Craig Sager hélt tilfinningaþrungna ræðu um krabbameinið: „Ég mun aldrei gefast upp“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. júlí 2016 11:00 Craig Sager starfar með Reggie Miller Shaq, Charles Barkley og mörgum öðrum á sjónvarpstöðinni TNT. vísir/getty Craig Sager er einhver ástsælasti íþróttafréttamaður Bandaríkjanna og hefur hann verið undanfarna áratugi á hliðarlínunni í NBA-deildinni og tekið mörg þúsund viðtöl við bestu körfuboltamenn sögunnar. Sager hefur ákveðinn stíl, hann er ávallt klæddur í mjög litskrúðugan fatnað og hefur því alltaf vakið mikla athygli. Sager berst nú við krabbamein og hefur gert síðustu tvö ár. Honum var tilkynnt fyrir nokkrum mánuðum að hann ætti aðeins þrjá til sex mánuði eftir ólifað. Í gærkvöldi var Sager heiðraður á ESPY verðlaunahátíðinni en á hverju ári fær einstaklingur svokölluð Jimmy V verðlaun og er gríðarlegur heiður að fá þá nafnbót. Þá er einstaklingur tengdur íþróttaheiminum heiðraður fyrir baráttu sínu og vinnu gegn krabbameini. Það er íþróttastöðin ESPN sem stendur fyrir verðlaunahátíðinni. Sager hélt magnþrungna ræðu þegar hann tók við verðlaununum í gær og féllu ófá tár í salnum.Ást er ekki hræðsla „Það er ekki hræðsla í ástinni, og ást þín er minn styrkur,“ sagði þessi magnaða 65 ára hetja í upphafi ræðu sinnar. Þá þakkaði hann eiginkonu sinni fyrir allan þann stuðning sem hún hefur gefið honum. Sager hefur gefið bandarísku þjóðinni mikið og þá sérstaklega þeim sem berjast fyrir lífi sínu. „Þegar læknir segir við mann að maður eigi bara þrjá vikur eftir ólifað, þá hefur þú tvo kosti. Annað hvort að reyna gera allt sem þér dettur í hug á þremur vikum eða sagt við sjálfan þig; ég ætla ekki að gefast upp, ég mun halda áfram að berjast. Það er ekki hægt að kaupa tíma og þú hefur ekki endalausa uppsprettu af tíma. Tíminn er einfaldlega bara hvernig þú lifir lífi þínu.“ Sager segist elska starfið sitt og hafi í raun aldrei litið á það sem vinnu. „Fyrir ykkur þarna úti sem eru að þjást í baráttunni gegn krabbameini og framundan er mikil og erfið vinna, ég vil að þið vitið að vilji ykkar til að lifa og barátta ykkar getur breytt öllu. Við eigum eftir að finna lækningu við krabbameini en við þurfum á ykkar hjálp að halda. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að dauðvona greining myndi hafa svona áhrif á mig. Í dag er ég svo ótrúlega þakklátur fyrir lífið og ég mun aldrei gefast upp. Ég mun halda áfram að lifa lífi mínu eins og áður, fullt af ást og skemmtun. Ég kann ekkert annað.“ Hér að neðan má sjá ræðuna sem hann hélt. Það var Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, sem afhenti Sager verðlaunagripinn. Allar helstu íþróttastjörnur heims voru viðstaddar verðlaunaafhendinguna í gær og var ræða Sager hápunktur kvöldsins. Tengdar fréttir Dauðvona Sager mætti í vinnuna í nótt Þó svo íþróttafréttamaðurinn Craig Sager eigi líklega aðeins nokkra mánuði eftir ólifaða þá neitar hann að gefast upp. 30. mars 2016 14:15 Læknar gefa Sager þrjá til sex mánuði Íþróttafréttamaðurinn geðugi, Craig Sager, lifir ekki út þetta ár. Það hafa læknar tjáð honum. 23. mars 2016 09:15 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Fleiri fréttir Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Sjá meira
Craig Sager er einhver ástsælasti íþróttafréttamaður Bandaríkjanna og hefur hann verið undanfarna áratugi á hliðarlínunni í NBA-deildinni og tekið mörg þúsund viðtöl við bestu körfuboltamenn sögunnar. Sager hefur ákveðinn stíl, hann er ávallt klæddur í mjög litskrúðugan fatnað og hefur því alltaf vakið mikla athygli. Sager berst nú við krabbamein og hefur gert síðustu tvö ár. Honum var tilkynnt fyrir nokkrum mánuðum að hann ætti aðeins þrjá til sex mánuði eftir ólifað. Í gærkvöldi var Sager heiðraður á ESPY verðlaunahátíðinni en á hverju ári fær einstaklingur svokölluð Jimmy V verðlaun og er gríðarlegur heiður að fá þá nafnbót. Þá er einstaklingur tengdur íþróttaheiminum heiðraður fyrir baráttu sínu og vinnu gegn krabbameini. Það er íþróttastöðin ESPN sem stendur fyrir verðlaunahátíðinni. Sager hélt magnþrungna ræðu þegar hann tók við verðlaununum í gær og féllu ófá tár í salnum.Ást er ekki hræðsla „Það er ekki hræðsla í ástinni, og ást þín er minn styrkur,“ sagði þessi magnaða 65 ára hetja í upphafi ræðu sinnar. Þá þakkaði hann eiginkonu sinni fyrir allan þann stuðning sem hún hefur gefið honum. Sager hefur gefið bandarísku þjóðinni mikið og þá sérstaklega þeim sem berjast fyrir lífi sínu. „Þegar læknir segir við mann að maður eigi bara þrjá vikur eftir ólifað, þá hefur þú tvo kosti. Annað hvort að reyna gera allt sem þér dettur í hug á þremur vikum eða sagt við sjálfan þig; ég ætla ekki að gefast upp, ég mun halda áfram að berjast. Það er ekki hægt að kaupa tíma og þú hefur ekki endalausa uppsprettu af tíma. Tíminn er einfaldlega bara hvernig þú lifir lífi þínu.“ Sager segist elska starfið sitt og hafi í raun aldrei litið á það sem vinnu. „Fyrir ykkur þarna úti sem eru að þjást í baráttunni gegn krabbameini og framundan er mikil og erfið vinna, ég vil að þið vitið að vilji ykkar til að lifa og barátta ykkar getur breytt öllu. Við eigum eftir að finna lækningu við krabbameini en við þurfum á ykkar hjálp að halda. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að dauðvona greining myndi hafa svona áhrif á mig. Í dag er ég svo ótrúlega þakklátur fyrir lífið og ég mun aldrei gefast upp. Ég mun halda áfram að lifa lífi mínu eins og áður, fullt af ást og skemmtun. Ég kann ekkert annað.“ Hér að neðan má sjá ræðuna sem hann hélt. Það var Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, sem afhenti Sager verðlaunagripinn. Allar helstu íþróttastjörnur heims voru viðstaddar verðlaunaafhendinguna í gær og var ræða Sager hápunktur kvöldsins.
Tengdar fréttir Dauðvona Sager mætti í vinnuna í nótt Þó svo íþróttafréttamaðurinn Craig Sager eigi líklega aðeins nokkra mánuði eftir ólifaða þá neitar hann að gefast upp. 30. mars 2016 14:15 Læknar gefa Sager þrjá til sex mánuði Íþróttafréttamaðurinn geðugi, Craig Sager, lifir ekki út þetta ár. Það hafa læknar tjáð honum. 23. mars 2016 09:15 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Fleiri fréttir Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Sjá meira
Dauðvona Sager mætti í vinnuna í nótt Þó svo íþróttafréttamaðurinn Craig Sager eigi líklega aðeins nokkra mánuði eftir ólifaða þá neitar hann að gefast upp. 30. mars 2016 14:15
Læknar gefa Sager þrjá til sex mánuði Íþróttafréttamaðurinn geðugi, Craig Sager, lifir ekki út þetta ár. Það hafa læknar tjáð honum. 23. mars 2016 09:15