Lífið

Uppsetning vegna Secret Solstice í fullum gangi

Samúel Karl Ólason skrifar
600 sjálfboðaliðar verða að störfum næstu daga.
600 sjálfboðaliðar verða að störfum næstu daga.
Fjöldi sjálfboðaliða vinna nú að því að gera hátíðarsvæðið í Laugardalnum klárt fyrir Secret Sostice tónlistarhátíðina sem haldin verður um næstu helgi.

„Uppsetning er á áætlun og höfum við verið afar heppin með veður sem að hjálpar auðvitað til,“ segir Egill Tómasson, framleiðslustjóri Secret Sostice.

„Það verða um það bil 600 sjálfboðaliðar að setja upp svæðið á næstu dögum og lítur þetta vel út. Svæðið verður með öðruvísi sniði og hafa talsverðar breytingar verið gerðar frá síðustu tveim árum. Breytingarnar eru gerðar með okkar gesti í hugsa sem og nánasta nágrenni.“

Hliðin munu opna klukkan fjögur á fimmtudaginn. Frítt er fyrir tíu ára og yngri en útlit er fyrir að uppselt verði á hátíðina.

Sjálfboðaliðar að störfum.
Svæðið verður með öðruvísi sniði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×