Fótbolti

Allardyce er besti enski kosturinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ferguson og Allardyce á hliðarlínunni.
Ferguson og Allardyce á hliðarlínunni. vísir/getty
Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Man. Utd, mælir með því við enska knattspyrnusambandið að það ráði Sam Allardyce sem næsta landsliðsþjálfara.

Það er að segja ef enska knattspyrnusambandið ætlar sér að ráða Englending á annað borð.

Ferguson segir að hin mikla reynsla Allardyce geri hann að yfirburðakosti með Englendinga.

„Það er erfitt að finna rétta manninn og það eru aðeins þrír enskir stjórar í ensku úrvalsdeildinni. Sam Allardyce er með mestu reynsluna og því augljós kostur,“ segir Ferguson.

„Ég held samt að sambandið þurfi að leita lengra og fjölga möguleikum. Ef þeir ráða Sam þá flott en þeir verða að finna mann sem er hæfur á öllum sviðum til þess að stýra landsliðinu.

„Sem betur fer þarf ég ekki að taka ákvörðun því þessi er erfið. Sam er besti enski kosturinn enda í úrvalsdeildinni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×