„Hatursglæpur sem beinist gegn hinsegin fólki um allan heim“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júní 2016 15:12 Regnbogafána hinsegin fólks og bandaríska fánanum er flaggað í hálfa stöng við Ráðhús Reykjavíkur til minningar um fórnarlömb árásarinnar í Orlando. mynd/reykjavíkurborg Samtökin ´78 hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna skotárásarinnar á skemmtistaðnum Pulse í Orlando í gær. Í yfirlýsingunni segja samtökin að árásin sé hatursglæpur sem beinist gegn hinsegin fólki um allan heim. Alls létust 49 manns í skotárásinni sem er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Skemmtistaðurinn Pulse var skemmtistaður sem hinsegin fólk í Orlando sótti og í yfirlýsingu Samtakanna segir meðal annars: „Pulse Orlando var griðarstaður fjölbreyttrar flóru hinsegin fólks, sem sumu hverju hafði verið úthýst af fjölskyldum sínum. Þar fann fólk nýja fjölskyldu, vini, gleði og ást. Árásin er því árás á hjarta hinsegin samfélagsins. Árásin er hatursglæpur sem beinist gegn hinsegin fólki um allan heim. Hinsegin fólk er með kerfisbundnum hætti beitt ofbeldi, jaðarsetningu og útskúfun víða um heim og þessi árás er af sama meiði. Hún er öfgafull birtingarmynd hinsegin haturs sem hinsegin fólk þekkir því miður of vel á eigin skinni.“ Þá fordæma Samtökin ´78 það að árásir sem þessi séu notaðar til þess að kynda undir útlendingahatur og fordóma gegn múslimum: „Árásin snýst fyrst og síðast um hatur á hinsegin fólki, sem er viðvarandi vandamál um allan heim, þvert á trúarbrögð og menningarheima. Nú sem endranær reynir á samstöðu okkar hvert með öðru. Á samstöðu jaðarsettra hópa og á samstöðu þeirra sem ekki eru jaðarsett með okkur hinum. Samtökin ‘78 munu halda baráttu sinni áfram. Við sigrum árásir með sýnileika, fræðslu og ást, nú sem fyrr. Kærleikurinn mun sigra.“ Yfirlýsingu Samtakanna má sjá í heild sinni hér að neðan:Samtökin ‘78 votta aðstandendum þeirra sem létust í skotárásinni á skemmtistaðnum Pulse í Orlando dýpstu samúð sína, sem og hinsegin samfélaginu öllu. Hinum særðu sendum við baráttu- og batakveðjur.Pulse Orlando var griðarstaður fjölbreyttrar flóru hinsegin fólks, sem sumu hverju hafði verið úthýst af fjölskyldum sínum. Þar fann fólk nýja fjölskyldu, vini, gleði og ást. Árásin er því árás á hjarta hinsegin samfélagsins.Árásin er hatursglæpur sem beinist gegn hinsegin fólki um allan heim. Hinsegin fólk er með kerfisbundnum hætti beitt ofbeldi, jaðarsetningu og útskúfun víða um heim og þessi árás er af sama meiði. Hún er öfgafull birtingarmynd hinsegin haturs sem hinsegin fólk þekkir því miður of vel á eigin skinni.Samtökin ´78 fordæma það að árásir sem þessi séu notaðar til að kynda undir útlendingahatur og fordóma gegn múslimum. Árásin snýst fyrst og síðast um hatur á hinsegin fólki, sem er viðvarandi vandamál um allan heim, þvert á trúarbrögð og menningarheima. Nú sem endranær reynir á samstöðu okkar hvert með öðru. Á samstöðu jaðarsettra hópa og á samstöðu þeirra sem ekki eru jaðarsett með okkur hinum. Samtökin ‘78 munu halda baráttu sinni áfram. Við sigrum árásir með sýnileika, fræðslu og ást, nú sem fyrr. Kærleikurinn mun sigra. Hinsegin Tengdar fréttir Íslenskur ritstjóri hitti ódæðismanninn nokkrum dögum fyrir árásina í Orlando "Einn daginn tekur ungur glaðlyndur maður á móti okkur í hliðinu og biður um skilríki,“ segir Ragnar Tómas Hallgrímsson. 13. júní 2016 11:15 Klökknaði er hún minntist fórnarlambanna í Orlando Adele tileinkaði tónleika sína í Antwerpen í gærkvöldi þeim sem voru á skemmtistaðnum Pulse í Orlando á laugardagskvöldið. 