Á fimmta degi hungurverkfalls Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 5. júlí 2016 19:15 Raisan Al-Shimani segist ekki ætla að fara lifandi aftur til Írak. VÍSIR/SKJÁSKOT Hælisleitandi frá Írak er nú á fimmta degi hungurverkfalls og biðlar til íslenskra stjórnvalda að taka mál hans til efnislegrar skoðunar. Hann varð vitni að því þegar lögreglumenn drógu samlanda hans með valdi út úr Lauganeskirkju í síðustu viku og óttast að hljóta sömu örlög. Raisan Al-Shimani er 39 ára og hefur dvalið hér á landi í sjö mánuði. Hann var hermaður í heimalandinu en segist hafa þurft að flýja eftir að hafa lent í átökum við sjálfstæðar hersveitir sem ógnuðu honum og fjölskyldu hans. Raisan var viðstaddur þegar lögregla flutti tvo samlanda hans úr Laugarneskirkju sendi þá með flugvél til Noregs fyrir viku síðan. Hann segist vera í áfalli vegna meðferðarinnar sem þeir hlutu og óttast að hljóta sömu örlög. Hann hefur verið í hungurverkfalli í fimm daga vegna þessa. „Hinir eru í fangelsi núna og þetta er erfitt. Mér leið mjög illa. Við erum manneskjur, ekki bara tölur. Fólk verður að skilja það að við erum ekki tölur heldur manneskjur.“ Raisan segir að hann verði sendur aftur til Írak verði honum vísað frá Íslandi til Noregs líkt og vinum hans í síðustu viku. Segist hann frekar vilja deyja á Íslandi en fara aftur til Írak þar sem hann sé í lífshættu. „Ég vil ekki fara lifandi til Írak. Þegar ég er dauður geta þeir gert það við mig sem þeir vilja,“ segir hann. Ljóst er að Raisan verður vísað úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en hann segist ætla að halda hungurverkfallinu áfram þar til yfirvöld taka mál hans til efnislegrar umfjöllunar. „Þetta er eina leiðin. Þetta er eina valið sem ég hef þessa stundina. Íslenskir prestar segja yfirvöldum að þau verði að taka betur á móti flóttamönnum. Við höfum ekki framið neina glæpi hérna. Það eina sem við höfum gert er að sækjast eftir friði, við sækjumst eftir réttlæti og öryggi, þess vegna erum við hér.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir Virtu ekki fornan sið um kirkjugrið Biskupsembættið veitti vilyrði til að skjóta skjólshúsi yfir hælisleitendurna 29. júní 2016 07:00 Þingmaður kallar eftir aðskilnaði ríkis og kirkju styðji hún presta Laugarneskirkju Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ósáttur við presta í Laugarneskirkju sem gerðu tilraun til þess að hýsa hælisleitendur sem vísa átti úr landi. 4. júlí 2016 13:15 Er Bagdad örugg borg, eða hvað um Írak? Raisan Al-shimani er flóttamaður frá Írak og vinur minn. Eftirfarandi er saga hans, en hann bað mig um að skrifa um hana, þar sem hann kann ekki hvorki ensku né íslensku. 5. júlí 2016 17:07 „Ég spyr mig hvort það verði líka kirkjugrið fyrir afbrotamenn sem vilja flýja lögregluna“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gagnrýnir þjóðkirkjuna fyrir að veita hælisleitendum kirkjugrið og segir slíkt ekki eiga sér neina stoð í lögum. 5. júlí 2016 15:09 Sóknarprestur: Kirkjan ætti að vera griðastaður flóttamanna Aðgerðir lögreglu harkalegar, segir Kristín Þóra Tómasdóttir. 28. júní 2016 20:22 Biskup Íslands: Kirkjan mun ekki taka stöðu gegn lögum „Þarna er kirkjan hins vegar að standa með þeim sem standa höllum fæti. Kirkjan vill styðja við mannúð í nafni kærleikans,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir. 5. júlí 2016 18:01 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Sjá meira
Hælisleitandi frá Írak er nú á fimmta degi hungurverkfalls og biðlar til íslenskra stjórnvalda að taka mál hans til efnislegrar skoðunar. Hann varð vitni að því þegar lögreglumenn drógu samlanda hans með valdi út úr Lauganeskirkju í síðustu viku og óttast að hljóta sömu örlög. Raisan Al-Shimani er 39 ára og hefur dvalið hér á landi í sjö mánuði. Hann var hermaður í heimalandinu en segist hafa þurft að flýja eftir að hafa lent í átökum við sjálfstæðar hersveitir sem ógnuðu honum og fjölskyldu hans. Raisan var viðstaddur þegar lögregla flutti tvo samlanda hans úr Laugarneskirkju sendi þá með flugvél til Noregs fyrir viku síðan. Hann segist vera í áfalli vegna meðferðarinnar sem þeir hlutu og óttast að hljóta sömu örlög. Hann hefur verið í hungurverkfalli í fimm daga vegna þessa. „Hinir eru í fangelsi núna og þetta er erfitt. Mér leið mjög illa. Við erum manneskjur, ekki bara tölur. Fólk verður að skilja það að við erum ekki tölur heldur manneskjur.“ Raisan segir að hann verði sendur aftur til Írak verði honum vísað frá Íslandi til Noregs líkt og vinum hans í síðustu viku. Segist hann frekar vilja deyja á Íslandi en fara aftur til Írak þar sem hann sé í lífshættu. „Ég vil ekki fara lifandi til Írak. Þegar ég er dauður geta þeir gert það við mig sem þeir vilja,“ segir hann. Ljóst er að Raisan verður vísað úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en hann segist ætla að halda hungurverkfallinu áfram þar til yfirvöld taka mál hans til efnislegrar umfjöllunar. „Þetta er eina leiðin. Þetta er eina valið sem ég hef þessa stundina. Íslenskir prestar segja yfirvöldum að þau verði að taka betur á móti flóttamönnum. Við höfum ekki framið neina glæpi hérna. Það eina sem við höfum gert er að sækjast eftir friði, við sækjumst eftir réttlæti og öryggi, þess vegna erum við hér.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Virtu ekki fornan sið um kirkjugrið Biskupsembættið veitti vilyrði til að skjóta skjólshúsi yfir hælisleitendurna 29. júní 2016 07:00 Þingmaður kallar eftir aðskilnaði ríkis og kirkju styðji hún presta Laugarneskirkju Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ósáttur við presta í Laugarneskirkju sem gerðu tilraun til þess að hýsa hælisleitendur sem vísa átti úr landi. 4. júlí 2016 13:15 Er Bagdad örugg borg, eða hvað um Írak? Raisan Al-shimani er flóttamaður frá Írak og vinur minn. Eftirfarandi er saga hans, en hann bað mig um að skrifa um hana, þar sem hann kann ekki hvorki ensku né íslensku. 5. júlí 2016 17:07 „Ég spyr mig hvort það verði líka kirkjugrið fyrir afbrotamenn sem vilja flýja lögregluna“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gagnrýnir þjóðkirkjuna fyrir að veita hælisleitendum kirkjugrið og segir slíkt ekki eiga sér neina stoð í lögum. 5. júlí 2016 15:09 Sóknarprestur: Kirkjan ætti að vera griðastaður flóttamanna Aðgerðir lögreglu harkalegar, segir Kristín Þóra Tómasdóttir. 28. júní 2016 20:22 Biskup Íslands: Kirkjan mun ekki taka stöðu gegn lögum „Þarna er kirkjan hins vegar að standa með þeim sem standa höllum fæti. Kirkjan vill styðja við mannúð í nafni kærleikans,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir. 5. júlí 2016 18:01 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Sjá meira
Virtu ekki fornan sið um kirkjugrið Biskupsembættið veitti vilyrði til að skjóta skjólshúsi yfir hælisleitendurna 29. júní 2016 07:00
Þingmaður kallar eftir aðskilnaði ríkis og kirkju styðji hún presta Laugarneskirkju Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ósáttur við presta í Laugarneskirkju sem gerðu tilraun til þess að hýsa hælisleitendur sem vísa átti úr landi. 4. júlí 2016 13:15
Er Bagdad örugg borg, eða hvað um Írak? Raisan Al-shimani er flóttamaður frá Írak og vinur minn. Eftirfarandi er saga hans, en hann bað mig um að skrifa um hana, þar sem hann kann ekki hvorki ensku né íslensku. 5. júlí 2016 17:07
„Ég spyr mig hvort það verði líka kirkjugrið fyrir afbrotamenn sem vilja flýja lögregluna“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gagnrýnir þjóðkirkjuna fyrir að veita hælisleitendum kirkjugrið og segir slíkt ekki eiga sér neina stoð í lögum. 5. júlí 2016 15:09
Sóknarprestur: Kirkjan ætti að vera griðastaður flóttamanna Aðgerðir lögreglu harkalegar, segir Kristín Þóra Tómasdóttir. 28. júní 2016 20:22
Biskup Íslands: Kirkjan mun ekki taka stöðu gegn lögum „Þarna er kirkjan hins vegar að standa með þeim sem standa höllum fæti. Kirkjan vill styðja við mannúð í nafni kærleikans,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir. 5. júlí 2016 18:01