Læknar úr opinberum störfum á einkastöðvar Ingvar Haraldsson skrifar 7. júlí 2016 07:00 Þorbjörn jónsson, formaður læknaráðs landspítali. heilbrigðismál talsmaður lækna. Læknar hafa áhyggjur af því að nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar verði ekki til þess að heimilislæknum fjölgi á höfuðborgarsvæðinu heldur flytji heimilislæknar sig úr opinbera geiranum yfir í einkageirann. „Við viljum auðvitað fjölga læknunum en ekki bara brjóta þá upp og láta þá fara í eitthvert annað hús,“ segir Óskar Sesar Reykdalsson, settur framkvæmdastjóri lækninga á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í Fréttablaðinu í gær var greint frá því að Ríkiskaup hygðust ganga til samninga um tvær nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu, aðra við Bíldshöfða í Reykjavík og hina við Urriðahvarf í Kópavogi. Aðeins þrjú tilboð bárust í þær þrjár heilsugæslustöðvar sem auglýst var eftir og var einu tilboðinu hafnað. Í stjórn Heilsugæslunnar Höfða, sem stofnuð var um heilsugæslustöð á Bíldshöfða, eru fimm læknar, en fjórir þeirra koma úr heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Gunnlaugur Sigurjónsson, stjórnarformaður félagsins, sem sjálfur starfar sem heimilislæknir í heilsugæslustöðinni í Árbæ, sagði við Fréttablaðið í gær að alls yrðu læknarnir á nýju stöðinni tíu. Einhverjir þeirra kæmu úr námi eða störfum að utan. Hin heilsugæslustöðin sem Ríkiskaup féllust á að leita samninga við er á vegum aðila sem tengjast Heilsuvernd sem er fyrir með ýmiss konar læknisþjónustu í Glæsibæ. Þá segir Óskar að tryggja þurfi að nægt fjármagn fylgi breytingunum en samhliða nýjum stöðvum á að taka upp nýtt greiðslukerfi til heilsugæslustöðva um næstu áramót. „Flestir sem ég hef heyrt í hafa verið á því að fjármagnið sé af skornum skammti og það sé ein af ástæðunum fyrir því að ekki hafi verið slegist um þetta rekstrarmódel,“ segir hann. Óskar segir flesta heimilislækna mjög jákvæða fyrir því að gera breytingar á greiðslufyrirkomulaginu og fyrir fjölgun heimilislækna en til að það megi vera sé ljóst að ríkið þurfi að setja meira fé í rekstur heilsugæslunnar. „Þetta leiðir vonandi til meira framboðs á læknum, ekki bara til þess að læknar taki sig upp af öðrum stöðvum og flytji sig á nýju stöðvarnar heldur að það komi nýir læknar til starfa sem ekki hafa starfað í þessu kerfi,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, um breytingarnar á greiðslukerfinu og nýju stöðvarnar. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Læknar hafa áhyggjur af því að nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar verði ekki til þess að heimilislæknum fjölgi á höfuðborgarsvæðinu heldur flytji heimilislæknar sig úr opinbera geiranum yfir í einkageirann. „Við viljum auðvitað fjölga læknunum en ekki bara brjóta þá upp og láta þá fara í eitthvert annað hús,“ segir Óskar Sesar Reykdalsson, settur framkvæmdastjóri lækninga á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í Fréttablaðinu í gær var greint frá því að Ríkiskaup hygðust ganga til samninga um tvær nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu, aðra við Bíldshöfða í Reykjavík og hina við Urriðahvarf í Kópavogi. Aðeins þrjú tilboð bárust í þær þrjár heilsugæslustöðvar sem auglýst var eftir og var einu tilboðinu hafnað. Í stjórn Heilsugæslunnar Höfða, sem stofnuð var um heilsugæslustöð á Bíldshöfða, eru fimm læknar, en fjórir þeirra koma úr heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Gunnlaugur Sigurjónsson, stjórnarformaður félagsins, sem sjálfur starfar sem heimilislæknir í heilsugæslustöðinni í Árbæ, sagði við Fréttablaðið í gær að alls yrðu læknarnir á nýju stöðinni tíu. Einhverjir þeirra kæmu úr námi eða störfum að utan. Hin heilsugæslustöðin sem Ríkiskaup féllust á að leita samninga við er á vegum aðila sem tengjast Heilsuvernd sem er fyrir með ýmiss konar læknisþjónustu í Glæsibæ. Þá segir Óskar að tryggja þurfi að nægt fjármagn fylgi breytingunum en samhliða nýjum stöðvum á að taka upp nýtt greiðslukerfi til heilsugæslustöðva um næstu áramót. „Flestir sem ég hef heyrt í hafa verið á því að fjármagnið sé af skornum skammti og það sé ein af ástæðunum fyrir því að ekki hafi verið slegist um þetta rekstrarmódel,“ segir hann. Óskar segir flesta heimilislækna mjög jákvæða fyrir því að gera breytingar á greiðslufyrirkomulaginu og fyrir fjölgun heimilislækna en til að það megi vera sé ljóst að ríkið þurfi að setja meira fé í rekstur heilsugæslunnar. „Þetta leiðir vonandi til meira framboðs á læknum, ekki bara til þess að læknar taki sig upp af öðrum stöðvum og flytji sig á nýju stöðvarnar heldur að það komi nýir læknar til starfa sem ekki hafa starfað í þessu kerfi,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, um breytingarnar á greiðslukerfinu og nýju stöðvarnar. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira