Ronaldo í aðalhlutverki þegar Portúgal fór í úrslit Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2016 20:45 Ronaldo fagnar marki sínu. vísir/getty Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu bundu endi á ævintýri Wales á EM 2016 með 2-0 sigri í fyrri undanúrslitaleiknum í Lyon í kvöld. Ronaldo og Nani skoruðu mörkin á fjögurra mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks. Þetta var fyrsti sigur Portúgals í venjulegum leiktíma á EM í ár. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill þar sem liðin náðu aðeins einu skoti á markið. Það átti Gareth Bale en hann var langhættulegasti leikmaður velska liðsins í leiknum. Hann vantaði þó meiri stuðning í fjarveru Aarons Ramsey sem tók út leikbann. Seinni hálfleikurinn var miklu betri og Ronaldo braut ísinn á 50. mínútu. Real Madrid-maðurinn reis þá hæst í vítateignum og skoraði með þrumuskalla framhjá Wayne Hennessey í marki Wales. Frábær skalli hjá Ronaldo sem er kominn með þrjú mörk á EM. Þremur mínútum síðar var staðan orðin 2-0 þegar Nani stýrði skoti Ronaldos í netið. Eftir þetta var brekkan orðin brött fyrir Walesverja. Bale var sá eini sem ógnaði, og þá aðallega með langskotum. Portúgalir voru nær því að bæta þriðja markinu við en bæði Joao Mario og Danilo fengu góð færi til að skora. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Portúgal er því komið í úrslit á stórmóti í fyrsta sinn síðan 2004. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu bundu endi á ævintýri Wales á EM 2016 með 2-0 sigri í fyrri undanúrslitaleiknum í Lyon í kvöld. Ronaldo og Nani skoruðu mörkin á fjögurra mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks. Þetta var fyrsti sigur Portúgals í venjulegum leiktíma á EM í ár. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill þar sem liðin náðu aðeins einu skoti á markið. Það átti Gareth Bale en hann var langhættulegasti leikmaður velska liðsins í leiknum. Hann vantaði þó meiri stuðning í fjarveru Aarons Ramsey sem tók út leikbann. Seinni hálfleikurinn var miklu betri og Ronaldo braut ísinn á 50. mínútu. Real Madrid-maðurinn reis þá hæst í vítateignum og skoraði með þrumuskalla framhjá Wayne Hennessey í marki Wales. Frábær skalli hjá Ronaldo sem er kominn með þrjú mörk á EM. Þremur mínútum síðar var staðan orðin 2-0 þegar Nani stýrði skoti Ronaldos í netið. Eftir þetta var brekkan orðin brött fyrir Walesverja. Bale var sá eini sem ógnaði, og þá aðallega með langskotum. Portúgalir voru nær því að bæta þriðja markinu við en bæði Joao Mario og Danilo fengu góð færi til að skora. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Portúgal er því komið í úrslit á stórmóti í fyrsta sinn síðan 2004.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira