Lífið

Bylgjan og Stöð 2 bjóða í risa garðpartý á Menningarnótt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það má búast við rosa tónleikum á Menningarnótt.
Það má búast við rosa tónleikum á Menningarnótt. Vísir
Bylgjan og Stöð 2 bjóða til garðveislu og stórtónleika í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt þann 20. ágúst. Stöðvarnar fagna báðar í ár, 30 ára afmæli.

Í Hljómskálagarðinum verður viðstöðulaus tónlistarveisla frá kl. 17 – 22:45 á  tveimur samliggjandi sviðum með risaskjá á milli. Dagskráin verður eftirfarandi:

kl. 17:15 - Axel Flóvent

kl. 17:45 - Steinar

kl. 18:15 - Sylvía

kl. 18:45 - Geiri Sæm og Hungastunglið

kl. 19:15 - Friðrik Dór

kl. 19:45 - Á móti sól

kl. 20:15 - Valdimar

kl. 20:45 - Bítlavinafélagið

kl. 21:15 - Amabadama

kl. 21:45 - Mezzoforte

kl. 22:15 - Jón Jónsson

Tónleikunum lýkur kl. 22:45 og þá geta gestir gengið í rólegheitum í átt að Kvosinni til að sjá flugeldasýningu Menningarnætur sem hefst kl. 23.

Í upphafi garðveislunnar býður Ali öllum gestum í grill, Nettó býður upp á súpu og Floridana svalar þorsta gesta á meðan birgðir endast. Afmælisbörnin Bylgjan og Stöð 2 senda út beint frá tónleikunum frá kl. 19:15.

Bylgjan var fyrsta útvarpsstöðin og Stöð var fyrsta sjónvarpsstöðin sem fóru í loftið eftir að fjölmiðlalögum var breytt árið 1986. Bylgjan hóf útsendingar 26. ágúst 1986 og Stöð 2 fór í loftið 9. október sama ár.

Frá upphafi hafa þessar stöðvar skipað stóran sess í útvarpshlustun og sjónvarpsnotkun landsmanna sem tóku fjölbreytninni fagnandi. Tónlistarveislan verður í beinni útsendingu bæði á Bylgjunni og á Stöð 2.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×