Ekki tekið mið af sjónarmiðum neytenda í búvörusamningum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. júlí 2016 07:00 Jóhannes segir innflutning á lágum eða engum tollum einu leiðina til að auka samkeppni í mjólkuriðnaði. Vísir/Pjetur „Það var algjör skortur á samráði við aðila sem eðlilegt var að kæmu að borðinu þegar samningarnir voru gerðir,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, um nýja búvörusamninga sem nú eru til skoðunar hjá atvinnuveganefnd Alþingis. Jóhannes segir ekki tekið mið af sjónarmiðum neytenda í samningunum. „Þeir eru bara út frá þröngum hagsmunum bænda. Það er það sem við gagnrýnum mjög." Jóhannes bætir við að það sé lágmark að samtök á borð við Neytendasamtökin sem og verkalýðshreyfingin komi að borðinu. „Þetta er ekki einkamál bænda og landbúnaðarráðherra.“Jóhannes Gunnarsson, formaður NeytendasamtakannaJóhannes segir að það væri neytendum til bóta að stytta samningstímann. „Það er verið að festa í sessi mjög íhaldssamt kerfi sem er mjög slæmt, bæði fyrir neytendur og bændur, að okkar mati. Með því að stytta gildistímann er verið að taka samningana upp frá grunni,“ segir hann og bætir við: „Ég vænti þess og vona að það sé rétt sem hefur komið fram að það sé ekki meirihluti fyrir samningunum á Alþingi.“ Þá segir hann óeðlilegt að ríkið nýti skattfé til að niðurgreiða framleiðslu búvara og bendir á að samtökin hafi ítrekað gert þá kröfu að tollar á innfluttum landbúnaðarvörum verði felldir niður, ekki síst á mjólkurvörur. „Það eina sem myndi tryggja eðlilega samkeppni á þeim vettvangi er innflutningur á lágum, helst engum, tollum,“ segir Jóhannes. „Hvaðan koma peningarnir sem eru notaðir til niðurgreiðslu? Þegar upp er staðið þá erum við að borga hluta verðsins þegar við erum að kaupa mjólk úti í búð og hinn hlutann þegar maður borgar skatta.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira
„Það var algjör skortur á samráði við aðila sem eðlilegt var að kæmu að borðinu þegar samningarnir voru gerðir,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, um nýja búvörusamninga sem nú eru til skoðunar hjá atvinnuveganefnd Alþingis. Jóhannes segir ekki tekið mið af sjónarmiðum neytenda í samningunum. „Þeir eru bara út frá þröngum hagsmunum bænda. Það er það sem við gagnrýnum mjög." Jóhannes bætir við að það sé lágmark að samtök á borð við Neytendasamtökin sem og verkalýðshreyfingin komi að borðinu. „Þetta er ekki einkamál bænda og landbúnaðarráðherra.“Jóhannes Gunnarsson, formaður NeytendasamtakannaJóhannes segir að það væri neytendum til bóta að stytta samningstímann. „Það er verið að festa í sessi mjög íhaldssamt kerfi sem er mjög slæmt, bæði fyrir neytendur og bændur, að okkar mati. Með því að stytta gildistímann er verið að taka samningana upp frá grunni,“ segir hann og bætir við: „Ég vænti þess og vona að það sé rétt sem hefur komið fram að það sé ekki meirihluti fyrir samningunum á Alþingi.“ Þá segir hann óeðlilegt að ríkið nýti skattfé til að niðurgreiða framleiðslu búvara og bendir á að samtökin hafi ítrekað gert þá kröfu að tollar á innfluttum landbúnaðarvörum verði felldir niður, ekki síst á mjólkurvörur. „Það eina sem myndi tryggja eðlilega samkeppni á þeim vettvangi er innflutningur á lágum, helst engum, tollum,“ segir Jóhannes. „Hvaðan koma peningarnir sem eru notaðir til niðurgreiðslu? Þegar upp er staðið þá erum við að borga hluta verðsins þegar við erum að kaupa mjólk úti í búð og hinn hlutann þegar maður borgar skatta.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira