Lífið

John Oliver kemur blaðamönnum til varnar

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
John Oliver hefur áhyggjur af prentmiðlum heimsins.
John Oliver hefur áhyggjur af prentmiðlum heimsins. Mynd/skjáskot
Breski þáttastjórnandinn John Oliver gerði blaðamenn að aðalviðfangsefninu í þætti sínum Last Week Tonight í gærkvöldi, nánar tiltekið blaðamenn prentmiðla.

Oliver gaf dæmi um það hversu oft sjónvarpsfréttamenn vísa í prentmiðla og fór yfir þá þróun að prentmiðlar þurfi sífellt meira að stóla sig á vefmiðla og samfélagsmiðla. „Og ég er að horfa á þig, manneskjan sem horfir á þetta myndband á youtube, að nota internettenginguna frá kaffihúsinu á neðri hæðinni. Þú ert að ganga frá okkur!“ segir Oliver.

Í lok myndbandsins má sjá ansi skemmtilegt dæmi um hvernig örlög prentmiðla gætu orðið ef fram fer sem horfir.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×