Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2016 15:53 Frá Orkumótinu í Vestmannaeyjum 2014. Orkumótinu í Vestmannaeyjum lauk um helgina og var vafalítið mikil upplifun fyrir þá stráka og stelpur sem spiluðu og foreldra þeirra. Mótið skiptir ungu kynslóðina eðlilega miklu máli eins og sést til dæmis í tilfelli foreldra Arnórs Ingva Traustasonar sem voru ekki viðstödd 2-1 sigurinn á Austurríki þar sem sonur þeirra skoraði sigurmarkið eins og frægt er orðið. Ástæðan var sú að hinn níu ára gamli Viktor Árni var að spila með 6. flokki Keflavíkur í Vestmannaeyjum. Orkumótið er fyrir 6. flokk karla, þar spiluðu í ár 108 félög alls 600 leiki. Sum félög á Íslandi bjóða ungum og efnilegum stelpum að æfa og spila með strákaliðinu einfaldlega til að þær fái meiri samkeppni. Þannig er það til dæmis hjá Gróttu á Seltjarnarnesi og var ein þeirra efnilegasta stúlka í liði þeirra og stóð sig vel. KSÍ heimilar stelpum að spila með strákum í yngri flokkum. Svo vel stóð hún sig að Grótta valdi hana sem fulltrúa sinn í landsleikinn, árlega viðureign landsliðs og pressuliðs sem fram fer á aðalvelli ÍBV, Hásteinsvelli. Um mikinn heiður er að ræða fyrir leikmenn á mótinu. Valið fer þannig fram að hvert félag velur fulltrúa sinn og segist Pétur Már Harðarson, þjálfari 6. flokks Gróttu, hafa valið þann leikmann sem skaraði fram úr í A-liði Gróttu og hafði auk þess sinnt æfingum afskaplega vel í allan vetur og í vor „Fyrirmyndariðkandi í alla staði,“ segir Pétur Már í ítarlegri Fésbókarfærslu um málið.Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður var á Orkumótinu um helgina eins og sjá má í fréttinni hér að neðan. Mikil stemning var á mótinu. Sagt að breyta valinu „Seinni partinn á laugrdaginn fékk ég svo símtal frá mótsstjórn þar sem mér val tilkynnt að ég þyrfti að breyta og tilnefna annan leikmann. Af hverju? Af því að ég valdi stelpu sem fulltrúa Gróttu í landsleikinn,“ segir Pétur og er greinilega allt annað en sáttur eins og fleiri úr herbúðum Gróttu sem Vísir hefur rætt við. „Umrædd stelpa hefur æft með 6. flokki karla frá fyrstu æfingu í haust og tekið þátt í öllum leikjum og mótum. KSÍ heimilar jú stelpum að keppa með strákum upp í 3. eða 4. flokk. Fyrir mér er hún ekki gestur í okkar flokki heldur fullgildur meðlimur.“ Pétur segir útskýringar mótstjórnar hafa verið á þá leið að Orkumótið væri strákamót og því ættu strákar að spila landsleikinn. Gamaldagsviðhorf „Eftir að hafa maldað í móinn var mér einfaldlega sagt að Grótta þyrfti að gera betur og tefla fram liðum í 6. flokki kvenna. Það gerum við svo sannarlega og nú um helgina spila þrjú lið frá 6. flokki kvenna í Gróttu á Landsbankamóti Tindastóls á Sauðárkróki.“ Hjá Gróttu sé hins vegar hugsað út fyrir kassann og stelpur fá að æfa með strákum telji þjálfarar það henta þeim betur en að æfa með réttum flokki, sé miðað við fæðingarár og kyn. „Mér finnst afskaplega dapurt að gamaldags viðhorf séu enn áberandi í íslenskum fótbolta og því ákvað ég að vekja athygli á þessu.“ Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Orkumótinu í Vestmannaeyjum lauk um helgina og var vafalítið mikil upplifun fyrir þá stráka og stelpur sem spiluðu og foreldra þeirra. Mótið skiptir ungu kynslóðina eðlilega miklu máli eins og sést til dæmis í tilfelli foreldra Arnórs Ingva Traustasonar sem voru ekki viðstödd 2-1 sigurinn á Austurríki þar sem sonur þeirra skoraði sigurmarkið eins og frægt er orðið. Ástæðan var sú að hinn níu ára gamli Viktor Árni var að spila með 6. flokki Keflavíkur í Vestmannaeyjum. Orkumótið er fyrir 6. flokk karla, þar spiluðu í ár 108 félög alls 600 leiki. Sum félög á Íslandi bjóða ungum og efnilegum stelpum að æfa og spila með strákaliðinu einfaldlega til að þær fái meiri samkeppni. Þannig er það til dæmis hjá Gróttu á Seltjarnarnesi og var ein þeirra efnilegasta stúlka í liði þeirra og stóð sig vel. KSÍ heimilar stelpum að spila með strákum í yngri flokkum. Svo vel stóð hún sig að Grótta valdi hana sem fulltrúa sinn í landsleikinn, árlega viðureign landsliðs og pressuliðs sem fram fer á aðalvelli ÍBV, Hásteinsvelli. Um mikinn heiður er að ræða fyrir leikmenn á mótinu. Valið fer þannig fram að hvert félag velur fulltrúa sinn og segist Pétur Már Harðarson, þjálfari 6. flokks Gróttu, hafa valið þann leikmann sem skaraði fram úr í A-liði Gróttu og hafði auk þess sinnt æfingum afskaplega vel í allan vetur og í vor „Fyrirmyndariðkandi í alla staði,“ segir Pétur Már í ítarlegri Fésbókarfærslu um málið.Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður var á Orkumótinu um helgina eins og sjá má í fréttinni hér að neðan. Mikil stemning var á mótinu. Sagt að breyta valinu „Seinni partinn á laugrdaginn fékk ég svo símtal frá mótsstjórn þar sem mér val tilkynnt að ég þyrfti að breyta og tilnefna annan leikmann. Af hverju? Af því að ég valdi stelpu sem fulltrúa Gróttu í landsleikinn,“ segir Pétur og er greinilega allt annað en sáttur eins og fleiri úr herbúðum Gróttu sem Vísir hefur rætt við. „Umrædd stelpa hefur æft með 6. flokki karla frá fyrstu æfingu í haust og tekið þátt í öllum leikjum og mótum. KSÍ heimilar jú stelpum að keppa með strákum upp í 3. eða 4. flokk. Fyrir mér er hún ekki gestur í okkar flokki heldur fullgildur meðlimur.“ Pétur segir útskýringar mótstjórnar hafa verið á þá leið að Orkumótið væri strákamót og því ættu strákar að spila landsleikinn. Gamaldagsviðhorf „Eftir að hafa maldað í móinn var mér einfaldlega sagt að Grótta þyrfti að gera betur og tefla fram liðum í 6. flokki kvenna. Það gerum við svo sannarlega og nú um helgina spila þrjú lið frá 6. flokki kvenna í Gróttu á Landsbankamóti Tindastóls á Sauðárkróki.“ Hjá Gróttu sé hins vegar hugsað út fyrir kassann og stelpur fá að æfa með strákum telji þjálfarar það henta þeim betur en að æfa með réttum flokki, sé miðað við fæðingarár og kyn. „Mér finnst afskaplega dapurt að gamaldags viðhorf séu enn áberandi í íslenskum fótbolta og því ákvað ég að vekja athygli á þessu.“
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira