ágreinings. Nýjasta framvinda málsins hefur hins vegar engin áhrif á uppbyggingu á Hlíðarenda enda snýst hún um sölu lands við suðurhluta flugbrautar 06/24. Sjá umfjöllun Stöðvar 2 í myndskeiði. Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að Reykjavíkurborg hafi sýnt mikla óbilgirni með því að hraða lokun hluta Reykjavíkurflugvallar og setja innanlandsflugið í uppnám. Hins vegar sér hann enga ástæðu til að aðhafast vegna athugasemda um að ríkið hafi ekki haft skýra lagaheimild til ráðstöfunar landspildu við suðurhluta neyðarbrautarinnar. Hjartað í vatnsmýri eru hagsmunasamtök þeirra sem vilja sjá Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri og á engum öðrum stað. Fulltrúar þessara samtaka sætta sig mjög illa við að búið sé að fjarlægja hluta flugbrautar 0624 og loka henni fyrir flugumferð. Þeir hafa nú komist að því að ríkisvaldið hafi verið í gruggugu vatni þegar það seldi borginni landspildu sunnan við flugbraut 0624 sem nefnd hefur verið „neyðarbraut“ í opinberri umræðu. Lögfræðingar fjármálaráðuneytins telja hins vegar að það hafi verið skýr lagaheimild þegar landið var selt. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki efast um það mat. Samningurinn haldi gildi sínu enda hafi afsal verið gefið út og kaupverð greitt. Bjarni segir hins vegar að borgarstjórn hafi gengið fram með mjög gagnrýniverðum hætti vegna Vatnsmýrarinnar og sett innanlandsflug í landinu í uppnám. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að menn hafi dregið of víðtækar ályktanir af dómi Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar í fjölmiðlum. Ljóst er að þjóðin muni áfram takast á um veru flugvallarins og þær íbúðir sem rísa nú á Hlíðarenda munu byggjast í skugga þessa ágreinings. Nýjasta framvinda málsins hefur hins vegar engin áhrif á uppbyggingu á Hlíðarenda enda snýst hún um sölu lands við suðurhluta flugbrautar 06/24. Sjá umfjöllun Stöðvar 2 í myndskeiði.
Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira