Fangageymslur hýstu nær fjörutíu um helgina Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. ágúst 2016 07:00 Sex óeinkennisklæddir lögreglumenn sinntu fíkniefnamálunum á Þjóhátíð. VÍSIR/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON Lögreglumál Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns gistu í fangageymslum um helgina. Víða um landið var mikið að gera hjá lögreglunni en sums staðar var nokkuð rólegt. Í Vestmannaeyjum voru um fimmtán þúsund manns samankomin á Þjóðhátíð þegar mest var. Ellefu manns gistu þar í fangageymslu um helgina vegna mismunandi brota. Fíkniefnamál voru um þrjátíu í heildina. „Við vorum með fjóra hunda og sex óeinkennisklædda lögreglumenn sem sinntu fíkniefnamálunum. Í fyrra voru fleiri fíkniefnamál og er stífa eftirlitið hjá okkur vonandi farið að skila sér,“ segir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu hafa minnst tvö kynferðisbrot verið tilkynnt á Þjóðhátíð. Jóhannes vildi ekki tjá sig um málið en eins og kunnugt er er það yfirlýst stefna lögreglustjórans í Vestmannaeyjum að lögreglan tjái sig ekki um atvik af þessu tagi. Að sögn Jóhannesar var nokkuð um líkamsárásir en þó ekki fleiri en undanfarin ár. Enginn var tekinn vegna ölvunaraksturs. Lögreglan á Suðurlandi þurfti að hafa afskipti af fólki sem gisti á tjaldsvæðinu á Flúðum um helgina en nokkuð var um ölvun og læti þar. Alls gistu sjö í fangageymslu á Selfossi um helgina. „Á heildina litið gekk helgin vel en það var eitthvað um slagsmál og þó nokkuð um ölvunar- og fíkniefnaakstur,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi. Engar tilkynningar hafa borist embættinu vegna kynferðisbrota. Á Ísafirði fór mýrarbolti fram en þar gistu tveir í fangageymslu um helgina. Að sögn varðstjóra var mikið að gera hjá lögreglunni en nokkuð mikið var um ölvun og minniháttar slagsmál. Þá var mikið um hraðakstur á Vestfjörðum en alveg slysalaust. Engar tilkynningar hafa borist vegna kynferðisbrota né líkamsárása. Frá Neskaupstað fengust þær upplýsingar að þar hefði verið örlítill erill vegna ölvunar en engar kærur eða slagsmál. Einn aðili gisti í fangageymslu vegna slagsmála en hátíðin Neistaflug fór þar fram um helgina. Á Akureyri fór hátíðin Sumarleikarnir fram en þar gistu tveir fangageymslu um helgina. Að sögn varðstjóra á Akureyri gekk helgin vel og eru engar tilkynningar um kynferðisbrot né líkamsárás á borði lögreglu. Samtals gistu fimmtán manns í fangageymslu í Reykjavík um helgina. Nokkuð var um akstur undir áhrifum áfengis, vímuefna eða án ökuréttinda. Einnig var tilkynnt um eignaspjöll og innbrot í borginni. Fjögur kynferðisbrotamál komu á borð Neyðarmóttöku Landspítalans en þrjú þeirra eiga að hafa verið framin á höfuðborgarsvæðinu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Lögreglumál Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns gistu í fangageymslum um helgina. Víða um landið var mikið að gera hjá lögreglunni en sums staðar var nokkuð rólegt. Í Vestmannaeyjum voru um fimmtán þúsund manns samankomin á Þjóðhátíð þegar mest var. Ellefu manns gistu þar í fangageymslu um helgina vegna mismunandi brota. Fíkniefnamál voru um þrjátíu í heildina. „Við vorum með fjóra hunda og sex óeinkennisklædda lögreglumenn sem sinntu fíkniefnamálunum. Í fyrra voru fleiri fíkniefnamál og er stífa eftirlitið hjá okkur vonandi farið að skila sér,“ segir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu hafa minnst tvö kynferðisbrot verið tilkynnt á Þjóðhátíð. Jóhannes vildi ekki tjá sig um málið en eins og kunnugt er er það yfirlýst stefna lögreglustjórans í Vestmannaeyjum að lögreglan tjái sig ekki um atvik af þessu tagi. Að sögn Jóhannesar var nokkuð um líkamsárásir en þó ekki fleiri en undanfarin ár. Enginn var tekinn vegna ölvunaraksturs. Lögreglan á Suðurlandi þurfti að hafa afskipti af fólki sem gisti á tjaldsvæðinu á Flúðum um helgina en nokkuð var um ölvun og læti þar. Alls gistu sjö í fangageymslu á Selfossi um helgina. „Á heildina litið gekk helgin vel en það var eitthvað um slagsmál og þó nokkuð um ölvunar- og fíkniefnaakstur,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi. Engar tilkynningar hafa borist embættinu vegna kynferðisbrota. Á Ísafirði fór mýrarbolti fram en þar gistu tveir í fangageymslu um helgina. Að sögn varðstjóra var mikið að gera hjá lögreglunni en nokkuð mikið var um ölvun og minniháttar slagsmál. Þá var mikið um hraðakstur á Vestfjörðum en alveg slysalaust. Engar tilkynningar hafa borist vegna kynferðisbrota né líkamsárása. Frá Neskaupstað fengust þær upplýsingar að þar hefði verið örlítill erill vegna ölvunar en engar kærur eða slagsmál. Einn aðili gisti í fangageymslu vegna slagsmála en hátíðin Neistaflug fór þar fram um helgina. Á Akureyri fór hátíðin Sumarleikarnir fram en þar gistu tveir fangageymslu um helgina. Að sögn varðstjóra á Akureyri gekk helgin vel og eru engar tilkynningar um kynferðisbrot né líkamsárás á borði lögreglu. Samtals gistu fimmtán manns í fangageymslu í Reykjavík um helgina. Nokkuð var um akstur undir áhrifum áfengis, vímuefna eða án ökuréttinda. Einnig var tilkynnt um eignaspjöll og innbrot í borginni. Fjögur kynferðisbrotamál komu á borð Neyðarmóttöku Landspítalans en þrjú þeirra eiga að hafa verið framin á höfuðborgarsvæðinu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira