Lífið

BBC um forsíðu Fréttablaðsins: „No translation needed“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Forsíðukápa Fréttablaðsins í dag.
Forsíðukápa Fréttablaðsins í dag.
Forsíða Fréttablaðsins í dag hefur vakið nokkra athygli á Twitter en hana prýðir svokölluð kápa líkt og í seinustu viku eftir leik Íslands og Englands.

Kápan er í raun forsíða og baksíða blaðsins en hana prýðir mynd af stuðningsmönnum íslenska landsliðsins eftir leikinn gegn Frökkum á Stade de France. Fyrirsögnin er vísun í víkingaklappið sem er orðið heimsþekkt: „Húh!“

Á meðal þeirra sem tísta forsíðunni er Twitter-síða BBC Sport. Með færslunni segir að engin þörf sé á að þýða forsíðufyrirsögnina á þessu íslenska dagblaði en hér fyrir neðan má sjá nokkur tíst um forsíðuna.


Tengdar fréttir

Sögulok á Stade de France

Ævintýri íslenska landsliðsins lauk á troðfullum Stade de France í gærkvöldi þar sem heimamenn í gríðarsterku frönsku landsliðið unnu 5-2 sigur á baráttuglöðu íslensku liði. Enginn gafst upp fyrr en í fulla hnefana, hvorki leikmenn

Húh!

Þetta er skrifað á sunnudagsmorgni – í gær – og ég veit ekki hvort við erum enn vöknuð eða hvort draumurinn heldur enn áfram






Fleiri fréttir

Sjá meira


×