Lífið

Strákunum okkar fagnað klukkan 19 á morgun á Arnarhóli

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Aron Einar Gunnarsson fyrirliði og Birkir Bjarnason fagna marki þess síðarnefnda í leiknum í kvöld.
Aron Einar Gunnarsson fyrirliði og Birkir Bjarnason fagna marki þess síðarnefnda í leiknum í kvöld. vísir/epa
Strákarnir okkar lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan 17:20 á morgun og var það tilkynnt á Arnarhóli eftir leik lauk í kvöld að tekið verði á móti þeim á hólnum klukkan 19 annað kvöld.

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu laut í lægra haldi fyrir gestgjöfum Frakka í kvöld í 8-liða úrslitum EM en Frakkland vann með fimm mörkum gegn tveimur.  

Mörk Íslands skoruðu þeir Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason en þeir eru markahæstu menn Íslands með tvö mörk hvor. Þess má geta að Birkir skoraði fyrsta og síðasta mark landsliðsins á fyrsta stórmóti strákanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×