Fundu ferðamann í tjaldi á fjórtándu holu Bjarki Ármannsson skrifar 23. júní 2016 14:56 „Ég þóttist bara vera að taka mynd af stráknum sem var að slá en náði honum náttúrulega í leiðinni,“ segir Hjörtur. Mynd/Hjörtur Brynjarsson Kylfingar á Korpúlfsstaðavelli rákust á þriðjudagskvöld á erlendan ferðamann sem var að koma upp tjaldi á einum teignum. Svo virðist sem hann hafi gist þar um nóttina en sé nú farinn. Hjörtur Brynjarsson, einn kylfinganna, deildi mynd af kappanum og tjaldinu á Facebook sem vakti athygli Víkurfrétta. Hjörtur segir í samtali við Vísi að félagarnir hafi verið á fjórtandu holu á teig þar sem kylfingar spila sjaldan, um þrjátíu metrum lengra en alla jafna er farið. „Við förum þarna upp og þá er félaginn bara að föndra eitthvað með tjaldið sitt og græjur,“ segir Hjörtur. „Ég benti honum vinsamlega á að það væru til tjaldstæði. Ég vissi ekki hvort hann væri bara villtur eða hvað. En hann sagði að það hefði sprungið dekk á hjólinu hans og að hann hefði bara ákveðið að bíða eftir því að Bauhaus, sem er þarna við hliðina, myndi opna.“ Hjörtur og félagar tóku þessa útskýringu góða og gilda, enda ferðalangurinn ekkert að trufla þá í iðju þeirra. „Við vorum svosem ekkert að ræða við hann,“ segir hann. „Við bara slógum og héldum svo áfram en okkur þótti þetta frekar fyndið. Þannig við ákváðum að taka þessa mynd. Ég þóttist bara vera að taka mynd af stráknum sem var að slá en náði honum náttúrulega í leiðinni.“ Annar kylfingur frá Golfklúbbi Reykjavíkur heimsótti sama teig um nóttina og náði annarri mynd af tjaldinu, sem var þá komið upp. Ferðalangurinn seinheppni hefur sennilega sofið þar um nóttina. „Þetta hefur nú gerst oft áður hjá okkur,“ segir Birkir Már Birgisson, vallarstjóri Korpúlfsstaðarvallar. „Þetta var líka í fyrra og hittifyrra.“ Birkir Már segist ekki hafa orðið var við það að þessi tiltekni ferðamaður hafi komið og farið. Svona mál hafi þó reglulega komið upp og það sé aldrei vesen að vísa fólki burt. „Öll skiptin sem við höfum rekist á þetta, þá hafa þetta verið útlendingar. Þeir hafa sjálfsagt bara heyrt að á Íslandi megi tjalda hvar sem er, ég veit það ekki.“ Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ Sjá meira
Kylfingar á Korpúlfsstaðavelli rákust á þriðjudagskvöld á erlendan ferðamann sem var að koma upp tjaldi á einum teignum. Svo virðist sem hann hafi gist þar um nóttina en sé nú farinn. Hjörtur Brynjarsson, einn kylfinganna, deildi mynd af kappanum og tjaldinu á Facebook sem vakti athygli Víkurfrétta. Hjörtur segir í samtali við Vísi að félagarnir hafi verið á fjórtandu holu á teig þar sem kylfingar spila sjaldan, um þrjátíu metrum lengra en alla jafna er farið. „Við förum þarna upp og þá er félaginn bara að föndra eitthvað með tjaldið sitt og græjur,“ segir Hjörtur. „Ég benti honum vinsamlega á að það væru til tjaldstæði. Ég vissi ekki hvort hann væri bara villtur eða hvað. En hann sagði að það hefði sprungið dekk á hjólinu hans og að hann hefði bara ákveðið að bíða eftir því að Bauhaus, sem er þarna við hliðina, myndi opna.“ Hjörtur og félagar tóku þessa útskýringu góða og gilda, enda ferðalangurinn ekkert að trufla þá í iðju þeirra. „Við vorum svosem ekkert að ræða við hann,“ segir hann. „Við bara slógum og héldum svo áfram en okkur þótti þetta frekar fyndið. Þannig við ákváðum að taka þessa mynd. Ég þóttist bara vera að taka mynd af stráknum sem var að slá en náði honum náttúrulega í leiðinni.“ Annar kylfingur frá Golfklúbbi Reykjavíkur heimsótti sama teig um nóttina og náði annarri mynd af tjaldinu, sem var þá komið upp. Ferðalangurinn seinheppni hefur sennilega sofið þar um nóttina. „Þetta hefur nú gerst oft áður hjá okkur,“ segir Birkir Már Birgisson, vallarstjóri Korpúlfsstaðarvallar. „Þetta var líka í fyrra og hittifyrra.“ Birkir Már segist ekki hafa orðið var við það að þessi tiltekni ferðamaður hafi komið og farið. Svona mál hafi þó reglulega komið upp og það sé aldrei vesen að vísa fólki burt. „Öll skiptin sem við höfum rekist á þetta, þá hafa þetta verið útlendingar. Þeir hafa sjálfsagt bara heyrt að á Íslandi megi tjalda hvar sem er, ég veit það ekki.“
Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ Sjá meira