Lífið

Beckham renndi fyrir lax og landaði einum slíkum

Jóhann óLI Eiðsson skrifar
Beckham hefur dvalið á landinu í tvo daga.
Beckham hefur dvalið á landinu í tvo daga. mynd/beckham og vísir/friðrik þór
Útlit er fyrir að fyrrverandi landsliðsfyrirliði enska landsliðsins, David Beckham, hafi landað laxi í veiði hér á landi. Annað hvort það eða hann stundar grimma sögufölsun á Instagram-reikningi sínum.

Beckham kom hingað til lands síðastliðinn fimmtudag. Hann lenti í einkaþotu, ásamt Victoriu eiginkonu sinni og börnum sínum, á Reykjavíkurflugvelli. Þar tók Björgólfur Thor Björgólfsson á móti honum.

Ekki liggur fyrir í hvaða á kappinn kíkti. Í frétt DV, þar sem sagt var frá yfirvofandi komu Beckham, kom fram að leiðin lægi í Langá. Björgólfur Thor er hins vegar nokkur aðdáandi Haffjarðarár. Í það minnsta er ljós að fiskur varð á vegi knattspyrnumannsins fyrrverandi.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.