Páll Magnússon ætlar sér oddvitasætið á Suðurlandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. ágúst 2016 17:01 Páll Magnússon hefur stýrt Sprengisandi undanfarnar vikur en hverfur nú af braut. Vísir/GVA Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri og stjórnandi Sprengisands á Bylgjunni, ætlar að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hann stefnir á 1. sæti listans. Mbl.is greindi fyrst frá. Frestur til framboðs rennur út í kvöld. „Ákvörðunin var eiginlega bara tekin endanlega í morgun. Það varð að taka hana í dag enda rennur Varð að takst í dag því fresturinn til að tilkynna um framboð rennur út í kvöld.“ Páll segist bjóða sig fram til að leiða listann en ætli Sjálfstæðismenn honum eitthvað annað hlutverk á listanum sé hann fús til þess.Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Vísir/Óskar P. FriðrikssonElliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, tilkynnti á dögunum að hann ætlaði ekki fram í framboð en orðrómur hafði verið uppi þess efni. En ætli það hafi haft áhrif á ákvörðun Páls að fara fram? „Jú, það hefur örugglega haft sín áhrif. Ég geri ráð fyrir því. Hvatning frá Eyjum til að fara í þetta þyngdist til muna þegar Elliði bauð sig ekki fram. Þannig að óbeint hefur það að minnsta kosti haft þau áhrif,“ segir Páll sem er ættaður frá Eyjum og mikill Eyjamaður. Páll tilkynnti yfirmanni sínum á útvarpssviði 365 um ákvörðun sína í dag og hættir í kjölfarið. Ágúst Héðinsson, yfirmaður á útvarpssviði 365, segir í samtali við Vísi að þátturinn verði á sínum stað á sunnudagsmorgun. Málið hafi komið upp í dag og góður arftaki verði fundinn. „Mér fannst þetta frábærlega skemmtilegt og mjög þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að reyna þetta,“ segir Páll um vikurnar á Sprengisandi.Ragnheiður Elín Árnadóttir ætlar sér sömuleiðis fyrsta sætið.visir/anton brink„Þótt ég hafi byrjað fjölmiðlaferil minn í blöðum og útvarpi hef ég ekki verið með þátt af svona tagi áður, mjög áhugavert og mjög skemmtilegt. Sprengisandur er einhver besti vettvangur fyrir umræðu um samfélagsleg málefni.“ Þátturinn sé bæði langur og svo sé útvarp að mörgu leyti einlægari miðill en sjónvarp. Ótruflað af ytri umbúnaði, ljósamálum, upptökuvélum og tilstandi í stúdíói. „Ég er viss um að það verður skrýtið að fara yfir á hina hliðina á þessu,“ segir Páll sem hefur haft atvinnu af því að fylgjast með og fjalla um stjórnmála í langan tíma en ætlar nú að taka þátt í þeim. Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra greindi frá því fyrr í dag að hún sæktist eftir 1. sætinu í prófkjörinu í sama kjördæmi. Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Árni Johnsen um þingframboð: „Ég hef dúndrandi reynslu“ Árni segist finna fyrir eftirspurn fyrir sínum kröftum á þingi. 4. ágúst 2016 18:09 Ragnheiður Elín vill halda í 1. sætið í Suðurkjördæmi Iðnaðar-og viðskiptaráðherra sækist eftir 1. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 10. ágúst 2016 15:14 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Búið að laga bilunina sem olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri og stjórnandi Sprengisands á Bylgjunni, ætlar að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hann stefnir á 1. sæti listans. Mbl.is greindi fyrst frá. Frestur til framboðs rennur út í kvöld. „Ákvörðunin var eiginlega bara tekin endanlega í morgun. Það varð að taka hana í dag enda rennur Varð að takst í dag því fresturinn til að tilkynna um framboð rennur út í kvöld.“ Páll segist bjóða sig fram til að leiða listann en ætli Sjálfstæðismenn honum eitthvað annað hlutverk á listanum sé hann fús til þess.Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Vísir/Óskar P. FriðrikssonElliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, tilkynnti á dögunum að hann ætlaði ekki fram í framboð en orðrómur hafði verið uppi þess efni. En ætli það hafi haft áhrif á ákvörðun Páls að fara fram? „Jú, það hefur örugglega haft sín áhrif. Ég geri ráð fyrir því. Hvatning frá Eyjum til að fara í þetta þyngdist til muna þegar Elliði bauð sig ekki fram. Þannig að óbeint hefur það að minnsta kosti haft þau áhrif,“ segir Páll sem er ættaður frá Eyjum og mikill Eyjamaður. Páll tilkynnti yfirmanni sínum á útvarpssviði 365 um ákvörðun sína í dag og hættir í kjölfarið. Ágúst Héðinsson, yfirmaður á útvarpssviði 365, segir í samtali við Vísi að þátturinn verði á sínum stað á sunnudagsmorgun. Málið hafi komið upp í dag og góður arftaki verði fundinn. „Mér fannst þetta frábærlega skemmtilegt og mjög þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að reyna þetta,“ segir Páll um vikurnar á Sprengisandi.Ragnheiður Elín Árnadóttir ætlar sér sömuleiðis fyrsta sætið.visir/anton brink„Þótt ég hafi byrjað fjölmiðlaferil minn í blöðum og útvarpi hef ég ekki verið með þátt af svona tagi áður, mjög áhugavert og mjög skemmtilegt. Sprengisandur er einhver besti vettvangur fyrir umræðu um samfélagsleg málefni.“ Þátturinn sé bæði langur og svo sé útvarp að mörgu leyti einlægari miðill en sjónvarp. Ótruflað af ytri umbúnaði, ljósamálum, upptökuvélum og tilstandi í stúdíói. „Ég er viss um að það verður skrýtið að fara yfir á hina hliðina á þessu,“ segir Páll sem hefur haft atvinnu af því að fylgjast með og fjalla um stjórnmála í langan tíma en ætlar nú að taka þátt í þeim. Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra greindi frá því fyrr í dag að hún sæktist eftir 1. sætinu í prófkjörinu í sama kjördæmi.
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Árni Johnsen um þingframboð: „Ég hef dúndrandi reynslu“ Árni segist finna fyrir eftirspurn fyrir sínum kröftum á þingi. 4. ágúst 2016 18:09 Ragnheiður Elín vill halda í 1. sætið í Suðurkjördæmi Iðnaðar-og viðskiptaráðherra sækist eftir 1. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 10. ágúst 2016 15:14 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Búið að laga bilunina sem olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Árni Johnsen um þingframboð: „Ég hef dúndrandi reynslu“ Árni segist finna fyrir eftirspurn fyrir sínum kröftum á þingi. 4. ágúst 2016 18:09
Ragnheiður Elín vill halda í 1. sætið í Suðurkjördæmi Iðnaðar-og viðskiptaráðherra sækist eftir 1. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 10. ágúst 2016 15:14