Lífið

Ronaldo lamdi liðsfélaga sinn í hnéð: Sárkvalinn á bekknum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nokkuð fyndið augnablik.
Nokkuð fyndið augnablik.
Portúgalska landsliðið í knattspyrnu vann í gærkvöldi Evrópumótið sem fram fór í Frakklandi. Liðið hafði betur gegn heimamönnum frá Frakklandi í úrslitaleiknum. 

Cristiano Ronaldo, einn besti knattspyrnumaður heims, var að yfirgefa völlinn snemma leiks er hann meiddist á hné. Ronaldo sat því allan síðari hálfleikinn á bekknum og var oft á tíðum mjög æstur. 

Skemmilegt myndband náðist af því þegar Ronaldo lemur Adrien Silva í hnéð í miðjum leik. Höggið virðist nú ekki vera mikið en Silva aftur á móti var sárkvalinn á bekknum eftir atvikið. 

Ronaldo var nokkuð skömmustulegur en atvikið má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×