Guðni leiðir þegar lokatölur liggja fyrir í fjórum kjördæmum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júní 2016 07:39 Verðandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson, ásamt eiginkonu sinni, Elizu, á kosningavöku sinni. vísir/hanna Lokaniðurstöður forsetakosninganna liggja fyrir. Alls greiddu 185.390 manns atkvæði og var kjörsókn því 75,7 prósent. Það er nokkrum meira heldur en í síðustu kosningum, árið 2012, þegar kjörsókn var 69,3 prósent. Guðni Th. Jóhannesson er réttkjörinn forseti Íslands en hann hlaut 39,1 prósent atkvæða. Halla Tómasdóttir hlaut 27,9 prósent. Andri Snær Magnason hlaut fleiri atkvæði en Davíð Oddson en báðir eru með um fjórtán prósent. Þá endar Sturla Jónsson með 3,5 prósent. Upphafleg frétt 07.39 Lokatölur í fjórum kjördæmum af sex liggja fyrir. Reykjavíkurkjördæmi suður var síðasta kjördæmið til að skila lokatölum af þeim sem skilað hafa af sér. Lokatölur skortir hins vegar úr Norðvestur- og Norðausturkjördæmi. Í frétt á vef Ríkisútvarpsins kemur fram að kjörsókn í Reykjavík suður hafi verið rétt yfir 74 prósentum. Guðni Th. Jóhannesson hlaut mest fylgi eða tæp 39 prósent. Halla Tómasdóttir fylgdi næst á eftir honum með 23,5 prósent og Andri Snær Magnason halut rúm nítján. Borgarstjórinn fyrrverandi, Davíð Oddsson, fékk 13,6 prósent og Sturla Jónsson tæp fjögur. Fjórir frambjóðendur fengu undir einu prósenti atkvæða. Staðan yfir landið allt er svipuð og í áðurnefndu kjördæmi að því leiti að Halla Tómasdóttir er með meira fylgi á landsvísu á kostnað Andra Snæs. Guðni Th. er sem stendur með 38,9 prósent þeirra atkvæða sem talin hafa verið en Halla hlaut 28,2 prósent. Andri Snær er með 14,2 prósent á landsvísu en kjör annarra er á pari við það sem reifað var hér á undan.Uppfært 08.05 Lokatölur hafa skilað sér úr Norðausturkjördæmi. Nú er aðeins beðið eftir norðvesturkjördæmi. Kjörsókn í Norðausturkjördæmi var rúmlega 76 prósent og hlaut Guðni Th. Jóhannesson 45,1 prósent. Halla Tómasdóttir hlaut 31 prósent, Davíð Oddsson rúm ellefu, Andri Snær tæp níu og Sturla Jónsson 2,5 prósent. Aðrir hlutu minna en eitt prósent. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV.Uppfært 09.15 Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi hljóðuðu á þann veg að Guðni Th. fékk 42 prósent en Halla tíu prósentum minna. Davíð Oddsson hlaut 14,1 prósent og Andri Snær helmingi færri atkvæði. Sturla Jónsson fékk 3,2 prósent. Upplýsingar um tölur og kjörsókn eru fengnar af vef Ríkisútvarpsins. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49 Heilræði Ólafs: Forsetinn stendur einn að lokum Ólafur Ragnar telur niðurstöður kosninganna fagnaðarefni fyrir lýðræðið. 26. júní 2016 01:40 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Lokaniðurstöður forsetakosninganna liggja fyrir. Alls greiddu 185.390 manns atkvæði og var kjörsókn því 75,7 prósent. Það er nokkrum meira heldur en í síðustu kosningum, árið 2012, þegar kjörsókn var 69,3 prósent. Guðni Th. Jóhannesson er réttkjörinn forseti Íslands en hann hlaut 39,1 prósent atkvæða. Halla Tómasdóttir hlaut 27,9 prósent. Andri Snær Magnason hlaut fleiri atkvæði en Davíð Oddson en báðir eru með um fjórtán prósent. Þá endar Sturla Jónsson með 3,5 prósent. Upphafleg frétt 07.39 Lokatölur í fjórum kjördæmum af sex liggja fyrir. Reykjavíkurkjördæmi suður var síðasta kjördæmið til að skila lokatölum af þeim sem skilað hafa af sér. Lokatölur skortir hins vegar úr Norðvestur- og Norðausturkjördæmi. Í frétt á vef Ríkisútvarpsins kemur fram að kjörsókn í Reykjavík suður hafi verið rétt yfir 74 prósentum. Guðni Th. Jóhannesson hlaut mest fylgi eða tæp 39 prósent. Halla Tómasdóttir fylgdi næst á eftir honum með 23,5 prósent og Andri Snær Magnason halut rúm nítján. Borgarstjórinn fyrrverandi, Davíð Oddsson, fékk 13,6 prósent og Sturla Jónsson tæp fjögur. Fjórir frambjóðendur fengu undir einu prósenti atkvæða. Staðan yfir landið allt er svipuð og í áðurnefndu kjördæmi að því leiti að Halla Tómasdóttir er með meira fylgi á landsvísu á kostnað Andra Snæs. Guðni Th. er sem stendur með 38,9 prósent þeirra atkvæða sem talin hafa verið en Halla hlaut 28,2 prósent. Andri Snær er með 14,2 prósent á landsvísu en kjör annarra er á pari við það sem reifað var hér á undan.Uppfært 08.05 Lokatölur hafa skilað sér úr Norðausturkjördæmi. Nú er aðeins beðið eftir norðvesturkjördæmi. Kjörsókn í Norðausturkjördæmi var rúmlega 76 prósent og hlaut Guðni Th. Jóhannesson 45,1 prósent. Halla Tómasdóttir hlaut 31 prósent, Davíð Oddsson rúm ellefu, Andri Snær tæp níu og Sturla Jónsson 2,5 prósent. Aðrir hlutu minna en eitt prósent. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV.Uppfært 09.15 Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi hljóðuðu á þann veg að Guðni Th. fékk 42 prósent en Halla tíu prósentum minna. Davíð Oddsson hlaut 14,1 prósent og Andri Snær helmingi færri atkvæði. Sturla Jónsson fékk 3,2 prósent. Upplýsingar um tölur og kjörsókn eru fengnar af vef Ríkisútvarpsins.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49 Heilræði Ólafs: Forsetinn stendur einn að lokum Ólafur Ragnar telur niðurstöður kosninganna fagnaðarefni fyrir lýðræðið. 26. júní 2016 01:40 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49
Heilræði Ólafs: Forsetinn stendur einn að lokum Ólafur Ragnar telur niðurstöður kosninganna fagnaðarefni fyrir lýðræðið. 26. júní 2016 01:40
Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44