Enn óskað eftir starfsliði í Sveinsgil Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. júlí 2016 12:34 Þyrla Landhelgisgæslunnar auðveldar björgunarstörf sem eru ansi erfið.Vísir/Landsbjörg Enn heldur leit áfram af frönskum ferðamanni sem féll niður um ísbrú og ofan í á við Sveinsgil seinnipartinn í gær. Um hádegi var skipt um mannskap að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörgu. „Hvíla þá sem eru búnir að koma að aðgerðinni frá því snemma í morgun og nótt og fá úthvíldan hóp inn. Óskað hefur verið eftir fleira fólki frá björgunarsveitum frá Akranesi í vestri til Klausturs í austri og er verið að vinna í því,“ segir í tilkynningu.Unnið hefur verið að því að brjóta upp ís og klaka og mynda holur sem snjó er mokað upp úr. Þær verða síðan notaðar til þess að skoða undir 25 metra snjóhengju sem maðurinn féll fram af síðdegis í gær. Maðurinn var á ferðalagi ásamt samlanda sínum. Í dag verður haldið áfram að brjóta leið í gegnum ísinn en notast er við keðju- og rafmagnssagir. Björgunarsveitir hafa verið á fullu í gær, nótt og morgun við vinnuna og skipulagið er að halda áfram með sama hætti. Í kvöld verður staðan tekin að nýju og næstu skref ákveðin. Þetta segir Víðir Reynisson lögreglu fulltrúi á staðnum. „Þyrla Landhelgisgæslunnar mun einnig koma að leitinni í dag með því að aðstoða við að ferja fólk og búnað frá Landmannalaugum á slysstað,“ segir í tilkynningu en þyrlan auðveldaði björgunarsveitarmönnum störfin mjög í gær þar sem erfitt er að komast á slysstað. Ekið er í gegnum Jöklagil en í gegnum það rennur Laugarkvísl sem var ansi vatnsmikil í nótt, þá þarf að ganga yfir fjallahrygg í um 45 mínútur áður en komið er að staðnum þar sem slysið varð. Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27 Umfangsmiklar björgunaraðgerðir: Maðurinn féll fram af snjóhengjunni Sveinsgil er í Torfajökli á Fjallabaksleið nyrðri en mennirnir tveir voru aðeins í dagsferð um svæðið. 13. júlí 2016 10:51 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar auðveldar björgunarstörf sem eru ansi erfið.Vísir/Landsbjörg Enn heldur leit áfram af frönskum ferðamanni sem féll niður um ísbrú og ofan í á við Sveinsgil seinnipartinn í gær. Um hádegi var skipt um mannskap að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörgu. „Hvíla þá sem eru búnir að koma að aðgerðinni frá því snemma í morgun og nótt og fá úthvíldan hóp inn. Óskað hefur verið eftir fleira fólki frá björgunarsveitum frá Akranesi í vestri til Klausturs í austri og er verið að vinna í því,“ segir í tilkynningu.Unnið hefur verið að því að brjóta upp ís og klaka og mynda holur sem snjó er mokað upp úr. Þær verða síðan notaðar til þess að skoða undir 25 metra snjóhengju sem maðurinn féll fram af síðdegis í gær. Maðurinn var á ferðalagi ásamt samlanda sínum. Í dag verður haldið áfram að brjóta leið í gegnum ísinn en notast er við keðju- og rafmagnssagir. Björgunarsveitir hafa verið á fullu í gær, nótt og morgun við vinnuna og skipulagið er að halda áfram með sama hætti. Í kvöld verður staðan tekin að nýju og næstu skref ákveðin. Þetta segir Víðir Reynisson lögreglu fulltrúi á staðnum. „Þyrla Landhelgisgæslunnar mun einnig koma að leitinni í dag með því að aðstoða við að ferja fólk og búnað frá Landmannalaugum á slysstað,“ segir í tilkynningu en þyrlan auðveldaði björgunarsveitarmönnum störfin mjög í gær þar sem erfitt er að komast á slysstað. Ekið er í gegnum Jöklagil en í gegnum það rennur Laugarkvísl sem var ansi vatnsmikil í nótt, þá þarf að ganga yfir fjallahrygg í um 45 mínútur áður en komið er að staðnum þar sem slysið varð.
Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27 Umfangsmiklar björgunaraðgerðir: Maðurinn féll fram af snjóhengjunni Sveinsgil er í Torfajökli á Fjallabaksleið nyrðri en mennirnir tveir voru aðeins í dagsferð um svæðið. 13. júlí 2016 10:51 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27
Umfangsmiklar björgunaraðgerðir: Maðurinn féll fram af snjóhengjunni Sveinsgil er í Torfajökli á Fjallabaksleið nyrðri en mennirnir tveir voru aðeins í dagsferð um svæðið. 13. júlí 2016 10:51