Innlent

Hafdís gefur kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna

Atli Ísleifsson skrifar
Hafdís Gunnarsdóttir sækist eftir þriðja sæti á lista sjálfstæðismanna.
Hafdís Gunnarsdóttir sækist eftir þriðja sæti á lista sjálfstæðismanna.
Hafdís Gunnarsdóttir gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi sem haldið verður þann 3. september 2016 næstkomandi. Hún sækist eftir 3. sæti á listanum.

Í tilkynningu segir Hafdís ástæðu framboðsins vera að hún sjái ótal tækifæri til að efla svæðin í þessu víðfeðma kjördæmi og vilji með þessum hætti ganga beint til verka.

„Ég tók nýverið við starfi forstöðumanns liðveislu hjá Ísafjarðarbæ, en hef síðastliðin þrjú ár gegnt starfi ráðgjafa hjá barnavernd á norðanverðum Vestfjörðum. Þar áður vann ég sem kennari frá árinu 2004.

Ég hef verið virkur félagi í Sjálfstæðisflokknum í Ísafjarðarbæ í mörg ár og gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Ég er formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Sjálfstæðisflokksins.

Ég er 36 ára gömul, gift Shiran Þórissyni fjármálastjóra og eigum við tvo syni. Ég er fædd og uppalin á Ísafirði en bjó í Reykjavík á árunum 2000-2004 á meðan ég nam iðnrekstrarfræði við Tækniháskóla Íslands. Að því loknu flutti ég aftur til Ísafjarðar og lagði stund á fjarnám frá Háskólanum á Akureyri. Ég útskrifaðist þaðan árið 2008 með B.Ed. í grunnskólakennarafræði. Mér finnst það vera forréttindi að búa með fjölskylduna mína út á landi og er tilbúin til að vinna fyrir kjördæmið mitt,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×