Innlent

Íslendingar æstir í að komast á leikinn: Á þriðja tug flugferða til Frakklands um helgina

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
París er áfangastaður helgarinnar fyrir landsleik Íslands og heimamanna á morgun.
París er áfangastaður helgarinnar fyrir landsleik Íslands og heimamanna á morgun. Vísir/GVA/Vilhelm
Íslendingar eru æstir í að komast til Frakklands fyrir leik Íslands gegn heimamönnum á Evrópumótinu í Frakklandi. Þetta sést vel á tölum yfir flugferðir á áætlun til Frakklands í dag á morgun.

Alls eru 21 flugferð á áætlun til Parísar eða annarra áfangastaða í Frakklandi í dag og á morgun frá Keflavíkurflugvelli Flestar vélarnar lenda í París enda bættu íslensku flugfélögin WOW Air og Icelandair við ferðum þangað til að anna eftirspurn.

Í dag, laugardag, eru þrettán ferðir á dagskrá, þar af ellefu til Parísar en ein flugvél WOW Air lendir í Lyon. Á morgun eru öllu færri ferðir áætlaðar enda hefst leikurinn klukkan 19.00. Gert er ráð fyrir átta flugferðum til Parísar á morgun.

Við þetta bætist fjöldi flugferða til meginlands Evrópu fyrir utan Frakkland og gera má ráð fyrir að einhverjir af þeim sem ætli sér á leikinn fljúgi til að mynda í gegnum London og taki þaðan lest til Parísar.

Búist er við að allt að átta þúsund Íslendingar muni leggja leið sína á Stade De France, þjóðarleikvang Frakka, á morgun. Tólfan mun vera á svæðinu til að halda uppi fjörinu en ýmsir styrktaraðilar gerðu 22 tólfumeðlimum kleyft að ferðast á leikinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×