Lífið

Gauti tilkynnti móður sinni að hann væri ekki pabbinn: „Skítalabbinn þinn, ég drep þig krakki“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rosalegur hrekkur.
Rosalegur hrekkur. vísir/vilhelm
Rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, bjallaði í mömmu sína í útvarpsþættinum FM95BLÖ á föstudaginn og tilkynnti henni að hann væri í raun ekki faðir barnsins síns og í leiðinni að hún væri því ekki amman.

Símtalið var partur af dagskráarlið sem þeir félagarnir kalla „Óþægilega símtalið.“



Sjá einnig: Bent tilkynnti móður sinni að hann væri kominn út úr skápnum

Emmsjé Gauti, eignaðist stúlku í sumar ásamt Tinnu Maríu Ólafsdóttur. Gauti hringdi í móðir sína og sagðist hafa farið fram á DNA-próf þar sem barnið væri aðeins líkt móðir sinni. Niðurstaðan úr prófinu var á þá leið að hann væri í raun ekki faðirinn.

Mamma Gauta fékk, eðlilega, mikið sjokk. Rapparinn stóð sig ótrúlega vel en hélt hrekknum ekki lengi til streitu.

„Skítalabbinn þinn, ég drep þig krakki,“ sagði móðir hans þegar hann tilkynnti að um hrekk væri að ræða.

„Gauti þú ert dauður, móðir þín myrðir þig. Steindi verður afhausaður. Sko, ég hef aldrei barið þig Gauti, en nú er ég að hugsa um að berja þig.“

Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni en hrekkurinn sjálfur hefst eftir 55 mínútur.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×