Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2016 15:53 Frá Orkumótinu í Vestmannaeyjum 2014. Orkumótinu í Vestmannaeyjum lauk um helgina og var vafalítið mikil upplifun fyrir þá stráka og stelpur sem spiluðu og foreldra þeirra. Mótið skiptir ungu kynslóðina eðlilega miklu máli eins og sést til dæmis í tilfelli foreldra Arnórs Ingva Traustasonar sem voru ekki viðstödd 2-1 sigurinn á Austurríki þar sem sonur þeirra skoraði sigurmarkið eins og frægt er orðið. Ástæðan var sú að hinn níu ára gamli Viktor Árni var að spila með 6. flokki Keflavíkur í Vestmannaeyjum. Orkumótið er fyrir 6. flokk karla, þar spiluðu í ár 108 félög alls 600 leiki. Sum félög á Íslandi bjóða ungum og efnilegum stelpum að æfa og spila með strákaliðinu einfaldlega til að þær fái meiri samkeppni. Þannig er það til dæmis hjá Gróttu á Seltjarnarnesi og var ein þeirra efnilegasta stúlka í liði þeirra og stóð sig vel. KSÍ heimilar stelpum að spila með strákum í yngri flokkum. Svo vel stóð hún sig að Grótta valdi hana sem fulltrúa sinn í landsleikinn, árlega viðureign landsliðs og pressuliðs sem fram fer á aðalvelli ÍBV, Hásteinsvelli. Um mikinn heiður er að ræða fyrir leikmenn á mótinu. Valið fer þannig fram að hvert félag velur fulltrúa sinn og segist Pétur Már Harðarson, þjálfari 6. flokks Gróttu, hafa valið þann leikmann sem skaraði fram úr í A-liði Gróttu og hafði auk þess sinnt æfingum afskaplega vel í allan vetur og í vor „Fyrirmyndariðkandi í alla staði,“ segir Pétur Már í ítarlegri Fésbókarfærslu um málið.Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður var á Orkumótinu um helgina eins og sjá má í fréttinni hér að neðan. Mikil stemning var á mótinu. Sagt að breyta valinu „Seinni partinn á laugrdaginn fékk ég svo símtal frá mótsstjórn þar sem mér val tilkynnt að ég þyrfti að breyta og tilnefna annan leikmann. Af hverju? Af því að ég valdi stelpu sem fulltrúa Gróttu í landsleikinn,“ segir Pétur og er greinilega allt annað en sáttur eins og fleiri úr herbúðum Gróttu sem Vísir hefur rætt við. „Umrædd stelpa hefur æft með 6. flokki karla frá fyrstu æfingu í haust og tekið þátt í öllum leikjum og mótum. KSÍ heimilar jú stelpum að keppa með strákum upp í 3. eða 4. flokk. Fyrir mér er hún ekki gestur í okkar flokki heldur fullgildur meðlimur.“ Pétur segir útskýringar mótstjórnar hafa verið á þá leið að Orkumótið væri strákamót og því ættu strákar að spila landsleikinn. Gamaldagsviðhorf „Eftir að hafa maldað í móinn var mér einfaldlega sagt að Grótta þyrfti að gera betur og tefla fram liðum í 6. flokki kvenna. Það gerum við svo sannarlega og nú um helgina spila þrjú lið frá 6. flokki kvenna í Gróttu á Landsbankamóti Tindastóls á Sauðárkróki.“ Hjá Gróttu sé hins vegar hugsað út fyrir kassann og stelpur fá að æfa með strákum telji þjálfarar það henta þeim betur en að æfa með réttum flokki, sé miðað við fæðingarár og kyn. „Mér finnst afskaplega dapurt að gamaldags viðhorf séu enn áberandi í íslenskum fótbolta og því ákvað ég að vekja athygli á þessu.“ Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Orkumótinu í Vestmannaeyjum lauk um helgina og var vafalítið mikil upplifun fyrir þá stráka og stelpur sem spiluðu og foreldra þeirra. Mótið skiptir ungu kynslóðina eðlilega miklu máli eins og sést til dæmis í tilfelli foreldra Arnórs Ingva Traustasonar sem voru ekki viðstödd 2-1 sigurinn á Austurríki þar sem sonur þeirra skoraði sigurmarkið eins og frægt er orðið. Ástæðan var sú að hinn níu ára gamli Viktor Árni var að spila með 6. flokki Keflavíkur í Vestmannaeyjum. Orkumótið er fyrir 6. flokk karla, þar spiluðu í ár 108 félög alls 600 leiki. Sum félög á Íslandi bjóða ungum og efnilegum stelpum að æfa og spila með strákaliðinu einfaldlega til að þær fái meiri samkeppni. Þannig er það til dæmis hjá Gróttu á Seltjarnarnesi og var ein þeirra efnilegasta stúlka í liði þeirra og stóð sig vel. KSÍ heimilar stelpum að spila með strákum í yngri flokkum. Svo vel stóð hún sig að Grótta valdi hana sem fulltrúa sinn í landsleikinn, árlega viðureign landsliðs og pressuliðs sem fram fer á aðalvelli ÍBV, Hásteinsvelli. Um mikinn heiður er að ræða fyrir leikmenn á mótinu. Valið fer þannig fram að hvert félag velur fulltrúa sinn og segist Pétur Már Harðarson, þjálfari 6. flokks Gróttu, hafa valið þann leikmann sem skaraði fram úr í A-liði Gróttu og hafði auk þess sinnt æfingum afskaplega vel í allan vetur og í vor „Fyrirmyndariðkandi í alla staði,“ segir Pétur Már í ítarlegri Fésbókarfærslu um málið.Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður var á Orkumótinu um helgina eins og sjá má í fréttinni hér að neðan. Mikil stemning var á mótinu. Sagt að breyta valinu „Seinni partinn á laugrdaginn fékk ég svo símtal frá mótsstjórn þar sem mér val tilkynnt að ég þyrfti að breyta og tilnefna annan leikmann. Af hverju? Af því að ég valdi stelpu sem fulltrúa Gróttu í landsleikinn,“ segir Pétur og er greinilega allt annað en sáttur eins og fleiri úr herbúðum Gróttu sem Vísir hefur rætt við. „Umrædd stelpa hefur æft með 6. flokki karla frá fyrstu æfingu í haust og tekið þátt í öllum leikjum og mótum. KSÍ heimilar jú stelpum að keppa með strákum upp í 3. eða 4. flokk. Fyrir mér er hún ekki gestur í okkar flokki heldur fullgildur meðlimur.“ Pétur segir útskýringar mótstjórnar hafa verið á þá leið að Orkumótið væri strákamót og því ættu strákar að spila landsleikinn. Gamaldagsviðhorf „Eftir að hafa maldað í móinn var mér einfaldlega sagt að Grótta þyrfti að gera betur og tefla fram liðum í 6. flokki kvenna. Það gerum við svo sannarlega og nú um helgina spila þrjú lið frá 6. flokki kvenna í Gróttu á Landsbankamóti Tindastóls á Sauðárkróki.“ Hjá Gróttu sé hins vegar hugsað út fyrir kassann og stelpur fá að æfa með strákum telji þjálfarar það henta þeim betur en að æfa með réttum flokki, sé miðað við fæðingarár og kyn. „Mér finnst afskaplega dapurt að gamaldags viðhorf séu enn áberandi í íslenskum fótbolta og því ákvað ég að vekja athygli á þessu.“
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira