Aðeins fastráðnir starfsmenn Icelandair fá heyrnarsíur vegna hávaða Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 27. ágúst 2016 07:00 Ástæðan fyrir því að einungis fastráðnir fá síurnar er mikill kostnaður. Vinnumarkaður Fastráðnir flugliðar hjá Icelandair eru einu flugliðar félagsins sem fá sérútbúnar heyrnasíur til að deyfa hávaða um borð í vélunum. Þetta staðfestir Sigríður Ása Harðardóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Nýliðar fá ekki heyrnarsíur. Í vikunni var greint frá auknum veikindum starfsmanna Icelandair og að gripið hafi verið til umfangsmikilla aðgerða vegnn málsins. Og Axel F. Sigurðsson, trúnaðarlæknir Icelandair, hefur sagt að verið væri að skoða hvers vegna veikindi hefðu aukist undanfarna mánuði.Hilmar B. Baldursson, flugrekstrarstjóri Icelandair.Flugliðar hafa greint frá því að mikill munur væri á því að fljúga með nýjustu vél félagsins og eldri vélum flotans. Hávaði um borð í nýjustu vél Icelandair er sagður minni og loftið betra. Sigríður Ása útskýrir að töluvert ferli fylgi því að fá síurnar, þar sem hver sía er smíðuð sérstaklega í Svíþjóð. Eftir ferlið þarf hver starfsmaður að mæta í mælingu svo hægt sé að mæla hvort vinnuumhverfið skaði í raun heyrn starfsmanna. „Ástæðan fyrir því að einungis fastráðnir fái síurnar er mikill kostnaður á bak við þetta verkefni, en á meðan unnið er að rannsóknum í tengslum við síurnar er nærtækast að taka þá flugliða sem hafa verið að fljúga til lengri tíma,“ segir hún og bætir við að ástæðan sé sú að heyrnarskemmdir mælist ekki á þeim örfáu mánuðum sem hlutastarfsmaður er við störf.“ Sigríður Ása viðurkennir að best væri að nýir starfsmenn sem prófi sig áfram í þessum bransa fengju einnig heyrnasíur. „En þar sem þetta verkefni er stórt og kostnaðarsamt var ákveðið að fara hægt og rólega í það.“ Sigríður Ása segir einnig að ekki megi gleyma því að allir þeir sem byrja að fljúga finni fyrir því að vinnuumhverfið er allt öðruvísi en á jörðinni. Flugliðar vinni í minna súrefni en hreyfi sig töluvert mikið. Algengt sé að nýir flugliðar geti fundið fyrir vægri flugveiki og vanlíðan. Kvartanir yfir hávaða um borð í flugvélum flota Icelandair hafa borist flugfélaginu sjálfu. Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, segir þó engar formlegar kvartanir hafa borist stofuninni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Vinnumarkaður Fastráðnir flugliðar hjá Icelandair eru einu flugliðar félagsins sem fá sérútbúnar heyrnasíur til að deyfa hávaða um borð í vélunum. Þetta staðfestir Sigríður Ása Harðardóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Nýliðar fá ekki heyrnarsíur. Í vikunni var greint frá auknum veikindum starfsmanna Icelandair og að gripið hafi verið til umfangsmikilla aðgerða vegnn málsins. Og Axel F. Sigurðsson, trúnaðarlæknir Icelandair, hefur sagt að verið væri að skoða hvers vegna veikindi hefðu aukist undanfarna mánuði.Hilmar B. Baldursson, flugrekstrarstjóri Icelandair.Flugliðar hafa greint frá því að mikill munur væri á því að fljúga með nýjustu vél félagsins og eldri vélum flotans. Hávaði um borð í nýjustu vél Icelandair er sagður minni og loftið betra. Sigríður Ása útskýrir að töluvert ferli fylgi því að fá síurnar, þar sem hver sía er smíðuð sérstaklega í Svíþjóð. Eftir ferlið þarf hver starfsmaður að mæta í mælingu svo hægt sé að mæla hvort vinnuumhverfið skaði í raun heyrn starfsmanna. „Ástæðan fyrir því að einungis fastráðnir fái síurnar er mikill kostnaður á bak við þetta verkefni, en á meðan unnið er að rannsóknum í tengslum við síurnar er nærtækast að taka þá flugliða sem hafa verið að fljúga til lengri tíma,“ segir hún og bætir við að ástæðan sé sú að heyrnarskemmdir mælist ekki á þeim örfáu mánuðum sem hlutastarfsmaður er við störf.“ Sigríður Ása viðurkennir að best væri að nýir starfsmenn sem prófi sig áfram í þessum bransa fengju einnig heyrnasíur. „En þar sem þetta verkefni er stórt og kostnaðarsamt var ákveðið að fara hægt og rólega í það.“ Sigríður Ása segir einnig að ekki megi gleyma því að allir þeir sem byrja að fljúga finni fyrir því að vinnuumhverfið er allt öðruvísi en á jörðinni. Flugliðar vinni í minna súrefni en hreyfi sig töluvert mikið. Algengt sé að nýir flugliðar geti fundið fyrir vægri flugveiki og vanlíðan. Kvartanir yfir hávaða um borð í flugvélum flota Icelandair hafa borist flugfélaginu sjálfu. Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, segir þó engar formlegar kvartanir hafa borist stofuninni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira