Rétt að halda öllum kostum opnum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júlí 2016 13:13 Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra ásamt Miroslav Lajcák, utanríkisráðherra Slóvakíu, sem fer með formennsku í ráðherraráði ESB um þessar mundir. Lajcák er einnig í framboði til embættis aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna Mynd/UTN Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit, var meðal umræðuefna á tvíhliða fundum sem Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra átti með starfsbræðrum sínum frá Bretlandi, Slóvakíu og Hollandi í Varsjá í dag, til hliðar við leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins. Utanríkisráðherra segir mikilvægt að halda öllum kostum opnum. Á fundum með Bert Koenders, utanríkisráðherra Hollands, og Miroslav Lajčák, utanríkisráðherra Slóvakíu, var farið yfir stöðu mála en forsæti í Evrópusambandinu gekk nýlega á milli ríkjanna. Greindi utanríkisráðherra frá hagsmunum Íslands og þeim kostum sem til staðar eru. Einnig átti ráðherra fund með Philip Hammond, utanríkisráðherra Bretlands, og fór yfir sameiginlega hagsmuni ríkjanna í viðskiptalegu og pólitísku tilliti. Þá ræddu ráðherrarnir stöðu innanlandsmála í Bretlandi í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar. „Þetta voru gagnlegir fundir og við ákváðum að viðhalda reglulegu samtali á næstu vikum. Hvað Ísland varðar eru einkum þrír kostir í stöðunni. Að Ísland og Bretland geri með sér tvíhliða samning, að EFTA-ríkin semji sameiginlega við Breta eða að tillit sé tekið til allra EES-ríkjanna í útgöngusamningi Breta við ESB. Á þessu stigi er rétt að halda öllum kostum opnum og sýna áfram frumkvæði í samskiptum við Breta. Á sama tíma munum við veita þeim nauðsynlegt andrými til að vinna úr flókinni stöðu innanlands og gagnvart Evrópusambandinu, en halda vöku okkar varðandi hagsmuni Íslands. Bresk stjórnvöld eru að afla sér upplýsinga, meðal annars um EES samstarfið og gagnvart öðrum ríkjum. Við höfum greint stöðuna vandlega og ég er sannfærð um að vel spilist úr,” segir Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra. Lilja átti einnig tvíhliða fund með Nikola Poposki, utanríkisráðherra Makedóníu, þar sem rædd voru málefni Balkanskagans, aðildarumsókn Makedóníu að Atlantshafsbandalaginu og efnahagsmál. Í gær funduðu utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins með utanríkisráðherra Georgíu þar sem fjallað var um stöðu mála og umbætur í landinu, en Georgía er meðal umsóknarríkja að Atlantshafsbandalaginu. Einnig funduðu utanríkisráðherrar bandalagsríkja með utanríkisráðherrum helstu samstarfsríkja, þ.m.t. utanríkisráðherrum Svíþjóðar og Finnlands, þar sem fjallað var um áskoranir úr suðri. Brexit Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Sjá meira
Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit, var meðal umræðuefna á tvíhliða fundum sem Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra átti með starfsbræðrum sínum frá Bretlandi, Slóvakíu og Hollandi í Varsjá í dag, til hliðar við leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins. Utanríkisráðherra segir mikilvægt að halda öllum kostum opnum. Á fundum með Bert Koenders, utanríkisráðherra Hollands, og Miroslav Lajčák, utanríkisráðherra Slóvakíu, var farið yfir stöðu mála en forsæti í Evrópusambandinu gekk nýlega á milli ríkjanna. Greindi utanríkisráðherra frá hagsmunum Íslands og þeim kostum sem til staðar eru. Einnig átti ráðherra fund með Philip Hammond, utanríkisráðherra Bretlands, og fór yfir sameiginlega hagsmuni ríkjanna í viðskiptalegu og pólitísku tilliti. Þá ræddu ráðherrarnir stöðu innanlandsmála í Bretlandi í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar. „Þetta voru gagnlegir fundir og við ákváðum að viðhalda reglulegu samtali á næstu vikum. Hvað Ísland varðar eru einkum þrír kostir í stöðunni. Að Ísland og Bretland geri með sér tvíhliða samning, að EFTA-ríkin semji sameiginlega við Breta eða að tillit sé tekið til allra EES-ríkjanna í útgöngusamningi Breta við ESB. Á þessu stigi er rétt að halda öllum kostum opnum og sýna áfram frumkvæði í samskiptum við Breta. Á sama tíma munum við veita þeim nauðsynlegt andrými til að vinna úr flókinni stöðu innanlands og gagnvart Evrópusambandinu, en halda vöku okkar varðandi hagsmuni Íslands. Bresk stjórnvöld eru að afla sér upplýsinga, meðal annars um EES samstarfið og gagnvart öðrum ríkjum. Við höfum greint stöðuna vandlega og ég er sannfærð um að vel spilist úr,” segir Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra. Lilja átti einnig tvíhliða fund með Nikola Poposki, utanríkisráðherra Makedóníu, þar sem rædd voru málefni Balkanskagans, aðildarumsókn Makedóníu að Atlantshafsbandalaginu og efnahagsmál. Í gær funduðu utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins með utanríkisráðherra Georgíu þar sem fjallað var um stöðu mála og umbætur í landinu, en Georgía er meðal umsóknarríkja að Atlantshafsbandalaginu. Einnig funduðu utanríkisráðherrar bandalagsríkja með utanríkisráðherrum helstu samstarfsríkja, þ.m.t. utanríkisráðherrum Svíþjóðar og Finnlands, þar sem fjallað var um áskoranir úr suðri.
Brexit Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent