Innlent

Rannsókn á flugslysi lokið

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Tveir létust er sjúkraflugvél Mýflugs fórst.
Tveir létust er sjúkraflugvél Mýflugs fórst.
„Rannsókn er lokið og drög að lokaskýrslu hafa verið skrifuð,“ svarar Þorkell Ágústsson hjá Rannsóknarnefnd samgöngu­slysa spurður um stöðu rannsóknar á flugslysinu í Hlíðarfjalli fyrir tæpum þremur árum, á frídegi verslunarmanna 2013.

„Drögin eru nú til meðferðar hjá nefndinni og að því loknu verða þau send aðilum máls til umsagnar. Ef umsagnir berast verða þær teknar fyrir hjá nefndinni og að því loknu verður lokaskýrsla birt á vefsvæði RNSA,“ segir Þorkell.

Spurður um ástæður tafa á útgáfu skýrslu um slysið í Hlíðarfjalli þar sem tveir létust segir Þorkell að ákveðið hafi verið að ljúka fyrst við skýrslu vegna rússneskrar þotu sem sem fór út af braut á Keflavíkurflugvelli 21. júlí 2013 eða skömmu fyrir slys TF-MYX.

Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×