Hildur segist hafa verið niðurlægð í Speglinum Jakob Bjarnar skrifar 21. júní 2016 10:00 Hildur Þórðardóttir segist nú reynslunni ríkari hvað varðar fjölmiðlabatteríið í landinu, sem hún lýsir sem mikilli meinsemd í samfélaginu. Hildur Þórðardóttir forsetaframbjóðandi vandar RÚV og reyndar öllum fjölmiðlum í landinu ekki kveðjurnar. Hún segir að viðtal sem hún fór í við Spegilinn hafa verið eina allsherjar niðurlægingu og fjölmiðlar landsins stjórni með ótta. Ekki var annað á henni að skilja en fjölmiðlar landsins væri ein allsherjar meinsemd í þessu samfélagi.Framboðsfundur Spegilsins á Rás 1 Ríkisútvarpsins í gær hefur vakið mikla athygli og svo virðist sem aukin harka sé að færast í forsetakosningarnar nú þegar aðeins fjórir dagar eru í kosningar. Þegar hefur verið greint frá því að umsjónarmenn þáttarins, þeir Arnar Páll Hauksson og Jón Guðni Kristjánsson, hafi verið að því komnir að vísa Ástþóri Magnússyni út, en hann var mjög vanstilltur og lét illa að stjórn.Fjölmiðar stjórni með óttaNokkur óánægja með fyrirkomulag sjónvarpsumræðna kom fram meðal frambjóðenda, þá það að skipta á þeim í tvennt og eru þeir hafðir sér sem hafa mælst hæst í skoðanakönnunum. Mörður Árnason, stjórnarmaður hjá RUV ohf. hefur ritað grein þar sem hann leyfir sér að efast um að þetta samræmist lýðræðislegu hlutverki ríkisrekins almannaútvarps. En, harðasta gagnrýnin sem fjölmiðlar máttu þola kom þó frá Hildi, sem greindi frá sárum vonbrigðum með „fjölmiðlabatteríið hérna í landinu“ eins og Hildur orðaði það. Og hún lýsti reynslu sinni.Fram kom verulega óánægja meðal flestra forsetaframbjóðenda með það fyrirkomulag sem RÚV hefur boðað í framboðsfundi í sjónvarpi.„Þegar ég kom fram og sagði: Ég er með hugmyndir um hvernig við getum bætt samfélagið, búið til betra samfélag og fjölmiðlar tóku ekkert undir það. Þeir höfðu engan áhuga á að heyra hvaða breytingar ég var að tala um eða breyta samfélaginu yfir höfuð. Í staðinn fundu þeir eitthvað til að skjóta fólk sem kom fram í kaf. Ég komast að því að fjölmiðlar stjórna með ótta og halda almenningi niðri í landinu. Og það verður engin þróun á meðan fjölmiðlar eru svona,“ sagði Hildur.Mikilvægt að skoða hlutverk fjölmiðlaForsetaframbjóðandinn segir fjölmiðla hafa gríðarlegt vald og þeir hafi mikla ábyrgð gagnvart almenningi, þeim beri að upplýsa almenning um hvað eru góðar leiðir, hvernig við getum búið til betra samfélag. En, því er ekki að heilsa nema síður sé: „... fjölmiðlar eru fastir í einhverjum skotgröfum og alltaf að ala á ótta hjá fólki, finna eitthvað: „O, hún er svo hræðileg þessi kona því hún segir þetta!!!" Og snúa uppá orð. Og endalaust sama spurningin. Hundrað sinnum þurfti ég að svara sömu spurningunni. Ég einmitt stend fyrir það að leyfa öllum sjónarmiðum að heyrast. En fjölmiðlar eru fastir í einhverjum tvíhliða hugsunarhætti og ég vona að þeir eigi eftir að líta í eigin barm eftir þessa kosningabaráttu, ekki bara RÚV heldur allir fjölmiðlar, fjölmiðlar eins og þeir leggja sig í landinu og við sem samfélag. Að skoða hlutverk fjölmiðla. Eru þeir hér til að viðhalda óttanum eða eru þeir til að upplýsa almenning.“Hildur hellti sér yfir þá Spegils-menn og sagði þá hafa niðurlægt sig og sýnt sér yfirgang og hroka.Hroki og yfirlæti RÚV-mannaHeldur þótti umsjónarmönnum ómaklega að sér vegið og greip Jón Guðni inní og benti á að Hildur hafi komið tvisvar fram í Speglinum auk þess sem hann hafi lesið langt og ítarlegt viðtal við hana í blaði um daginn. Hann skildi bara ekkert hvað hún væri að tala um? „Já, það eru einstaka viðtöl sem eru góð,“ sagði þá Hildur. Jón Guðni spurði þá hvort Hildur væri að tala um samfélagsmiðlana? En, eins og lögfræðingar vita, þá er betra að vita svarið við spurningunum áður en þær eru bornar fram. Því Hildur beindi nú alfarið spjótum sínum að Speglinum og Ríkisútvarpinu: „Já, ég skal segja þér nákvæmlega. Þegar ég kom hingað í Spegilinn. Þegar ég kom ein í Spegilinn, þá mætti ég þvílíkum hroka og yfirlæti. Og fréttamaðurinn gerði ítrekað í því að niðurlægja mig og upphefja sjálfan sig þá á minn kostnað. Þetta var ein allsherjar niðurlæging. Og ég varð svo hissa. Ég bjóst við því að vera að koma í viðtal hér í þessum miðli sem væri vandur að virðingu sinni og fjalla um málin á yfirvegaðan máta en þetta var sko alls ekki það.“Uppfært 15:10 Arnar Páll Hauksson vakti athygli á því, í Facebookhópnum Fjölmiðlanördar, þar sem þessi ummæli Hildar eru til umræðu, að það viðtal sem hún vísar í sé eftirfarandi, sem finna má hér. Tengdar fréttir Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda Til harðra orðaskipta kom á milli þáttastjórnenda og Ástþórs Magnússonar sem krafði Guðna Th. Jóhannesson svara. Guðni sagði Ástþór geta startað styrjöld einn í herbergi. 20. júní 2016 21:35 Flestir forsetaframbjóðendur vilja takmarka fjölda kjörtímabila ,,Já ég er eiginlega þeirrar skoðunar að besta tryggingin fyrir farsælu lýðræði sé vilji fólksins,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson sitjandi forseti. 20. júní 2016 00:45 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Hildur Þórðardóttir forsetaframbjóðandi vandar RÚV og reyndar öllum fjölmiðlum í landinu ekki kveðjurnar. Hún segir að viðtal sem hún fór í við Spegilinn hafa verið eina allsherjar niðurlægingu og fjölmiðlar landsins stjórni með ótta. Ekki var annað á henni að skilja en fjölmiðlar landsins væri ein allsherjar meinsemd í þessu samfélagi.Framboðsfundur Spegilsins á Rás 1 Ríkisútvarpsins í gær hefur vakið mikla athygli og svo virðist sem aukin harka sé að færast í forsetakosningarnar nú þegar aðeins fjórir dagar eru í kosningar. Þegar hefur verið greint frá því að umsjónarmenn þáttarins, þeir Arnar Páll Hauksson og Jón Guðni Kristjánsson, hafi verið að því komnir að vísa Ástþóri Magnússyni út, en hann var mjög vanstilltur og lét illa að stjórn.Fjölmiðar stjórni með óttaNokkur óánægja með fyrirkomulag sjónvarpsumræðna kom fram meðal frambjóðenda, þá það að skipta á þeim í tvennt og eru þeir hafðir sér sem hafa mælst hæst í skoðanakönnunum. Mörður Árnason, stjórnarmaður hjá RUV ohf. hefur ritað grein þar sem hann leyfir sér að efast um að þetta samræmist lýðræðislegu hlutverki ríkisrekins almannaútvarps. En, harðasta gagnrýnin sem fjölmiðlar máttu þola kom þó frá Hildi, sem greindi frá sárum vonbrigðum með „fjölmiðlabatteríið hérna í landinu“ eins og Hildur orðaði það. Og hún lýsti reynslu sinni.Fram kom verulega óánægja meðal flestra forsetaframbjóðenda með það fyrirkomulag sem RÚV hefur boðað í framboðsfundi í sjónvarpi.„Þegar ég kom fram og sagði: Ég er með hugmyndir um hvernig við getum bætt samfélagið, búið til betra samfélag og fjölmiðlar tóku ekkert undir það. Þeir höfðu engan áhuga á að heyra hvaða breytingar ég var að tala um eða breyta samfélaginu yfir höfuð. Í staðinn fundu þeir eitthvað til að skjóta fólk sem kom fram í kaf. Ég komast að því að fjölmiðlar stjórna með ótta og halda almenningi niðri í landinu. Og það verður engin þróun á meðan fjölmiðlar eru svona,“ sagði Hildur.Mikilvægt að skoða hlutverk fjölmiðlaForsetaframbjóðandinn segir fjölmiðla hafa gríðarlegt vald og þeir hafi mikla ábyrgð gagnvart almenningi, þeim beri að upplýsa almenning um hvað eru góðar leiðir, hvernig við getum búið til betra samfélag. En, því er ekki að heilsa nema síður sé: „... fjölmiðlar eru fastir í einhverjum skotgröfum og alltaf að ala á ótta hjá fólki, finna eitthvað: „O, hún er svo hræðileg þessi kona því hún segir þetta!!!" Og snúa uppá orð. Og endalaust sama spurningin. Hundrað sinnum þurfti ég að svara sömu spurningunni. Ég einmitt stend fyrir það að leyfa öllum sjónarmiðum að heyrast. En fjölmiðlar eru fastir í einhverjum tvíhliða hugsunarhætti og ég vona að þeir eigi eftir að líta í eigin barm eftir þessa kosningabaráttu, ekki bara RÚV heldur allir fjölmiðlar, fjölmiðlar eins og þeir leggja sig í landinu og við sem samfélag. Að skoða hlutverk fjölmiðla. Eru þeir hér til að viðhalda óttanum eða eru þeir til að upplýsa almenning.“Hildur hellti sér yfir þá Spegils-menn og sagði þá hafa niðurlægt sig og sýnt sér yfirgang og hroka.Hroki og yfirlæti RÚV-mannaHeldur þótti umsjónarmönnum ómaklega að sér vegið og greip Jón Guðni inní og benti á að Hildur hafi komið tvisvar fram í Speglinum auk þess sem hann hafi lesið langt og ítarlegt viðtal við hana í blaði um daginn. Hann skildi bara ekkert hvað hún væri að tala um? „Já, það eru einstaka viðtöl sem eru góð,“ sagði þá Hildur. Jón Guðni spurði þá hvort Hildur væri að tala um samfélagsmiðlana? En, eins og lögfræðingar vita, þá er betra að vita svarið við spurningunum áður en þær eru bornar fram. Því Hildur beindi nú alfarið spjótum sínum að Speglinum og Ríkisútvarpinu: „Já, ég skal segja þér nákvæmlega. Þegar ég kom hingað í Spegilinn. Þegar ég kom ein í Spegilinn, þá mætti ég þvílíkum hroka og yfirlæti. Og fréttamaðurinn gerði ítrekað í því að niðurlægja mig og upphefja sjálfan sig þá á minn kostnað. Þetta var ein allsherjar niðurlæging. Og ég varð svo hissa. Ég bjóst við því að vera að koma í viðtal hér í þessum miðli sem væri vandur að virðingu sinni og fjalla um málin á yfirvegaðan máta en þetta var sko alls ekki það.“Uppfært 15:10 Arnar Páll Hauksson vakti athygli á því, í Facebookhópnum Fjölmiðlanördar, þar sem þessi ummæli Hildar eru til umræðu, að það viðtal sem hún vísar í sé eftirfarandi, sem finna má hér.
Tengdar fréttir Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda Til harðra orðaskipta kom á milli þáttastjórnenda og Ástþórs Magnússonar sem krafði Guðna Th. Jóhannesson svara. Guðni sagði Ástþór geta startað styrjöld einn í herbergi. 20. júní 2016 21:35 Flestir forsetaframbjóðendur vilja takmarka fjölda kjörtímabila ,,Já ég er eiginlega þeirrar skoðunar að besta tryggingin fyrir farsælu lýðræði sé vilji fólksins,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson sitjandi forseti. 20. júní 2016 00:45 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda Til harðra orðaskipta kom á milli þáttastjórnenda og Ástþórs Magnússonar sem krafði Guðna Th. Jóhannesson svara. Guðni sagði Ástþór geta startað styrjöld einn í herbergi. 20. júní 2016 21:35
Flestir forsetaframbjóðendur vilja takmarka fjölda kjörtímabila ,,Já ég er eiginlega þeirrar skoðunar að besta tryggingin fyrir farsælu lýðræði sé vilji fólksins,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson sitjandi forseti. 20. júní 2016 00:45