Hæstiréttur hafnaði flýtimeðferð dómsmáls um búvörusamning Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. júní 2016 20:12 vísir/stefán Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur að dómsmál Félags atvinnurekenda gegn íslenska ríkinu og Bændasamtökunum fái ekki flýtimeðferð fyrir dómi. Félag atvinnurekenda hyggst höfða mál á hendur áðurnefndum aðilum til viðurkenningar á því að samningur þeirra um starfsskilyrði nautgriparæktar, frá febrúar í ár, sé ólögmætur. Til vara er þess krafist að greinar samningsins um verðupplagsfærslu, verðlagningu og tollvernd verði dæmdar ólögmætar. Nýr búvörusamningur var undirritaður í febrúar en samningurinn hefur ekki enn verið samþykktur af Alþingi. Í bréfi lögmanns Félags atvinnurekenda virðist hafa verið byggt á því að búvörusamningurinn yrði samþykktur fyrir sumarleyfi þingsins en svo var ekki. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að enn sé óvíst hver afdrif frumvarps um breytingar á búvörulögum verða og samhliða því afdrif samningsins sem undirritaður var af ríkinu „fyrirvara um nauðsynlegar lagaheimildir Alþingis“. „Sóknaraðili er ekki aðili að þeim samningi sem fyrirhuguð málsókn hans lýtur að. Að teknu tilliti til þess og annarra málsatvika hefur sóknaraðili ekki lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn dómstóla um þær kröfur sem hann hyggst tefla fram í fyrirhuguðu dómsmáli.“ Meðal annars af þeim sökum taldi dómurinn skilyrði flýtimeðferðar, samkvæmt lögum um meðferð einkamála, ekki uppfyllt. Dóminn má lesa í heild sinni hér. Búvörusamningar Tengdar fréttir Búvörusamningur Sigurðar Inga sagður fara langt út fyrir lagaheimildir Félag atvinnurekenda telur fyrirliggjandi að frumvarp um búvörusamning standist enga skoðun. 27. maí 2016 16:31 Vill víðtækari sátt um búvörusamning Formaður atvinnuveganefndar segir að nefndin muni leggja til breytingar á frumvarpi um samþykki Alþingis á búvörusamningum. 6. júní 2016 09:45 Nauðsynlegt að gera breytingar á búvörusamningum Lilja Rafney Magnúsdóttir varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir nauðsynlegt að gera verulega breytingar á búvörusamningum til að hægt verði að skapa sátt um málið. Hún vill fresta gildistöku á sauðfjárhlutanum, endurskoða tollamál og styrkja endurskoðunarákvæði samninganna. 7. júní 2016 18:45 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira
Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur að dómsmál Félags atvinnurekenda gegn íslenska ríkinu og Bændasamtökunum fái ekki flýtimeðferð fyrir dómi. Félag atvinnurekenda hyggst höfða mál á hendur áðurnefndum aðilum til viðurkenningar á því að samningur þeirra um starfsskilyrði nautgriparæktar, frá febrúar í ár, sé ólögmætur. Til vara er þess krafist að greinar samningsins um verðupplagsfærslu, verðlagningu og tollvernd verði dæmdar ólögmætar. Nýr búvörusamningur var undirritaður í febrúar en samningurinn hefur ekki enn verið samþykktur af Alþingi. Í bréfi lögmanns Félags atvinnurekenda virðist hafa verið byggt á því að búvörusamningurinn yrði samþykktur fyrir sumarleyfi þingsins en svo var ekki. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að enn sé óvíst hver afdrif frumvarps um breytingar á búvörulögum verða og samhliða því afdrif samningsins sem undirritaður var af ríkinu „fyrirvara um nauðsynlegar lagaheimildir Alþingis“. „Sóknaraðili er ekki aðili að þeim samningi sem fyrirhuguð málsókn hans lýtur að. Að teknu tilliti til þess og annarra málsatvika hefur sóknaraðili ekki lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn dómstóla um þær kröfur sem hann hyggst tefla fram í fyrirhuguðu dómsmáli.“ Meðal annars af þeim sökum taldi dómurinn skilyrði flýtimeðferðar, samkvæmt lögum um meðferð einkamála, ekki uppfyllt. Dóminn má lesa í heild sinni hér.
Búvörusamningar Tengdar fréttir Búvörusamningur Sigurðar Inga sagður fara langt út fyrir lagaheimildir Félag atvinnurekenda telur fyrirliggjandi að frumvarp um búvörusamning standist enga skoðun. 27. maí 2016 16:31 Vill víðtækari sátt um búvörusamning Formaður atvinnuveganefndar segir að nefndin muni leggja til breytingar á frumvarpi um samþykki Alþingis á búvörusamningum. 6. júní 2016 09:45 Nauðsynlegt að gera breytingar á búvörusamningum Lilja Rafney Magnúsdóttir varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir nauðsynlegt að gera verulega breytingar á búvörusamningum til að hægt verði að skapa sátt um málið. Hún vill fresta gildistöku á sauðfjárhlutanum, endurskoða tollamál og styrkja endurskoðunarákvæði samninganna. 7. júní 2016 18:45 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira
Búvörusamningur Sigurðar Inga sagður fara langt út fyrir lagaheimildir Félag atvinnurekenda telur fyrirliggjandi að frumvarp um búvörusamning standist enga skoðun. 27. maí 2016 16:31
Vill víðtækari sátt um búvörusamning Formaður atvinnuveganefndar segir að nefndin muni leggja til breytingar á frumvarpi um samþykki Alþingis á búvörusamningum. 6. júní 2016 09:45
Nauðsynlegt að gera breytingar á búvörusamningum Lilja Rafney Magnúsdóttir varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir nauðsynlegt að gera verulega breytingar á búvörusamningum til að hægt verði að skapa sátt um málið. Hún vill fresta gildistöku á sauðfjárhlutanum, endurskoða tollamál og styrkja endurskoðunarákvæði samninganna. 7. júní 2016 18:45