Skorið inn að beini hjá slökkviliðinu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. júní 2016 07:00 Eldvarnaæfing hjá slökkviliðinu – erfitt reynist að finna tíma fyrir æfingar og endurmenntun liðsins. vísir/vilhelm Lágmarksfjöldi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á vakt á höfuðborgarsvæðinu hefur verið 23 undanfarin ár. Nú í sumar verður þeim fækkað um einn til tvo, eftir álagstímum. Mögulega mun þessi fækkun halda áfram fram eftir hausti. „Ef við myndum ekki draga úr mönnun, myndum við ekki standast fjárhagsáætlun,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir niðurskurð nauðsynlegan vegna aðhaldsaðgerða sveitarfélaga og launahækkana slökkviliðsmanna.VÍSIR/STEFÁNÁ sama tíma hefur orðið töluverð aukning í sjúkraflutningum á höfuðborgarsvæðinu. Bæði í almennum flutningum og bráðatilfellum. Í gegnum tíðina hafa aukabílar sinnt almennum flutningum, til að mynda flutningum á sjúklingum á milli stofnana, en slökkviliðið er með verktakasamning við ríkið um að sinna þjónustunni. Nú, með færri mönnum, er hætta á að gengið verði á þann mannskap sem sinna á bráðatilfellum, til að sinna þessum verkefnum. Jón Viðar viðurkennir að þessar aðgerðir geti komið niður á öryggi slökkviliðsmanna og almennings. „Álagið á mannskapinn hefur sannarlega aukist verulega. Mín tilfinning er sú að þetta sé komið algjörlega í lágmark. Ég vona að við náum að sinna öllu því sem er í forgangi en það gæti orðið seinkun á almennum flutningi. Þannig að þetta reynir á en allir eru einbeittir í því að láta þetta ekki koma niður á okkar viðskiptavinum. En við erum orðnir ansi tæpir.“ Til þess að fara í reykköfun þarf lágmarksfjölda slökkviliðsmanna. Jón viðurkennir að það hafi komið upp að ekki hafi verið nægilega margir menn í fyrsta bíl sem kemur á svæðið. Þá þurfi að bíða eftir næsta bíl til að geta farið inn. „Það getur valdið töfum. Við erum að dansa þarna algjörlega á línunni.“ Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að þreyta og pirringur séu komin í starfsfólk slökkviliðsins vegna álags og niðurskurðar. „Já, maður dáist að mannskapnum, hvað hann leggur hart að sér en að sjálfsögðu hefur þetta sínar afleiðingar. En þetta er dugmikill mannskapur, það er ekki hægt að segja annað.“ Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu standa að rekstri slökkviliðsins. Stjórnin er skipuð framkvæmdastjórum aðildarsveitarfélaganna sex og er borgarstjórinn formaður stjórnarinnar. Jón segir að þessar nýju hagræðingartillögur verði kynntar fyrir stjórninni á fundi á morgun.Fornbílar og slitin föt Öryggi er sett í forgang hjá slökkviliðinu þannig að fækkun í mannafla er eitt síðasta hálmstráið í niðurskurði. Áður hefur verið skorið niður á ýmsum öðrum sviðum.Bílafloti: Slökkvibílar liðsins eru árgerð 1990-2003. Ef einhver bílanna þarf að fara í viðgerð er varabíll notaður sem er af árgerð 1983. Hann telst til fornbíla. Stjórnin hefur þó heimilað kaup á fjórum bílum.Endurmenntun: Endurmenntun og æfingar eru framkvæmdar utan vakta vegna anna í starfinu. Endurmenntun er í algjöru lágmarki og hefur verið síðustu ár.Vinnuföt: Starfsmenn hafa ekki fengið ný vinnuföt í tæp tvö ár.Þessi grein birtist í Fréttablaðinu 21. júní 2016 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Lágmarksfjöldi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á vakt á höfuðborgarsvæðinu hefur verið 23 undanfarin ár. Nú í sumar verður þeim fækkað um einn til tvo, eftir álagstímum. Mögulega mun þessi fækkun halda áfram fram eftir hausti. „Ef við myndum ekki draga úr mönnun, myndum við ekki standast fjárhagsáætlun,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir niðurskurð nauðsynlegan vegna aðhaldsaðgerða sveitarfélaga og launahækkana slökkviliðsmanna.VÍSIR/STEFÁNÁ sama tíma hefur orðið töluverð aukning í sjúkraflutningum á höfuðborgarsvæðinu. Bæði í almennum flutningum og bráðatilfellum. Í gegnum tíðina hafa aukabílar sinnt almennum flutningum, til að mynda flutningum á sjúklingum á milli stofnana, en slökkviliðið er með verktakasamning við ríkið um að sinna þjónustunni. Nú, með færri mönnum, er hætta á að gengið verði á þann mannskap sem sinna á bráðatilfellum, til að sinna þessum verkefnum. Jón Viðar viðurkennir að þessar aðgerðir geti komið niður á öryggi slökkviliðsmanna og almennings. „Álagið á mannskapinn hefur sannarlega aukist verulega. Mín tilfinning er sú að þetta sé komið algjörlega í lágmark. Ég vona að við náum að sinna öllu því sem er í forgangi en það gæti orðið seinkun á almennum flutningi. Þannig að þetta reynir á en allir eru einbeittir í því að láta þetta ekki koma niður á okkar viðskiptavinum. En við erum orðnir ansi tæpir.“ Til þess að fara í reykköfun þarf lágmarksfjölda slökkviliðsmanna. Jón viðurkennir að það hafi komið upp að ekki hafi verið nægilega margir menn í fyrsta bíl sem kemur á svæðið. Þá þurfi að bíða eftir næsta bíl til að geta farið inn. „Það getur valdið töfum. Við erum að dansa þarna algjörlega á línunni.“ Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að þreyta og pirringur séu komin í starfsfólk slökkviliðsins vegna álags og niðurskurðar. „Já, maður dáist að mannskapnum, hvað hann leggur hart að sér en að sjálfsögðu hefur þetta sínar afleiðingar. En þetta er dugmikill mannskapur, það er ekki hægt að segja annað.“ Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu standa að rekstri slökkviliðsins. Stjórnin er skipuð framkvæmdastjórum aðildarsveitarfélaganna sex og er borgarstjórinn formaður stjórnarinnar. Jón segir að þessar nýju hagræðingartillögur verði kynntar fyrir stjórninni á fundi á morgun.Fornbílar og slitin föt Öryggi er sett í forgang hjá slökkviliðinu þannig að fækkun í mannafla er eitt síðasta hálmstráið í niðurskurði. Áður hefur verið skorið niður á ýmsum öðrum sviðum.Bílafloti: Slökkvibílar liðsins eru árgerð 1990-2003. Ef einhver bílanna þarf að fara í viðgerð er varabíll notaður sem er af árgerð 1983. Hann telst til fornbíla. Stjórnin hefur þó heimilað kaup á fjórum bílum.Endurmenntun: Endurmenntun og æfingar eru framkvæmdar utan vakta vegna anna í starfinu. Endurmenntun er í algjöru lágmarki og hefur verið síðustu ár.Vinnuföt: Starfsmenn hafa ekki fengið ný vinnuföt í tæp tvö ár.Þessi grein birtist í Fréttablaðinu 21. júní 2016
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira