Ráðherra vill stóraukinn stuðning við afreksíþróttafólk Snærós Sindradóttir skrifar 29. júní 2016 07:00 Aron Einar Gunnarsson, íslenski fyrirliðinn, er dæmi um afreksíþróttamann sem kom fullskapaður úr öflugu yngriflokka starfi. Hann þurfti að velja á milli handbolta og fótbolta þegar lengra var komið. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er ótrúlegt hvernig okkur hefur tekist að byggja upp hjá okkur bæði almennt íþróttastarf og ofan á það afreksfólk. Þegar kemur að krökkunum er mjög almenn þátttaka í íþróttum. Það er grunnurinn að þessu,“ segir Illugi Gunnarsson íþróttamálaráðherra um árangur Íslands á EM í knattspyrnu. Ísland leikur gegn Frakklandi í átta liða úrslitum á sunnudag. Illugi bendir á að landslið Íslands hafi komist á Evrópumót í körfubolta, knattspyrnu og handbolta á síðustu tólf mánuðum. „Á sama tíma erum við að eflast mjög í frjálsum íþróttum, sundið er að koma sterkt inn og við erum búin að ná ótrúlegum árangri í fimleikum og hjá blaklandsliðinu. Það er augljóst að við erum að gera margt rétt í íþróttastarfinu.“ Þó vanti upp á að styðja við afreksíþróttafólk. „Á síðustu árum höfum við verið að bæta jafnt og þétt inn í afrekssjóð ÍSÍ sem var kominn ansi langt niður eftir hrun. Hann er kominn í hundrað milljónir á þessu ári en ég er þeirrar skoðunar að við þurfum að bæta verulega við til þess að við getum haldið áfram að styðja við afreksfólkið okkar. Þeir fjármunir sem við höfum til að styðja við okkar afreksfólk eru langtum minni ef borið er saman við Norðurlöndin.“ Illugi á þá ekki við knattspyrnuna sem hann segir fjármagnaða á annan hátt en margar aðrar greinar innan ÍSÍ. KSÍ, Knattspyrnusamband Íslands, hefur fengið samtals 1,9 milljarða fyrir þátttöku sína á EM. Ef Ísland vinnur næsta leik á móti Frakklandi bætast aðrar 550 milljónir við þá tölu. „Þess vegna þurfum við að horfa til annarra greina þegar við tölum um fjármagnið. Ég nefni sérstaklega handboltann þar sem við höfum verið að ná gríðarlegum árangri en ef maður ber saman það fjármagn sem er að baki landsliðum á Norðurlöndum þá er það ekki samanburðarhæft. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé eitt af því sem þarf að skoða vel. Við finnum það vel í samfélaginu hvaða gildi það hefur þegar íþróttamennirnir okkar ná árangri.“Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherraIllugi segir að EM skipti samt einna mestu máli fyrir æsku landsins. „Unga kynslóðin sér að það skiptir ekki máli þó maður komi frá fámennu landi. Ef maður leggur hart að sér og hefur viljann þá er hægt að gera ótrúlega hluti. En ávöxtun á þjálfun skiptir líka máli, menntun þjálfara og að það séu menntaðir þjálfarar að vinna með litlu krökkunum skiptir verulega miklu máli. Þessi samsetning af þjálfun annars vegar og aðstöðu hins vegar er að skila góðum árangri.“ Kvennalandsliðinu gengur líka mjög vel og er í 16. sæti á styrkleikalista FIFA í heiminum. Illugi segir að uppbygging í kvennaknattspyrnunni sé einstaklega jákvæð. „Ég var spurður að því hvernig tilfinning það væri fyrir Íslendinga að allir héldu með okkur, og af hverju það væri. Svarið er einfalt. Það finnst öllum stórkostlegt þegar draumar rætast.“ Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir „Rosalega margt sem er ekki í lagi og heilsan okkar er að veði“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
„Það er ótrúlegt hvernig okkur hefur tekist að byggja upp hjá okkur bæði almennt íþróttastarf og ofan á það afreksfólk. Þegar kemur að krökkunum er mjög almenn þátttaka í íþróttum. Það er grunnurinn að þessu,“ segir Illugi Gunnarsson íþróttamálaráðherra um árangur Íslands á EM í knattspyrnu. Ísland leikur gegn Frakklandi í átta liða úrslitum á sunnudag. Illugi bendir á að landslið Íslands hafi komist á Evrópumót í körfubolta, knattspyrnu og handbolta á síðustu tólf mánuðum. „Á sama tíma erum við að eflast mjög í frjálsum íþróttum, sundið er að koma sterkt inn og við erum búin að ná ótrúlegum árangri í fimleikum og hjá blaklandsliðinu. Það er augljóst að við erum að gera margt rétt í íþróttastarfinu.“ Þó vanti upp á að styðja við afreksíþróttafólk. „Á síðustu árum höfum við verið að bæta jafnt og þétt inn í afrekssjóð ÍSÍ sem var kominn ansi langt niður eftir hrun. Hann er kominn í hundrað milljónir á þessu ári en ég er þeirrar skoðunar að við þurfum að bæta verulega við til þess að við getum haldið áfram að styðja við afreksfólkið okkar. Þeir fjármunir sem við höfum til að styðja við okkar afreksfólk eru langtum minni ef borið er saman við Norðurlöndin.“ Illugi á þá ekki við knattspyrnuna sem hann segir fjármagnaða á annan hátt en margar aðrar greinar innan ÍSÍ. KSÍ, Knattspyrnusamband Íslands, hefur fengið samtals 1,9 milljarða fyrir þátttöku sína á EM. Ef Ísland vinnur næsta leik á móti Frakklandi bætast aðrar 550 milljónir við þá tölu. „Þess vegna þurfum við að horfa til annarra greina þegar við tölum um fjármagnið. Ég nefni sérstaklega handboltann þar sem við höfum verið að ná gríðarlegum árangri en ef maður ber saman það fjármagn sem er að baki landsliðum á Norðurlöndum þá er það ekki samanburðarhæft. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé eitt af því sem þarf að skoða vel. Við finnum það vel í samfélaginu hvaða gildi það hefur þegar íþróttamennirnir okkar ná árangri.“Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherraIllugi segir að EM skipti samt einna mestu máli fyrir æsku landsins. „Unga kynslóðin sér að það skiptir ekki máli þó maður komi frá fámennu landi. Ef maður leggur hart að sér og hefur viljann þá er hægt að gera ótrúlega hluti. En ávöxtun á þjálfun skiptir líka máli, menntun þjálfara og að það séu menntaðir þjálfarar að vinna með litlu krökkunum skiptir verulega miklu máli. Þessi samsetning af þjálfun annars vegar og aðstöðu hins vegar er að skila góðum árangri.“ Kvennalandsliðinu gengur líka mjög vel og er í 16. sæti á styrkleikalista FIFA í heiminum. Illugi segir að uppbygging í kvennaknattspyrnunni sé einstaklega jákvæð. „Ég var spurður að því hvernig tilfinning það væri fyrir Íslendinga að allir héldu með okkur, og af hverju það væri. Svarið er einfalt. Það finnst öllum stórkostlegt þegar draumar rætast.“
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir „Rosalega margt sem er ekki í lagi og heilsan okkar er að veði“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira