Andy Hunter: England gæti lent í basli gegn Íslandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. júní 2016 20:30 Andy Hunter er einn þekktasti blaðamaður Guardian en hann var kominn til Annecy í dag til að fylgjast með æfingu íslenska landsliðsins. Hann segir að það hafi verið mikill áhugi á íslenska liðinu fyrir en hann hafi farið upp úr öllu valdi eftir að ljóst var að England yrði andstæðingur okkar manna í 16-liða úrslitunum. „Þetta er rómantísk saga. Ísland er lítið land og fólk var heillað af því að það væru 10 prósent af þjóðinni að koma hingað út til Frakklands. Það vilja allir að smáliðunum gangi vel,“ sagði Hunter í viðtali við Vísi í dag. „Auðvitað voru margir fegnir að sleppa við Portúgal sem sló okkur út á tveimur stórmótum í röð. Einhverjir segja að þetta sé auðveldur dráttur en það er ekkert slíkt til þegar England á í hlut.“ „Ég held að það væri lítið gert úr Íslandi með því að hugsa um Ísland í því ljósi.“ England fékk tækifæri til að vinna sinn riðil á EM en gerði markalaust jafntefli við Slóvakíu í lokaleik riðilsins. Hunter reiknar með að England fái svipaðan leik gegn Íslandi og í þeim leik. „England gæti lent í vandræðum gegn Íslandi. Þeir voru ekki sannfærandi gegn Slóvakíu. Þeir fengu nokkur færi þegar Slóvakía varðist með hárri línu og Vardy komst inn á milli þeirra. Slóvakar gerðu ekki þau mistök aftur.“ „Roy Hodgson veit ekki enn hvað hans sterkasta byrjunarlið er en að móti kemur að liðið fær nú viku til að undirbúa sig fyrir þennan leik. Það gæti verið vandamál fyrir Ísland.“ Viðtalið má sjá allt hér fyrir ofan en þar ræðir Hunter meðal annars um myndbandið af Gumma Ben sem hefur farið um allan heim eftir leikinn í gær.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Sjá meira
Andy Hunter er einn þekktasti blaðamaður Guardian en hann var kominn til Annecy í dag til að fylgjast með æfingu íslenska landsliðsins. Hann segir að það hafi verið mikill áhugi á íslenska liðinu fyrir en hann hafi farið upp úr öllu valdi eftir að ljóst var að England yrði andstæðingur okkar manna í 16-liða úrslitunum. „Þetta er rómantísk saga. Ísland er lítið land og fólk var heillað af því að það væru 10 prósent af þjóðinni að koma hingað út til Frakklands. Það vilja allir að smáliðunum gangi vel,“ sagði Hunter í viðtali við Vísi í dag. „Auðvitað voru margir fegnir að sleppa við Portúgal sem sló okkur út á tveimur stórmótum í röð. Einhverjir segja að þetta sé auðveldur dráttur en það er ekkert slíkt til þegar England á í hlut.“ „Ég held að það væri lítið gert úr Íslandi með því að hugsa um Ísland í því ljósi.“ England fékk tækifæri til að vinna sinn riðil á EM en gerði markalaust jafntefli við Slóvakíu í lokaleik riðilsins. Hunter reiknar með að England fái svipaðan leik gegn Íslandi og í þeim leik. „England gæti lent í vandræðum gegn Íslandi. Þeir voru ekki sannfærandi gegn Slóvakíu. Þeir fengu nokkur færi þegar Slóvakía varðist með hárri línu og Vardy komst inn á milli þeirra. Slóvakar gerðu ekki þau mistök aftur.“ „Roy Hodgson veit ekki enn hvað hans sterkasta byrjunarlið er en að móti kemur að liðið fær nú viku til að undirbúa sig fyrir þennan leik. Það gæti verið vandamál fyrir Ísland.“ Viðtalið má sjá allt hér fyrir ofan en þar ræðir Hunter meðal annars um myndbandið af Gumma Ben sem hefur farið um allan heim eftir leikinn í gær.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Sjá meira