Craig Sager hélt tilfinningaþrungna ræðu um krabbameinið: „Ég mun aldrei gefast upp“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. júlí 2016 11:00 Craig Sager starfar með Reggie Miller Shaq, Charles Barkley og mörgum öðrum á sjónvarpstöðinni TNT. vísir/getty Craig Sager er einhver ástsælasti íþróttafréttamaður Bandaríkjanna og hefur hann verið undanfarna áratugi á hliðarlínunni í NBA-deildinni og tekið mörg þúsund viðtöl við bestu körfuboltamenn sögunnar. Sager hefur ákveðinn stíl, hann er ávallt klæddur í mjög litskrúðugan fatnað og hefur því alltaf vakið mikla athygli. Sager berst nú við krabbamein og hefur gert síðustu tvö ár. Honum var tilkynnt fyrir nokkrum mánuðum að hann ætti aðeins þrjá til sex mánuði eftir ólifað. Í gærkvöldi var Sager heiðraður á ESPY verðlaunahátíðinni en á hverju ári fær einstaklingur svokölluð Jimmy V verðlaun og er gríðarlegur heiður að fá þá nafnbót. Þá er einstaklingur tengdur íþróttaheiminum heiðraður fyrir baráttu sínu og vinnu gegn krabbameini. Það er íþróttastöðin ESPN sem stendur fyrir verðlaunahátíðinni. Sager hélt magnþrungna ræðu þegar hann tók við verðlaununum í gær og féllu ófá tár í salnum.Ást er ekki hræðsla „Það er ekki hræðsla í ástinni, og ást þín er minn styrkur,“ sagði þessi magnaða 65 ára hetja í upphafi ræðu sinnar. Þá þakkaði hann eiginkonu sinni fyrir allan þann stuðning sem hún hefur gefið honum. Sager hefur gefið bandarísku þjóðinni mikið og þá sérstaklega þeim sem berjast fyrir lífi sínu. „Þegar læknir segir við mann að maður eigi bara þrjá vikur eftir ólifað, þá hefur þú tvo kosti. Annað hvort að reyna gera allt sem þér dettur í hug á þremur vikum eða sagt við sjálfan þig; ég ætla ekki að gefast upp, ég mun halda áfram að berjast. Það er ekki hægt að kaupa tíma og þú hefur ekki endalausa uppsprettu af tíma. Tíminn er einfaldlega bara hvernig þú lifir lífi þínu.“ Sager segist elska starfið sitt og hafi í raun aldrei litið á það sem vinnu. „Fyrir ykkur þarna úti sem eru að þjást í baráttunni gegn krabbameini og framundan er mikil og erfið vinna, ég vil að þið vitið að vilji ykkar til að lifa og barátta ykkar getur breytt öllu. Við eigum eftir að finna lækningu við krabbameini en við þurfum á ykkar hjálp að halda. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að dauðvona greining myndi hafa svona áhrif á mig. Í dag er ég svo ótrúlega þakklátur fyrir lífið og ég mun aldrei gefast upp. Ég mun halda áfram að lifa lífi mínu eins og áður, fullt af ást og skemmtun. Ég kann ekkert annað.“ Hér að neðan má sjá ræðuna sem hann hélt. Það var Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, sem afhenti Sager verðlaunagripinn. Allar helstu íþróttastjörnur heims voru viðstaddar verðlaunaafhendinguna í gær og var ræða Sager hápunktur kvöldsins. Tengdar fréttir Dauðvona Sager mætti í vinnuna í nótt Þó svo íþróttafréttamaðurinn Craig Sager eigi líklega aðeins nokkra mánuði eftir ólifaða þá neitar hann að gefast upp. 30. mars 2016 14:15 Læknar gefa Sager þrjá til sex mánuði Íþróttafréttamaðurinn geðugi, Craig Sager, lifir ekki út þetta ár. Það hafa læknar tjáð honum. 