Vilja að hætt verði við að gera bílastæði á kríuvarpsvæði í Dyrhólaey 13. ágúst 2016 07:00 Ásókn á svæðið er mikil en 90 til 150 bílar keyra í eynna á klukkustund. mynd/Eva Íbúar og ábúendur í Dyrhólahverfi krefjast þess að Umhverfisstofnun hætti við fyrirhugaðar framkvæmdir í fuglafriðlandi eyjunnar. „Við fórum á fund í vikunni með Umhverfisstofnun og settum fram þá kröfu að stöðva strax fyrirhugaða lagningu bílastæðis yfir stærsta varpsvæði kríunnar í eynni,“ segir hún. Hún segir ástandi Dyrhólaeyjar hafa hrakað mjög með auknu aðgengi og ferðamannafjölda í eynni. Um 4.500 manns heimsæki Dyrhólaey á hverjum degi. „Í dag koma á bilinu 90-150 bílar í eyna á hverri klukkustund. Umhverfisstofnun vill fjarlægja gamla bílastæðið á Lágey og gera nýtt bílastæði fyrir 45 bíla í fuglafriðlandinu og þar á líka að vera klósettaðstaða. Fyrirhugað nýtt 45 bíla bílastæði er álíka stórt og núverandi bílastæði sem annar auðvitað ekki þeim fjölda sem kemur nú,“ segir Eva Dögg. Salernisaðstaða í eynni hefur verið lokuð í allt sumar. Því hefur saur og skeinipappír verið að finna víða um eyna. Ábúendur og íbúar segja að friðlandið sem áður var náttúruparadís, standi ekki undir nafni. Þá fara bændur á svæðinu fram á að Umhverfisstofnun bæði stöðvi framkvæmdirnar og leggi fjármagn sem til þeirra var ætlað í rannsóknir á fugla- og plöntulífi, á eðli og hegðun gesta svæðisins og þolmörkum þess. Snorri Baldursson formaður Landverndar, segir kríuna hafa flutt varp sitt á umrætt svæði fyrir tveimur árum. Varpið hafi ekki verið á umræddum stað þegar framkvæmdir voru ákveðnar og Umhverfisstofnun hljóti að taka mið af breyttum aðstæðum. „Aðstæður geta breyst mjög hratt og það verður að vera möguleiki á að bregðast við þeim, segir Snorri en eigendur gerðu ekki athugasemdir við deiliskipulag fyrir tveimur árum. Honum finnst koma til greina að takmarka fjölda gesta í eyna. „Það má fara að huga að því að takmarka umferð í eyna og það þarf að rannsaka hvað eyjan þolir marga ferðamenn á dag. Kannski er rétt að gera tálma. En svo getur fólk líka gengið og þá er hægt að nota almenningssamgöngur,“ segir Snorri.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Íbúar og ábúendur í Dyrhólahverfi krefjast þess að Umhverfisstofnun hætti við fyrirhugaðar framkvæmdir í fuglafriðlandi eyjunnar. „Við fórum á fund í vikunni með Umhverfisstofnun og settum fram þá kröfu að stöðva strax fyrirhugaða lagningu bílastæðis yfir stærsta varpsvæði kríunnar í eynni,“ segir hún. Hún segir ástandi Dyrhólaeyjar hafa hrakað mjög með auknu aðgengi og ferðamannafjölda í eynni. Um 4.500 manns heimsæki Dyrhólaey á hverjum degi. „Í dag koma á bilinu 90-150 bílar í eyna á hverri klukkustund. Umhverfisstofnun vill fjarlægja gamla bílastæðið á Lágey og gera nýtt bílastæði fyrir 45 bíla í fuglafriðlandinu og þar á líka að vera klósettaðstaða. Fyrirhugað nýtt 45 bíla bílastæði er álíka stórt og núverandi bílastæði sem annar auðvitað ekki þeim fjölda sem kemur nú,“ segir Eva Dögg. Salernisaðstaða í eynni hefur verið lokuð í allt sumar. Því hefur saur og skeinipappír verið að finna víða um eyna. Ábúendur og íbúar segja að friðlandið sem áður var náttúruparadís, standi ekki undir nafni. Þá fara bændur á svæðinu fram á að Umhverfisstofnun bæði stöðvi framkvæmdirnar og leggi fjármagn sem til þeirra var ætlað í rannsóknir á fugla- og plöntulífi, á eðli og hegðun gesta svæðisins og þolmörkum þess. Snorri Baldursson formaður Landverndar, segir kríuna hafa flutt varp sitt á umrætt svæði fyrir tveimur árum. Varpið hafi ekki verið á umræddum stað þegar framkvæmdir voru ákveðnar og Umhverfisstofnun hljóti að taka mið af breyttum aðstæðum. „Aðstæður geta breyst mjög hratt og það verður að vera möguleiki á að bregðast við þeim, segir Snorri en eigendur gerðu ekki athugasemdir við deiliskipulag fyrir tveimur árum. Honum finnst koma til greina að takmarka fjölda gesta í eyna. „Það má fara að huga að því að takmarka umferð í eyna og það þarf að rannsaka hvað eyjan þolir marga ferðamenn á dag. Kannski er rétt að gera tálma. En svo getur fólk líka gengið og þá er hægt að nota almenningssamgöngur,“ segir Snorri.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira