Drusluvarningurinn þarf að vera skýr og vandaður Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2016 08:00 Þær Helga og Gréta sáu um hönnunina á drusluvarningnum í ár eins og þær hafa gert seinustu þrjú ár. Vísir/AntonBrink Það er mikilvægt að Druslugangan og áherslur hennar þróist á milli ára,“ segir Helga Dögg Ólafsdóttir, hönnuður varningsins fyrir Druslugönguna í ár ásamt Grétu Þorkelsdóttur. Þær hafa séð um hönnunina seinustu þrjú ár en það hefur alltaf verið mikil fjölbreytni í vörunum á milli ára. Druslugangan verður haldin næstkomandi laugardag en hún hefur verið gengin seinustu 5 ár í Reykjavík. Þar sameinast fólk sem styður baráttu fyrir réttindum þolenda kynferðisafbrota og berst fyrir því að ábyrgðin verði færð yfir á gerandann. Í fyrra var áherslan lögð á að sýna stuðning við alla þá sem sögðu frá ofbeldi sem þeir höfðu orðið fyrir en þetta árið er lagt meira upp úr því að þrýsta á yfirvöld og samfélagið að veita meira fræðslu um þessi málefni til þess að koma í veg fyrir að fólk beiti ofbeldi. Þetta árið verður töluvert meira úrval af drusluvarningi en áður. Nú munu fjórir mismunandi bolir, tvær derhúfur, þrjú tattú og nærbuxur standa til boða. „Ég fyllist af stolti þegar fólk sameinast um þennan málstað í kringum varninginn og stendur saman fyrir breytingum í samfélaginu en stendur ekki í stað.“Hér má sjá hluta af varningnum sem fáanlegur verður.Eins og áður hefur komið fram er áhersla göngunnar í ár lögð á að fræða samfélagið og spurningunni velt upp af hverju við búum á landi þar sem lítið sem ekkert er gert í málefnum þolenda kynferðisofbeldis. Þegar fólk verður fyrir slíku ofbeldi getur afleiðingin oft birst í breytingum á hegðunarmunstri þar sem mikið liggur á þolandanum. „Skilaboðin á bolunum snúast um hvernig fólki líður eftir að það segir frá. Það þarf að passa sig rosalega vel á að allt sé rétt orðað því orðin skipta svo miklu máli. Það er mikil hugmyndavinna á bak við varninginn og við fengum hjálp frá sálfræðingi til þess að gera þetta rétt. Á bolunum stendur meðal annars „Ég er ennþá ég“, „Þú ert sama manneskjan fyrir mér“ og „Ég er ekki ofbeldið sem ég varð fyrir“.“ Drusluvarningurinn hefur í gegnum tíðina verið afar vinsæll hjá stuðningsmönnum en það má enn sjá fólk klæðast varningnum frá því í fyrra, en þá urðu derhúfurnar sérstaklega vinsælar. „Ég held að fólk sé enn að nota vörurnar af því það er stoltar druslur allan ársins hring. Druslugangan á ekki að festa sig við einn viðburð og við viljum að átakið nái til allra, allan ársins hring. Svo finnst mér auðvitað líka gaman að sjá fólk nánast daglega í hönnun eftir mann.“ Varningurinn verður fáanlegur á pepp-kvöldi Druslugöngunnar á miðvikudaginn og í Druslugöngunni sjálfri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 18. júlí.Bolirnir sem verða til sölu á miðvikudaginn.Mynd/Sunna Ben Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Fleiri fréttir Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Sjá meira
Það er mikilvægt að Druslugangan og áherslur hennar þróist á milli ára,“ segir Helga Dögg Ólafsdóttir, hönnuður varningsins fyrir Druslugönguna í ár ásamt Grétu Þorkelsdóttur. Þær hafa séð um hönnunina seinustu þrjú ár en það hefur alltaf verið mikil fjölbreytni í vörunum á milli ára. Druslugangan verður haldin næstkomandi laugardag en hún hefur verið gengin seinustu 5 ár í Reykjavík. Þar sameinast fólk sem styður baráttu fyrir réttindum þolenda kynferðisafbrota og berst fyrir því að ábyrgðin verði færð yfir á gerandann. Í fyrra var áherslan lögð á að sýna stuðning við alla þá sem sögðu frá ofbeldi sem þeir höfðu orðið fyrir en þetta árið er lagt meira upp úr því að þrýsta á yfirvöld og samfélagið að veita meira fræðslu um þessi málefni til þess að koma í veg fyrir að fólk beiti ofbeldi. Þetta árið verður töluvert meira úrval af drusluvarningi en áður. Nú munu fjórir mismunandi bolir, tvær derhúfur, þrjú tattú og nærbuxur standa til boða. „Ég fyllist af stolti þegar fólk sameinast um þennan málstað í kringum varninginn og stendur saman fyrir breytingum í samfélaginu en stendur ekki í stað.“Hér má sjá hluta af varningnum sem fáanlegur verður.Eins og áður hefur komið fram er áhersla göngunnar í ár lögð á að fræða samfélagið og spurningunni velt upp af hverju við búum á landi þar sem lítið sem ekkert er gert í málefnum þolenda kynferðisofbeldis. Þegar fólk verður fyrir slíku ofbeldi getur afleiðingin oft birst í breytingum á hegðunarmunstri þar sem mikið liggur á þolandanum. „Skilaboðin á bolunum snúast um hvernig fólki líður eftir að það segir frá. Það þarf að passa sig rosalega vel á að allt sé rétt orðað því orðin skipta svo miklu máli. Það er mikil hugmyndavinna á bak við varninginn og við fengum hjálp frá sálfræðingi til þess að gera þetta rétt. Á bolunum stendur meðal annars „Ég er ennþá ég“, „Þú ert sama manneskjan fyrir mér“ og „Ég er ekki ofbeldið sem ég varð fyrir“.“ Drusluvarningurinn hefur í gegnum tíðina verið afar vinsæll hjá stuðningsmönnum en það má enn sjá fólk klæðast varningnum frá því í fyrra, en þá urðu derhúfurnar sérstaklega vinsælar. „Ég held að fólk sé enn að nota vörurnar af því það er stoltar druslur allan ársins hring. Druslugangan á ekki að festa sig við einn viðburð og við viljum að átakið nái til allra, allan ársins hring. Svo finnst mér auðvitað líka gaman að sjá fólk nánast daglega í hönnun eftir mann.“ Varningurinn verður fáanlegur á pepp-kvöldi Druslugöngunnar á miðvikudaginn og í Druslugöngunni sjálfri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 18. júlí.Bolirnir sem verða til sölu á miðvikudaginn.Mynd/Sunna Ben
Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Fleiri fréttir Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Sjá meira