Tafir við frágang á nýja fangelsinu setja afplánun á Íslandi í algjört uppnám Jakob Bjarnar skrifar 27. júlí 2016 12:00 Páll segir tafir á verklokum setja allt afplánunarkerfið í uppnám. visir/Andri Marínó/Anton Brink Boðuð var bylting í fangelsismálum, sú mesta frá árinu 1874 þegar nýtt fangelsi á Hólmsheiði var vígt 10. júní, en fram til þess tíma hafði sannkallað neyðarástand ríkt í fangelsismálum. En, heldur er tekin að þyngjast brúnin á fangelsismálastjóra, Páli Winkel, því verulegar tafir hafa orðið á verklokum. Þetta þýðir að allt skipulag sem snýr að afplánun er í uppnámi. Þarna verður aðstaða fyrir 56 fanga. „Það er seinkun á þessu og lítil sem engin vinna í gangi og ég sit með fangaverði sem ekkert hafa fyrir stafni,“ segir Páll Winkel í samtali við Vísi.Staðinn var sérstakur heiðursvörður við vígsluathöfnina þegar innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, mætti á svæðið.visir/Anton BrinkPáll segist með engu móti geta sett fram dagsetningu um hvenær fangelsið verði tekið í notkun þar sem verktakar klára ekki sitt. „Þetta er mjög bagalegt og setur skipulag okkar úr skorðum. Framundan er nefnilega flókin vinna þar sem við munum boða marga til afplánunar og vinna á biðlistanum. Því liggur á að klára verkið.“ Þarna vinna rúmlega 20 fangaverðir en hluti þeirra er í sumarfríi. Það eru eins margir í fríum og mögulegt er að sögn Páls, sem reynir með því móti að draga úr tjóninu.Halldóra Vífilsdóttir er forstjóri framkvæmdasýslu ríksins.„Ég var búinn að sjá fyrir mér að fangelsið yrði fullklárað við afhendingu en það er bara ekki reyndin og ekki liggur fyrir hvenær við getum farið að vista fanga í fangelsinu. Það er vont þar sem nauðsynlegt er að boða dómþola inn með fyrirvara. Öryggiskerfin eru ekki tilbúin og á meðan svo er verður allt í pattstöðu. Okkur liggur á að byrja á að vinna á boðunarlista í fangelsin,“ segir Páll. Sá aðili sem hefur yfirumsjá með verkinu er Framkvæmdasýsla ríkisins. Þar er forstjóri Halldóra Vífilsdóttir. Vísi tókst ekki að ná í hana í morgun.Uppfært 13:00 Vísir náði nú rétt í þessu tali af Halldóru og hún segir það rétt að lokafrágangur hafi dregist, þetta gangi ágætlega, hafi gengið ágætlega í sumar en nú sé verið að vinna við lokafrágang á öryggiskerfi. „En, það er kannski lóðin, sem átti að vera tilbúin í lok maí, en það hefur aðeins dregist. Hefur gengið ágætlega en það hefur ekki dugað til. Það hafa verið gerðar athugasemdir, og úttekt á lóð hefur farið fram og það er verið að bregðast við því. Gengið hægar en áætlanir gerðu ráð fyrir en þetta er á lokametrunum.“ Halldóra segir það annarra að svara fyrir um það nákvæmlega hvenær taka megi fangelsið í gagnið en í byrjun ágúst sér hún fyrir sér að hefja megi þjálfun starfsmanna á öryggiskerfinu. En verkið hafi verið unnið í ágætu samstarfi við fangelsismálastofnun. Tengdar fréttir Skellt í lás í næstu viku á Skólavörðustígnum Um næstu mánaðamót munu síðustu fangarnir fara úr Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og í önnur fangelsi. Þar til fangelsið á Hólmsheiði verður opnað í haust verður bið á innköllun fanga. Framtíð Hegningarhússins er óljós. 26. maí 2016 07:00 Fangelsið á Hólmsheiði þykir mikið framfaraskref - Myndir Fangelsið á Hólmsheiði opnaði formlega í gær. 11. júní 2016 09:30 Fangelsið á Hólmsheiði opnað í dag "Það hefur ekki verið byggt fangelsi á Íslandi síðan 1874,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður verkefnastjórnar. 10. júní 2016 07:00 Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kíkt verður í nýja fangelsið á Hólmsheiði og heyrt í okkar mönnum í Frakklandi sem eru að gera sig klára fyrir Evrópumótið 10. júní 2016 17:57 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Richard Attenborough allur Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Boðuð var bylting í fangelsismálum, sú mesta frá árinu 1874 þegar nýtt fangelsi á Hólmsheiði var vígt 10. júní, en fram til þess tíma hafði sannkallað neyðarástand ríkt í fangelsismálum. En, heldur er tekin að þyngjast brúnin á fangelsismálastjóra, Páli Winkel, því verulegar tafir hafa orðið á