13. júní 2016 14:50 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Samtökin ´78 hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna skotárásarinnar á skemmtistaðnum Pulse í Orlando í gær. Í yfirlýsingunni segja samtökin að árásin sé hatursglæpur sem beinist gegn hinsegin fólki um allan heim. Alls létust 49 manns í skotárásinni sem er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Skemmtistaðurinn Pulse var skemmtistaður sem hinsegin fólk í Orlando sótti og í yfirlýsingu Samtakanna segir meðal annars: „Pulse Orlando var griðarstaður fjölbreyttrar flóru hinsegin fólks, sem sumu hverju hafði verið úthýst af fjölskyldum sínum. Þar fann fólk nýja fjölskyldu, vini, gleði og ást. Árásin er því árás á hjarta hinsegin samfélagsins. Árásin er hatursglæpur sem beinist gegn hinsegin fólki um allan heim. Hinsegin fólk er með kerfisbundnum hætti beitt ofbeldi, jaðarsetningu og útskúfun víða um heim og þessi árás er af sama meiði. Hún er öfgafull birtingarmynd hinsegin haturs sem hinsegin fólk þekkir því miður of vel á eigin skinni.“ Þá fordæma Samtökin ´78 það að árásir sem þessi séu notaðar til þess að kynda undir útlendingahatur og fordóma gegn múslimum: „Árásin snýst fyrst og síðast um hatur á hinsegin fólki, sem er viðvarandi vandamál um allan heim, þvert á trúarbrögð og menningarheima. Nú sem endranær reynir á samstöðu okkar hvert með öðru. Á samstöðu jaðarsettra hópa og á samstöðu þeirra sem ekki eru jaðarsett með okkur hinum. Samtökin ‘78 munu halda baráttu sinni áfram. Við sigrum árásir með sýnileika, fræðslu og ást, nú sem fyrr. Kærleikurinn mun sigra.“ Yfirlýsingu Samtakanna má sjá í heild sinni hér að neðan:Samtökin ‘78 votta aðstandendum þeirra sem létust í skotárásinni á skemmtistaðnum Pulse í Orlando dýpstu samúð sína, sem og hinsegin samfélaginu öllu. Hinum særðu sendum við baráttu- og batakveðjur.Pulse Orlando var griðarstaður fjölbreyttrar flóru hinsegin fólks, sem sumu hverju hafði verið úthýst af fjölskyldum sínum. Þar fann fólk nýja fjölskyldu, vini, gleði og ást. Árásin er því árás á hjarta hinsegin samfélagsins.Árásin er hatursglæpur sem beinist gegn hinsegin fólki um allan heim. Hinsegin fólk er með kerfisbundnum hætti beitt ofbeldi, jaðarsetningu og útskúfun víða um heim og þessi árás er af sama meiði. Hún er öfgafull birtingarmynd hinsegin haturs sem hinsegin fólk þekkir því miður of vel á eigin skinni.Samtökin ´78 fordæma það að árásir sem þessi séu notaðar til að kynda undir útlendingahatur og fordóma gegn múslimum. Árásin snýst fyrst og síðast um hatur á hinsegin fólki, sem er viðvarandi vandamál um allan heim, þvert á trúarbrögð og menningarheima. Nú sem endranær reynir á samstöðu okkar hvert með öðru. Á samstöðu jaðarsettra hópa og á samstöðu þeirra sem ekki eru jaðarsett með okkur hinum. Samtökin ‘78 munu halda baráttu sinni áfram. Við sigrum árásir með sýnileika, fræðslu og ást, nú sem fyrr. Kærleikurinn mun sigra.
Hinsegin Tengdar fréttir Íslenskur ritstjóri hitti ódæðismanninn nokkrum dögum fyrir árásina í Orlando "Einn daginn tekur ungur glaðlyndur maður á móti okkur í hliðinu og biður um skilríki,“ segir Ragnar Tómas Hallgrímsson. 13. júní 2016 11:15 Klökknaði er hún minntist fórnarlambanna í Orlando Adele tileinkaði tónleika sína í Antwerpen í gærkvöldi þeim sem voru á skemmtistaðnum Pulse í Orlando á laugardagskvöldið. 13. júní 2016 14:50 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Íslenskur ritstjóri hitti ódæðismanninn nokkrum dögum fyrir árásina í Orlando "Einn daginn tekur ungur glaðlyndur maður á móti okkur í hliðinu og biður um skilríki,“ segir Ragnar Tómas Hallgrímsson. 13. júní 2016 11:15
Klökknaði er hún minntist fórnarlambanna í Orlando Adele tileinkaði tónleika sína í Antwerpen í gærkvöldi þeim sem voru á skemmtistaðnum Pulse í Orlando á laugardagskvöldið. 13. júní 2016 14:50