23. mars 2016 09:15 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Craig Sager er einhver ástsælasti íþróttafréttamaður Bandaríkjanna og hefur hann verið undanfarna áratugi á hliðarlínunni í NBA-deildinni og tekið mörg þúsund viðtöl við bestu körfuboltamenn sögunnar. Sager hefur ákveðinn stíl, hann er ávallt klæddur í mjög litskrúðugan fatnað og hefur því alltaf vakið mikla athygli. Sager berst nú við krabbamein og hefur gert síðustu tvö ár. Honum var tilkynnt fyrir nokkrum mánuðum að hann ætti aðeins þrjá til sex mánuði eftir ólifað. Í gærkvöldi var Sager heiðraður á ESPY verðlaunahátíðinni en á hverju ári fær einstaklingur svokölluð Jimmy V verðlaun og er gríðarlegur heiður að fá þá nafnbót. Þá er einstaklingur tengdur íþróttaheiminum heiðraður fyrir baráttu sínu og vinnu gegn krabbameini. Það er íþróttastöðin ESPN sem stendur fyrir verðlaunahátíðinni. Sager hélt magnþrungna ræðu þegar hann tók við verðlaununum í gær og féllu ófá tár í salnum.Ást er ekki hræðsla „Það er ekki hræðsla í ástinni, og ást þín er minn styrkur,“ sagði þessi magnaða 65 ára hetja í upphafi ræðu sinnar. Þá þakkaði hann eiginkonu sinni fyrir allan þann stuðning sem hún hefur gefið honum. Sager hefur gefið bandarísku þjóðinni mikið og þá sérstaklega þeim sem berjast fyrir lífi sínu. „Þegar læknir segir við mann að maður eigi bara þrjá vikur eftir ólifað, þá hefur þú tvo kosti. Annað hvort að reyna gera allt sem þér dettur í hug á þremur vikum eða sagt við sjálfan þig; ég ætla ekki að gefast upp, ég mun halda áfram að berjast. Það er ekki hægt að kaupa tíma og þú hefur ekki endalausa uppsprettu af tíma. Tíminn er einfaldlega bara hvernig þú lifir lífi þínu.“ Sager segist elska starfið sitt og hafi í raun aldrei litið á það sem vinnu. „Fyrir ykkur þarna úti sem eru að þjást í baráttunni gegn krabbameini og framundan er mikil og erfið vinna, ég vil að þið vitið að vilji ykkar til að lifa og barátta ykkar getur breytt öllu. Við eigum eftir að finna lækningu við krabbameini en við þurfum á ykkar hjálp að halda. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að dauðvona greining myndi hafa svona áhrif á mig. Í dag er ég svo ótrúlega þakklátur fyrir lífið og ég mun aldrei gefast upp. Ég mun halda áfram að lifa lífi mínu eins og áður, fullt af ást og skemmtun. Ég kann ekkert annað.“ Hér að neðan má sjá ræðuna sem hann hélt. Það var Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, sem afhenti Sager verðlaunagripinn. Allar helstu íþróttastjörnur heims voru viðstaddar verðlaunaafhendinguna í gær og var ræða Sager hápunktur kvöldsins.
Tengdar fréttir Dauðvona Sager mætti í vinnuna í nótt Þó svo íþróttafréttamaðurinn Craig Sager eigi líklega aðeins nokkra mánuði eftir ólifaða þá neitar hann að gefast upp. 30. mars 2016 14:15 Læknar gefa Sager þrjá til sex mánuði Íþróttafréttamaðurinn geðugi, Craig Sager, lifir ekki út þetta ár. Það hafa læknar tjáð honum. 23. mars 2016 09:15 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Dauðvona Sager mætti í vinnuna í nótt Þó svo íþróttafréttamaðurinn Craig Sager eigi líklega aðeins nokkra mánuði eftir ólifaða þá neitar hann að gefast upp. 30. mars 2016 14:15
Læknar gefa Sager þrjá til sex mánuði Íþróttafréttamaðurinn geðugi, Craig Sager, lifir ekki út þetta ár. Það hafa læknar tjáð honum. 23. mars 2016 09:15