Fangageymslur hýstu nær fjörutíu um helgina Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. ágúst 2016 07:00 Sex óeinkennisklæddir lögreglumenn sinntu fíkniefnamálunum á Þjóhátíð. VÍSIR/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON Lögreglumál Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns gistu í fangageymslum um helgina. Víða um landið var mikið að gera hjá lögreglunni en sums staðar var nokkuð rólegt. Í Vestmannaeyjum voru um fimmtán þúsund manns samankomin á Þjóðhátíð þegar mest var. Ellefu manns gistu þar í fangageymslu um helgina vegna mismunandi brota. Fíkniefnamál voru um þrjátíu í heildina. „Við vorum með fjóra hunda og sex óeinkennisklædda lögreglumenn sem sinntu fíkniefnamálunum. Í fyrra voru fleiri fíkniefnamál og er stífa eftirlitið hjá okkur vonandi farið að skila sér,“ segir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu hafa minnst tvö kynferðisbrot verið tilkynnt á Þjóðhátíð. Jóhannes vildi ekki tjá sig um málið en eins og kunnugt er er það yfirlýst stefna lögreglustjórans í Vestmannaeyjum að lögreglan tjái sig ekki um atvik af þessu tagi. Að sögn Jóhannesar var nokkuð um líkamsárásir en þó ekki fleiri en undanfarin ár. Enginn var tekinn vegna ölvunaraksturs. Lögreglan á Suðurlandi þurfti að hafa afskipti af fólki sem gisti á tjaldsvæðinu á Flúðum um helgina en nokkuð var um ölvun og læti þar. Alls gistu sjö í fangageymslu á Selfossi um helgina. „Á heildina litið gekk helgin vel en það var eitthvað um slagsmál og þó nokkuð um ölvunar- og fíkniefnaakstur,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi. Engar tilkynningar hafa borist embættinu vegna kynferðisbrota. Á Ísafirði fór mýrarbolti fram en þar gistu tveir í fangageymslu um helgina. Að sögn varðstjóra var mikið að gera hjá lögreglunni en nokkuð mikið var um ölvun og minniháttar slagsmál. Þá var mikið um hraðakstur á Vestfjörðum en alveg slysalaust. Engar tilkynningar hafa borist vegna kynferðisbrota né líkamsárása. Frá Neskaupstað fengust þær upplýsingar að þar hefði verið örlítill erill vegna ölvunar en engar kærur eða slagsmál. Einn aðili gisti í fangageymslu vegna slagsmála en hátíðin Neistaflug fór þar fram um helgina. Á Akureyri fór hátíðin Sumarleikarnir fram en þar gistu tveir fangageymslu um helgina. Að sögn varðstjóra á Akureyri gekk helgin vel og eru engar tilkynningar um kynferðisbrot né líkamsárás á borði lögreglu. Samtals gistu fimmtán manns í fangageymslu í Reykjavík um helgina. Nokkuð var um akstur undir áhrifum áfengis, vímuefna eða án ökuréttinda. Einnig var tilkynnt um eignaspjöll og innbrot í borginni. Fjögur kynferðisbrotamál komu á borð Neyðarmóttöku Landspítalans en þrjú þeirra eiga að hafa verið framin á höfuðborgarsvæðinu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Lögreglumál Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns gistu í fangageymslum um helgina. Víða um landið var mikið að gera hjá lögreglunni en sums staðar var nokkuð rólegt. Í Vestmannaeyjum voru um fimmtán þúsund manns samankomin á Þjóðhátíð þegar mest var. Ellefu manns gistu þar í fangageymslu um helgina vegna mismunandi brota. Fíkniefnamál voru um þrjátíu í heildina. „Við vorum með fjóra hunda og sex óeinkennisklædda lögreglumenn sem sinntu fíkniefnamálunum. Í fyrra voru fleiri fíkniefnamál og er stífa eftirlitið hjá okkur vonandi farið að skila sér,“ segir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu hafa minnst tvö kynferðisbrot verið tilkynnt á Þjóðhátíð. Jóhannes vildi ekki tjá sig um málið en eins og kunnugt er er það yfirlýst stefna lögreglustjórans í Vestmannaeyjum að lögreglan tjái sig ekki um atvik af þessu tagi. Að sögn Jóhannesar var nokkuð um líkamsárásir en þó ekki fleiri en undanfarin ár. Enginn var tekinn vegna ölvunaraksturs. Lögreglan á Suðurlandi þurfti að hafa afskipti af fólki sem gisti á tjaldsvæðinu á Flúðum um helgina en nokkuð var um ölvun og læti þar. Alls gistu sjö í fangageymslu á Selfossi um helgina. „Á heildina litið gekk helgin vel en það var eitthvað um slagsmál og þó nokkuð um ölvunar- og fíkniefnaakstur,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi. Engar tilkynningar hafa borist embættinu vegna kynferðisbrota. Á Ísafirði fór mýrarbolti fram en þar gistu tveir í fangageymslu um helgina. Að sögn varðstjóra var mikið að gera hjá lögreglunni en nokkuð mikið var um ölvun og minniháttar slagsmál. Þá var mikið um hraðakstur á Vestfjörðum en alveg slysalaust. Engar tilkynningar hafa borist vegna kynferðisbrota né líkamsárása. Frá Neskaupstað fengust þær upplýsingar að þar hefði verið örlítill erill vegna ölvunar en engar kærur eða slagsmál. Einn aðili gisti í fangageymslu vegna slagsmála en hátíðin Neistaflug fór þar fram um helgina. Á Akureyri fór hátíðin Sumarleikarnir fram en þar gistu tveir fangageymslu um helgina. Að sögn varðstjóra á Akureyri gekk helgin vel og eru engar tilkynningar um kynferðisbrot né líkamsárás á borði lögreglu. Samtals gistu fimmtán manns í fangageymslu í Reykjavík um helgina. Nokkuð var um akstur undir áhrifum áfengis, vímuefna eða án ökuréttinda. Einnig var tilkynnt um eignaspjöll og innbrot í borginni. Fjögur kynferðisbrotamál komu á borð Neyðarmóttöku Landspítalans en þrjú þeirra eiga að hafa verið framin á höfuðborgarsvæðinu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira