Tónlist

Fjöldi góðra gesta á nýútkominni plötu Emmsjé Gauta

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Þetta er þriðja plata Emmsjé Gauta.
Þetta er þriðja plata Emmsjé Gauta. vísir/stefán
Platan Vagg & Velta með Emmsjé Gauta er komin út. Þetta er þriðja plata rapparans en áður hafa plöturnar Bara ég og Þeyr komið út. Sú fyrri árið 2011 en síðari árið 2013.

Platan kemur út á geisladisk og en einnig er hægt að nálgast hana á Spotify. Sem stendur er Gauti að safna fyrir útgáfu tvöfaldrar vínylplötu og er hægt að styðja hann inn á söfnunarsíðunni Karolina Fund.

Á plötunni má finna marga góða gesti. Í fyrstu tveimur lögunum má heyra í Dóra DNA og Unnsteini Manuel. Í lokalögunum leggja Gísli Pálmi, Aron Can og Úlfur Úlfur sitt af mörkum. Þá heyrist einnig í Bent á plötunni.

Plötuna má heyra hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Rappið tekur yfir

Auðvelt er að færa rök fyrir því að íslenskt rapp sé á blómaskeiði. Hér er farið stuttlega yfir söguna og stöðuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×