Fótbolti

Deschamps: Köstuðum frá okkur góðu tækifæri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Deschamps í leikslok.
Deschamps í leikslok. vísir/getty
Didier Deschamps, þjálfari Frakka, var orðlaus eftir tap Frakka í framlengingu í úrslitaleik Evrópumótsins, en Frakkarnir töpuðu fyrir Portúgal.

„Það eru engin orð eftir svona. Vonbrigðin eru mikil og við munum þurfa tíma til að melta þetta," sagði Deschamps í leikslok.

„Við vinnum saman, við þjáumst saman og í dag töpum við, því miður, saman. Það hafði verið frábært að koma bikarnum til Frakklands, en það tókst því miður ekki."

„Við höfðum tækifæri til að skora og sá síðasti féll í skaut Gignac (skaut í stöngina)."

„Við köstuðum í burtu frá okkur góðu tækifæri til að vinna EM - ekki þeim eina, en góðu tækfæri," sagði Deschamps að lokum.


Tengdar fréttir

Pepe: Vildum vinna þetta fyrir Ronaldo

Pepe, besti leikmaður úrslitaleik Frakklands og Portúgals, segir að leikmenn portúgalska liðsins hafi verið staðráðnir í að vinna úrslitaleikinn fyrir meiddan Ronaldo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×