Innlent

Ekki gengið að fá orku í skagfirskt álver

Ingvar Haraldsson skrifar
Undirritun viljayfirlýsingar Klappa og NEC síðasta sumar.
Undirritun viljayfirlýsingar Klappa og NEC síðasta sumar. mynd/klappir Development
Áform um álver við Hafurstaði í Skagabyggð eru í biðstöðu þar sem ekki hefur verið unnt að tryggja orku fyrir álverið. Ingvar Unnsteinn Skúlason, framkvæmdastjóri Klappa Development ehf., sem er meðal þeirra sem standa að verkefninu, segir að fundað hafi verið með orkufyrirtækjum en eins og sakir standi sé nægjanleg orka ekki á lausu. „Við erum að bíða eftir því að orkufyrirtækin telji sig geta selt orku.“

Áætlað er að byggja 120 þúsund tonna álver og orkuþörfin er 206 megavött. Síðasta sumar var undirrituð viljayfirlýsing milli Klappa og kínverska félagsins NFC um fjármögnun verkefnisins þar sem áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar var um 100 milljarðar króna. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×