Skorið inn að beini hjá slökkviliðinu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. júní 2016 07:00 Eldvarnaæfing hjá slökkviliðinu – erfitt reynist að finna tíma fyrir æfingar og endurmenntun liðsins. vísir/vilhelm Lágmarksfjöldi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á vakt á höfuðborgarsvæðinu hefur verið 23 undanfarin ár. Nú í sumar verður þeim fækkað um einn til tvo, eftir álagstímum. Mögulega mun þessi fækkun halda áfram fram eftir hausti. „Ef við myndum ekki draga úr mönnun, myndum við ekki standast fjárhagsáætlun,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir niðurskurð nauðsynlegan vegna aðhaldsaðgerða sveitarfélaga og launahækkana slökkviliðsmanna.VÍSIR/STEFÁNÁ sama tíma hefur orðið töluverð aukning í sjúkraflutningum á höfuðborgarsvæðinu. Bæði í almennum flutningum og bráðatilfellum. Í gegnum tíðina hafa aukabílar sinnt almennum flutningum, til að mynda flutningum á sjúklingum á milli stofnana, en slökkviliðið er með verktakasamning við ríkið um að sinna þjónustunni. Nú, með færri mönnum, er hætta á að gengið verði á þann mannskap sem sinna á bráðatilfellum, til að sinna þessum verkefnum. Jón Viðar viðurkennir að þessar aðgerðir geti komið niður á öryggi slökkviliðsmanna og almennings. „Álagið á mannskapinn hefur sannarlega aukist verulega. Mín tilfinning er sú að þetta sé komið algjörlega í lágmark. Ég vona að við náum að sinna öllu því sem er í forgangi en það gæti orðið seinkun á almennum flutningi. Þannig að þetta reynir á en allir eru einbeittir í því að láta þetta ekki koma niður á okkar viðskiptavinum. En við erum orðnir ansi tæpir.“ Til þess að fara í reykköfun þarf lágmarksfjölda slökkviliðsmanna. Jón viðurkennir að það hafi komið upp að ekki hafi verið nægilega margir menn í fyrsta bíl sem kemur á svæðið. Þá þurfi að bíða eftir næsta bíl til að geta farið inn. „Það getur valdið töfum. Við erum að dansa þarna algjörlega á línunni.“ Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að þreyta og pirringur séu komin í starfsfólk slökkviliðsins vegna álags og niðurskurðar. „Já, maður dáist að mannskapnum, hvað hann leggur hart að sér en að sjálfsögðu hefur þetta sínar afleiðingar. En þetta er dugmikill mannskapur, það er ekki hægt að segja annað.“ Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu standa að rekstri slökkviliðsins. Stjórnin er skipuð framkvæmdastjórum aðildarsveitarfélaganna sex og er borgarstjórinn formaður stjórnarinnar. Jón segir að þessar nýju hagræðingartillögur verði kynntar fyrir stjórninni á fundi á morgun.Fornbílar og slitin föt Öryggi er sett í forgang hjá slökkviliðinu þannig að fækkun í mannafla er eitt síðasta hálmstráið í niðurskurði. Áður hefur verið skorið niður á ýmsum öðrum sviðum.Bílafloti: Slökkvibílar liðsins eru árgerð 1990-2003. Ef einhver bílanna þarf að fara í viðgerð er varabíll notaður sem er af árgerð 1983. Hann telst til fornbíla. Stjórnin hefur þó heimilað kaup á fjórum bílum.Endurmenntun: Endurmenntun og æfingar eru framkvæmdar utan vakta vegna anna í starfinu. Endurmenntun er í algjöru lágmarki og hefur verið síðustu ár.Vinnuföt: Starfsmenn hafa ekki fengið ný vinnuföt í tæp tvö ár.Þessi grein birtist í Fréttablaðinu 21. júní 2016 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Sjá meira
Lágmarksfjöldi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á vakt á höfuðborgarsvæðinu hefur verið 23 undanfarin ár. Nú í sumar verður þeim fækkað um einn til tvo, eftir álagstímum. Mögulega mun þessi fækkun halda áfram fram eftir hausti. „Ef við myndum ekki draga úr mönnun, myndum við ekki standast fjárhagsáætlun,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir niðurskurð nauðsynlegan vegna aðhaldsaðgerða sveitarfélaga og launahækkana slökkviliðsmanna.VÍSIR/STEFÁNÁ sama tíma hefur orðið töluverð aukning í sjúkraflutningum á höfuðborgarsvæðinu. Bæði í almennum flutningum og bráðatilfellum. Í gegnum tíðina hafa aukabílar sinnt almennum flutningum, til að mynda flutningum á sjúklingum á milli stofnana, en slökkviliðið er með verktakasamning við ríkið um að sinna þjónustunni. Nú, með færri mönnum, er hætta á að gengið verði á þann mannskap sem sinna á bráðatilfellum, til að sinna þessum verkefnum. Jón Viðar viðurkennir að þessar aðgerðir geti komið niður á öryggi slökkviliðsmanna og almennings. „Álagið á mannskapinn hefur sannarlega aukist verulega. Mín tilfinning er sú að þetta sé komið algjörlega í lágmark. Ég vona að við náum að sinna öllu því sem er í forgangi en það gæti orðið seinkun á almennum flutningi. Þannig að þetta reynir á en allir eru einbeittir í því að láta þetta ekki koma niður á okkar viðskiptavinum. En við erum orðnir ansi tæpir.“ Til þess að fara í reykköfun þarf lágmarksfjölda slökkviliðsmanna. Jón viðurkennir að það hafi komið upp að ekki hafi verið nægilega margir menn í fyrsta bíl sem kemur á svæðið. Þá þurfi að bíða eftir næsta bíl til að geta farið inn. „Það getur valdið töfum. Við erum að dansa þarna algjörlega á línunni.“ Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að þreyta og pirringur séu komin í starfsfólk slökkviliðsins vegna álags og niðurskurðar. „Já, maður dáist að mannskapnum, hvað hann leggur hart að sér en að sjálfsögðu hefur þetta sínar afleiðingar. En þetta er dugmikill mannskapur, það er ekki hægt að segja annað.“ Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu standa að rekstri slökkviliðsins. Stjórnin er skipuð framkvæmdastjórum aðildarsveitarfélaganna sex og er borgarstjórinn formaður stjórnarinnar. Jón segir að þessar nýju hagræðingartillögur verði kynntar fyrir stjórninni á fundi á morgun.Fornbílar og slitin föt Öryggi er sett í forgang hjá slökkviliðinu þannig að fækkun í mannafla er eitt síðasta hálmstráið í niðurskurði. Áður hefur verið skorið niður á ýmsum öðrum sviðum.Bílafloti: Slökkvibílar liðsins eru árgerð 1990-2003. Ef einhver bílanna þarf að fara í viðgerð er varabíll notaður sem er af árgerð 1983. Hann telst til fornbíla. Stjórnin hefur þó heimilað kaup á fjórum bílum.Endurmenntun: Endurmenntun og æfingar eru framkvæmdar utan vakta vegna anna í starfinu. Endurmenntun er í algjöru lágmarki og hefur verið síðustu ár.Vinnuföt: Starfsmenn hafa ekki fengið ný vinnuföt í tæp tvö ár.Þessi grein birtist í Fréttablaðinu 21. júní 2016
Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Sjá meira