verklokum. Þetta þýðir að allt skipulag sem snýr að afplánun er í uppnámi. Þarna verður aðstaða fyrir 56 fanga. „Það er seinkun á þessu og lítil sem engin vinna í gangi og ég sit með fangaverði sem ekkert hafa fyrir stafni,“ segir Páll Winkel í samtali við Vísi.Staðinn var sérstakur heiðursvörður við vígsluathöfnina þegar innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, mætti á svæðið.visir/Anton BrinkPáll segist með engu móti geta sett fram dagsetningu um hvenær fangelsið verði tekið í notkun þar sem verktakar klára ekki sitt. „Þetta er mjög bagalegt og setur skipulag okkar úr skorðum. Framundan er nefnilega flókin vinna þar sem við munum boða marga til afplánunar og vinna á biðlistanum. Því liggur á að klára verkið.“ Þarna vinna rúmlega 20 fangaverðir en hluti þeirra er í sumarfríi. Það eru eins margir í fríum og mögulegt er að sögn Páls, sem reynir með því móti að draga úr tjóninu.Halldóra Vífilsdóttir er forstjóri framkvæmdasýslu ríksins.„Ég var búinn að sjá fyrir mér að fangelsið yrði fullklárað við afhendingu en það er bara ekki reyndin og ekki liggur fyrir hvenær við getum farið að vista fanga í fangelsinu. Það er vont þar sem nauðsynlegt er að boða dómþola inn með fyrirvara. Öryggiskerfin eru ekki tilbúin og á meðan svo er verður allt í pattstöðu. Okkur liggur á að byrja á að vinna á boðunarlista í fangelsin,“ segir Páll. Sá aðili sem hefur yfirumsjá með verkinu er Framkvæmdasýsla ríkisins. Þar er forstjóri Halldóra Vífilsdóttir. Vísi tókst ekki að ná í hana í morgun.Uppfært 13:00 Vísir náði nú rétt í þessu tali af Halldóru og hún segir það rétt að lokafrágangur hafi dregist, þetta gangi ágætlega, hafi gengið ágætlega í sumar en nú sé verið að vinna við lokafrágang á öryggiskerfi. „En, það er kannski lóðin, sem átti að vera tilbúin í lok maí, en það hefur aðeins dregist. Hefur gengið ágætlega en það hefur ekki dugað til. Það hafa verið gerðar athugasemdir, og úttekt á lóð hefur farið fram og það er verið að bregðast við því. Gengið hægar en áætlanir gerðu ráð fyrir en þetta er á lokametrunum.“ Halldóra segir það annarra að svara fyrir um það nákvæmlega hvenær taka megi fangelsið í gagnið en í byrjun ágúst sér hún fyrir sér að hefja megi þjálfun starfsmanna á öryggiskerfinu. En verkið hafi verið unnið í ágætu samstarfi við fangelsismálastofnun.
Tengdar fréttir Skellt í lás í næstu viku á Skólavörðustígnum Um næstu mánaðamót munu síðustu fangarnir fara úr Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og í önnur fangelsi. Þar til fangelsið á Hólmsheiði verður opnað í haust verður bið á innköllun fanga. Framtíð Hegningarhússins er óljós. 26. maí 2016 07:00 Fangelsið á Hólmsheiði þykir mikið framfaraskref - Myndir Fangelsið á Hólmsheiði opnaði formlega í gær. 11. júní 2016 09:30 Fangelsið á Hólmsheiði opnað í dag "Það hefur ekki verið byggt fangelsi á Íslandi síðan 1874,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður verkefnastjórnar. 10. júní 2016 07:00 Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kíkt verður í nýja fangelsið á Hólmsheiði og heyrt í okkar mönnum í Frakklandi sem eru að gera sig klára fyrir Evrópumótið 10. júní 2016 17:57 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Richard Attenborough allur Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Skellt í lás í næstu viku á Skólavörðustígnum Um næstu mánaðamót munu síðustu fangarnir fara úr Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og í önnur fangelsi. Þar til fangelsið á Hólmsheiði verður opnað í haust verður bið á innköllun fanga. Framtíð Hegningarhússins er óljós. 26. maí 2016 07:00
Fangelsið á Hólmsheiði þykir mikið framfaraskref - Myndir Fangelsið á Hólmsheiði opnaði formlega í gær. 11. júní 2016 09:30
Fangelsið á Hólmsheiði opnað í dag "Það hefur ekki verið byggt fangelsi á Íslandi síðan 1874,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður verkefnastjórnar. 10. júní 2016 07:00
Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kíkt verður í nýja fangelsið á Hólmsheiði og heyrt í okkar mönnum í Frakklandi sem eru að gera sig klára fyrir Evrópumótið 10. júní 2016 17:57