Rassskelltu Rússana og sendu þá heim af EM | Bale með sitt þriðja mark á mótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júní 2016 20:45 Aaron Ramsey og Gareth Bale fagna í kvöld. Vísir/Getty Gareth Bale og félagar í velska landsliðinu tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi í kvöld eftir sannfærandi 3-0 sigur á Rússlandi en þá fór fram lokaumferðin í B-riðlinum. Wales tryggði sér ekki aðeins sæti í næstu umferð með þessum glæsilegra sigri heldur nægði hann einnig til að vinna riðilinn þar sem að enska landsliðið gerði markalaust jafntefli á sama tíma. Rússar fengu aðeins eitt stig í riðlinum og eru því á heimaleið frá Frakklandi eins og Rúmenar. Rússneska liðið slapp með skrekkinn í fyrsta leiknum á móti Englandi og tapaði síðan tveimur síðustu leikjum sínum. Velska liðið er á sínu fyrsta Evrópumóti og á sínu fyrsta stórmóti frá 1958 og stuðningsmenn liðsins eru örugglega í skýjunum með þess frábæru frammistöðu liðsins. Tveir sigrar og sárgrætilegt tap á móti Englandi eru meira en örugglega flestum dreymdi um. Wales byrjaði leikinn frábærlega og velska liðið skoraði tvö mörk á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Það fyrra skoraði Aaron Ramsey á 11. mínútu eftir frábæra sendingu Joe Allen inn fyrir vörnina og það síðara skoraði Neil Taylor á 20. mínútu en það er ekki á hverjum degi sem hann skoraði. Igor Akinfeev hafði mikið að gera í rússneska markinu og varði ófá skotin í leiknum. Gareth Bale lék lausum hala í leiknum og reyndi mörg skotin en Akinfeev sá við honum fram eftir leik. Gareth Bale tókst loksins að skora á 67. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Aaron Ramsey. Bale er nú markahæsti leikmaður Evrópumótsins með þrjú mörk. Gengi Rússa á EM í Frakklandi hlýtur að vera mikið áhyggjuefni en þeir halda eins og kunnugt er næstu heimsmeistarakeppni sem fer fram eftir aðeins tvö ár. Það þarf að taka mikið til í liðinu fram að því.Aaron Ramsey kemur Wales í 1-0 Hér er fyrra mark Walesverja. Aaron Ramsey. 1-0. #EMÍsland https://t.co/CV7Zx00BiO— Síminn (@siminn) June 20, 2016 Neil Taylor kemur Wales í 2-0 Neil Taylor bætir við marki! 2-0. #WAL #RUS #EMÍsland https://t.co/EGvh7Dsevg— Síminn (@siminn) June 20, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Sjá meira
Gareth Bale og félagar í velska landsliðinu tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi í kvöld eftir sannfærandi 3-0 sigur á Rússlandi en þá fór fram lokaumferðin í B-riðlinum. Wales tryggði sér ekki aðeins sæti í næstu umferð með þessum glæsilegra sigri heldur nægði hann einnig til að vinna riðilinn þar sem að enska landsliðið gerði markalaust jafntefli á sama tíma. Rússar fengu aðeins eitt stig í riðlinum og eru því á heimaleið frá Frakklandi eins og Rúmenar. Rússneska liðið slapp með skrekkinn í fyrsta leiknum á móti Englandi og tapaði síðan tveimur síðustu leikjum sínum. Velska liðið er á sínu fyrsta Evrópumóti og á sínu fyrsta stórmóti frá 1958 og stuðningsmenn liðsins eru örugglega í skýjunum með þess frábæru frammistöðu liðsins. Tveir sigrar og sárgrætilegt tap á móti Englandi eru meira en örugglega flestum dreymdi um. Wales byrjaði leikinn frábærlega og velska liðið skoraði tvö mörk á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Það fyrra skoraði Aaron Ramsey á 11. mínútu eftir frábæra sendingu Joe Allen inn fyrir vörnina og það síðara skoraði Neil Taylor á 20. mínútu en það er ekki á hverjum degi sem hann skoraði. Igor Akinfeev hafði mikið að gera í rússneska markinu og varði ófá skotin í leiknum. Gareth Bale lék lausum hala í leiknum og reyndi mörg skotin en Akinfeev sá við honum fram eftir leik. Gareth Bale tókst loksins að skora á 67. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Aaron Ramsey. Bale er nú markahæsti leikmaður Evrópumótsins með þrjú mörk. Gengi Rússa á EM í Frakklandi hlýtur að vera mikið áhyggjuefni en þeir halda eins og kunnugt er næstu heimsmeistarakeppni sem fer fram eftir aðeins tvö ár. Það þarf að taka mikið til í liðinu fram að því.Aaron Ramsey kemur Wales í 1-0 Hér er fyrra mark Walesverja. Aaron Ramsey. 1-0. #EMÍsland https://t.co/CV7Zx00BiO— Síminn (@siminn) June 20, 2016 Neil Taylor kemur Wales í 2-0 Neil Taylor bætir við marki! 2-0. #WAL #RUS #EMÍsland https://t.co/EGvh7Dsevg— Síminn (@siminn) June 20, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Sjá meira