Fangageymslur hýstu nær fjörutíu um helgina Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. ágúst 2016 07:00 Sex óeinkennisklæddir lögreglumenn sinntu fíkniefnamálunum á Þjóhátíð. VÍSIR/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON Lögreglumál Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns gistu í fangageymslum um helgina. Víða um landið var mikið að gera hjá lögreglunni en sums staðar var nokkuð rólegt. Í Vestmannaeyjum voru um fimmtán þúsund manns samankomin á Þjóðhátíð þegar mest var. Ellefu manns gistu þar í fangageymslu um helgina vegna mismunandi brota. Fíkniefnamál voru um þrjátíu í heildina. „Við vorum með fjóra hunda og sex óeinkennisklædda lögreglumenn sem sinntu fíkniefnamálunum. Í fyrra voru fleiri fíkniefnamál og er stífa eftirlitið hjá okkur vonandi farið að skila sér,“ segir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu hafa minnst tvö kynferðisbrot verið tilkynnt á Þjóðhátíð. Jóhannes vildi ekki tjá sig um málið en eins og kunnugt er er það yfirlýst stefna lögreglustjórans í Vestmannaeyjum að lögreglan tjái sig ekki um atvik af þessu tagi. Að sögn Jóhannesar var nokkuð um líkamsárásir en þó ekki fleiri en undanfarin ár. Enginn var tekinn vegna ölvunaraksturs. Lögreglan á Suðurlandi þurfti að hafa afskipti af fólki sem gisti á tjaldsvæðinu á Flúðum um helgina en nokkuð var um ölvun og læti þar. Alls gistu sjö í fangageymslu á Selfossi um helgina. „Á heildina litið gekk helgin vel en það var eitthvað um slagsmál og þó nokkuð um ölvunar- og fíkniefnaakstur,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi. Engar tilkynningar hafa borist embættinu vegna kynferðisbrota. Á Ísafirði fór mýrarbolti fram en þar gistu tveir í fangageymslu um helgina. Að sögn varðstjóra var mikið að gera hjá lögreglunni en nokkuð mikið var um ölvun og minniháttar slagsmál. Þá var mikið um hraðakstur á Vestfjörðum en alveg slysalaust. Engar tilkynningar hafa borist vegna kynferðisbrota né líkamsárása. Frá Neskaupstað fengust þær upplýsingar að þar hefði verið örlítill erill vegna ölvunar en engar kærur eða slagsmál. Einn aðili gisti í fangageymslu vegna slagsmála en hátíðin Neistaflug fór þar fram um helgina. Á Akureyri fór hátíðin Sumarleikarnir fram en þar gistu tveir fangageymslu um helgina. Að sögn varðstjóra á Akureyri gekk helgin vel og eru engar tilkynningar um kynferðisbrot né líkamsárás á borði lögreglu. Samtals gistu fimmtán manns í fangageymslu í Reykjavík um helgina. Nokkuð var um akstur undir áhrifum áfengis, vímuefna eða án ökuréttinda. Einnig var tilkynnt um eignaspjöll og innbrot í borginni. Fjögur kynferðisbrotamál komu á borð Neyðarmóttöku Landspítalans en þrjú þeirra eiga að hafa verið framin á höfuðborgarsvæðinu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fleiri fréttir „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Sjá meira
Lögreglumál Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns gistu í fangageymslum um helgina. Víða um landið var mikið að gera hjá lögreglunni en sums staðar var nokkuð rólegt. Í Vestmannaeyjum voru um fimmtán þúsund manns samankomin á Þjóðhátíð þegar mest var. Ellefu manns gistu þar í fangageymslu um helgina vegna mismunandi brota. Fíkniefnamál voru um þrjátíu í heildina. „Við vorum með fjóra hunda og sex óeinkennisklædda lögreglumenn sem sinntu fíkniefnamálunum. Í fyrra voru fleiri fíkniefnamál og er stífa eftirlitið hjá okkur vonandi farið að skila sér,“ segir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu hafa minnst tvö kynferðisbrot verið tilkynnt á Þjóðhátíð. Jóhannes vildi ekki tjá sig um málið en eins og kunnugt er er það yfirlýst stefna lögreglustjórans í Vestmannaeyjum að lögreglan tjái sig ekki um atvik af þessu tagi. Að sögn Jóhannesar var nokkuð um líkamsárásir en þó ekki fleiri en undanfarin ár. Enginn var tekinn vegna ölvunaraksturs. Lögreglan á Suðurlandi þurfti að hafa afskipti af fólki sem gisti á tjaldsvæðinu á Flúðum um helgina en nokkuð var um ölvun og læti þar. Alls gistu sjö í fangageymslu á Selfossi um helgina. „Á heildina litið gekk helgin vel en það var eitthvað um slagsmál og þó nokkuð um ölvunar- og fíkniefnaakstur,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi. Engar tilkynningar hafa borist embættinu vegna kynferðisbrota. Á Ísafirði fór mýrarbolti fram en þar gistu tveir í fangageymslu um helgina. Að sögn varðstjóra var mikið að gera hjá lögreglunni en nokkuð mikið var um ölvun og minniháttar slagsmál. Þá var mikið um hraðakstur á Vestfjörðum en alveg slysalaust. Engar tilkynningar hafa borist vegna kynferðisbrota né líkamsárása. Frá Neskaupstað fengust þær upplýsingar að þar hefði verið örlítill erill vegna ölvunar en engar kærur eða slagsmál. Einn aðili gisti í fangageymslu vegna slagsmála en hátíðin Neistaflug fór þar fram um helgina. Á Akureyri fór hátíðin Sumarleikarnir fram en þar gistu tveir fangageymslu um helgina. Að sögn varðstjóra á Akureyri gekk helgin vel og eru engar tilkynningar um kynferðisbrot né líkamsárás á borði lögreglu. Samtals gistu fimmtán manns í fangageymslu í Reykjavík um helgina. Nokkuð var um akstur undir áhrifum áfengis, vímuefna eða án ökuréttinda. Einnig var tilkynnt um eignaspjöll og innbrot í borginni. Fjögur kynferðisbrotamál komu á borð Neyðarmóttöku Landspítalans en þrjú þeirra eiga að hafa verið framin á höfuðborgarsvæðinu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fleiri fréttir „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir