Fundu ferðamann í tjaldi á fjórtándu holu Bjarki Ármannsson skrifar 23. júní 2016 14:56 „Ég þóttist bara vera að taka mynd af stráknum sem var að slá en náði honum náttúrulega í leiðinni,“ segir Hjörtur. Mynd/Hjörtur Brynjarsson Kylfingar á Korpúlfsstaðavelli rákust á þriðjudagskvöld á erlendan ferðamann sem var að koma upp tjaldi á einum teignum. Svo virðist sem hann hafi gist þar um nóttina en sé nú farinn. Hjörtur Brynjarsson, einn kylfinganna, deildi mynd af kappanum og tjaldinu á Facebook sem vakti athygli Víkurfrétta. Hjörtur segir í samtali við Vísi að félagarnir hafi verið á fjórtandu holu á teig þar sem kylfingar spila sjaldan, um þrjátíu metrum lengra en alla jafna er farið. „Við förum þarna upp og þá er félaginn bara að föndra eitthvað með tjaldið sitt og græjur,“ segir Hjörtur. „Ég benti honum vinsamlega á að það væru til tjaldstæði. Ég vissi ekki hvort hann væri bara villtur eða hvað. En hann sagði að það hefði sprungið dekk á hjólinu hans og að hann hefði bara ákveðið að bíða eftir því að Bauhaus, sem er þarna við hliðina, myndi opna.“ Hjörtur og félagar tóku þessa útskýringu góða og gilda, enda ferðalangurinn ekkert að trufla þá í iðju þeirra. „Við vorum svosem ekkert að ræða við hann,“ segir hann. „Við bara slógum og héldum svo áfram en okkur þótti þetta frekar fyndið. Þannig við ákváðum að taka þessa mynd. Ég þóttist bara vera að taka mynd af stráknum sem var að slá en náði honum náttúrulega í leiðinni.“ Annar kylfingur frá Golfklúbbi Reykjavíkur heimsótti sama teig um nóttina og náði annarri mynd af tjaldinu, sem var þá komið upp. Ferðalangurinn seinheppni hefur sennilega sofið þar um nóttina. „Þetta hefur nú gerst oft áður hjá okkur,“ segir Birkir Már Birgisson, vallarstjóri Korpúlfsstaðarvallar. „Þetta var líka í fyrra og hittifyrra.“ Birkir Már segist ekki hafa orðið var við það að þessi tiltekni ferðamaður hafi komið og farið. Svona mál hafi þó reglulega komið upp og það sé aldrei vesen að vísa fólki burt. „Öll skiptin sem við höfum rekist á þetta, þá hafa þetta verið útlendingar. Þeir hafa sjálfsagt bara heyrt að á Íslandi megi tjalda hvar sem er, ég veit það ekki.“ Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Fleiri fréttir Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Sjá meira
Kylfingar á Korpúlfsstaðavelli rákust á þriðjudagskvöld á erlendan ferðamann sem var að koma upp tjaldi á einum teignum. Svo virðist sem hann hafi gist þar um nóttina en sé nú farinn. Hjörtur Brynjarsson, einn kylfinganna, deildi mynd af kappanum og tjaldinu á Facebook sem vakti athygli Víkurfrétta. Hjörtur segir í samtali við Vísi að félagarnir hafi verið á fjórtandu holu á teig þar sem kylfingar spila sjaldan, um þrjátíu metrum lengra en alla jafna er farið. „Við förum þarna upp og þá er félaginn bara að föndra eitthvað með tjaldið sitt og græjur,“ segir Hjörtur. „Ég benti honum vinsamlega á að það væru til tjaldstæði. Ég vissi ekki hvort hann væri bara villtur eða hvað. En hann sagði að það hefði sprungið dekk á hjólinu hans og að hann hefði bara ákveðið að bíða eftir því að Bauhaus, sem er þarna við hliðina, myndi opna.“ Hjörtur og félagar tóku þessa útskýringu góða og gilda, enda ferðalangurinn ekkert að trufla þá í iðju þeirra. „Við vorum svosem ekkert að ræða við hann,“ segir hann. „Við bara slógum og héldum svo áfram en okkur þótti þetta frekar fyndið. Þannig við ákváðum að taka þessa mynd. Ég þóttist bara vera að taka mynd af stráknum sem var að slá en náði honum náttúrulega í leiðinni.“ Annar kylfingur frá Golfklúbbi Reykjavíkur heimsótti sama teig um nóttina og náði annarri mynd af tjaldinu, sem var þá komið upp. Ferðalangurinn seinheppni hefur sennilega sofið þar um nóttina. „Þetta hefur nú gerst oft áður hjá okkur,“ segir Birkir Már Birgisson, vallarstjóri Korpúlfsstaðarvallar. „Þetta var líka í fyrra og hittifyrra.“ Birkir Már segist ekki hafa orðið var við það að þessi tiltekni ferðamaður hafi komið og farið. Svona mál hafi þó reglulega komið upp og það sé aldrei vesen að vísa fólki burt. „Öll skiptin sem við höfum rekist á þetta, þá hafa þetta verið útlendingar. Þeir hafa sjálfsagt bara heyrt að á Íslandi megi tjalda hvar sem er, ég veit það ekki.“
Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Fleiri fréttir Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Sjá meira